laugardagur, apríl 29, 2006

Ég setti loksins inn nokkrar myndir krakkar mínir. Frá tvítugsafmælinu hennar Hildar Harðar á Húsavík, þar sem þemað var glimmer/gay - mæli með því að þær séu skoðaðar, haha. Þar er Gay pride í hámarki - og frá grillinu í Kjarnaskógi í gær. Vá hvað það var ógeðslega gaman. Þemað var hamingja. Hoho. Fullt af hamingjumyndum.

Kvöldið:
-Kjarnaskógur kl. hálfsex í ótrúlega frábæru veðri.
-Fyllerí hefst.
-Mikill og góður matur grillaður, allt frá pylsum og hamborgurum að humri og kjúklingabringum.
-Heim klukkan hálftíu, meira áfengi - ennþá sól á himni.
-HomMA partý hjá Arnari klukkan hálftólf. Troðið útúr dyrum, plötuspilari og góð tónlist. Awesome. Fullt af skemmtilegu fólki.
-Dátinn downtown Akureyri. Ég fékk mitt fyrsta danstrans. Vá, ég hef ábyggilega aldrei á ævi minni dansað jafn mikið og villt. Svo gaman sko.
-Hláturskast með góðu fólki fyrir fyrir utan Stjörnusól - hamingja í hámarki.
-Eftirpartý fyrir tvo heima hjá mér. Awesome.

Takk fyrir kvöldið allir. Vá. Sérstaklega Ómar, Ösp, Ari, Hildur Franklín, Aníta, Jonni, Guddimagg, Sara, Hildur Harðar, Stefán Þór, Stefán Jökulsson, Siggi Ólafs, Addi Kan, Arnar, Ásgeir, Lilja, Sverrir og svo margir margir margir aðrir.

All riiight. Já og munið að tékka á myndunum; neðstu tveir linkarnir hérna við hliðina.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008