miðvikudagur, janúar 23, 2008

Ahhh! Ég vona að sá sem fann upp sturtuna hafi lifað rosalega góðu lífi, hann átti það skilið. Og auðvitað voru það Grikkir sem áttu frumkvæðið að sturtu með pípulögnum og allt. Tsjékk át ðis kreisí klevörness:



Eru þetta karlar eða konur? Þetta eiga að vera forn-grískir íþróttamenn. Sem voru að öllum líkindum karlar, en eru þeir ekki með brjóst á þessari mynd?

Ég var að koma úr hálftíma sturtu og það var það besta sem ég hef gert. Sérstaklega í þessum viðurstyggilega kulda sem er að drepa landann.


Að öðru; kosningabarátta Röskvu á fullu. Fullt af verkefnum framundan ásamt því að það er kreisí tú dú í skólanum og ég er að takast svo vel á við þetta. Ég er nefnilega að tækla þetta þannig að ég horfi á allt þetta brjálæði hrannast upp og mér fallast hendur og enda með því að gera ekki neitt. Nema blogga og hangsa. Smúþ!

Neineiþettareddast (sem er orðatiltæki sem maður á alls ekki að treysta á segir námsráðgjöf HÍ - samt treysti ég á það).

Tónleikar í kvöld á Organ. Mætið eða verið ferhyrningar!

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008