sunnudagur, febrúar 01, 2004

jæja nú eru jólin bara búin loksins... jæja nú eru prófin bara loksins búin... jæja nú er fríið eftir prófið bara næstum því búið loksins...
ég náði öllum prófunum. stórkostlegt. 7.25 í meðaleinkunn. það er ágætt. ágætt ágætt ágætt ágætt (þetta var sko bergmál)...
ég nenni nú varla að byrja aftur í skólanum ég verð að segja það! en svona er lífið. vitur maður sagði við mig í gær: "heimskulegasta spurning sem þú getur fundið er að spyrja um tilgang lífsins." guddimagg
ég er ekki búin að sætta mig við að tilgangur lífsins er enginn :) það er rosalegt. allt of mikið. enginn tilgangur en gaman haha... en jæja...

kúkur dagsins er karamellubúðingur með nesquik. það er mjög gott.
besta kakó sem ég hef smakkað fæst á kaffi karolínu. kaffi karolína er mjög þægilegur staður til að vera á. ég er búin að fara á kaffi karolínu tvisvar í dag. ég fór á kaffi karolínu þrisvar í gær. í kvöld á kaffi karolínu var ástfangið par. parið á kaffi karolínu sat í sófanum á kaffi karolínu sem er beint á móti þér ef þú labbar upp stigann á kaffi karolínu og snýrð þér akkúrat 90° í rétta stefnu ef miðað er við að stefnan sé frá cos-ás til sin-ás, þ.e. frá x-ás til y-ás, þ.e. rangsælis við sólarhringinn, sem er langalgengasta stefnan í stærðfræði 303, fyrsta viguráfanganum mínum.
ég hef aldrei séð svona mikla viðreynslu í persónu. bara í sjónvarpi. þetta var hreint út sagt ótrúlegt. hún bað hann um að syngja í eyrað á sér. trúið þið þessu? neinei ég hélt ekki en ég er samt ekki að ljúga. ég er búin að vera að pæla hvort þetta hafi verið framhjáhald að einhverju leiti. ykkur myndi gruna það líka ef þið hefðuð séð það sem ég sá.

jæja allavega takk fyrir spjallið. þakka mér? neih þakka þér, láttu ekki svona... jújú ég hlustaði svosem ágætlega en ég meina, jú jæja ókey, þakka mér. bless.

2 ummæli:

guddimagg sagði...

hahahhahahahahahahaa!!!

Stefanía sagði...

haha

 

© Stefanía 2008