...tók bloggið mitt breytingum við upphaf prófatíðar. Að því tilefni:
Að þessu sinni lét ég undan þrýstingi blogger.com og tók upp template frá því stórveldi, í stað þess að sjá um allar breytingar sjálf á formi hátéemmell-kóða. Hið síðarnefnda er gaman, en ég var löt. Þar að auki eru svo margir möguleikar í boði ef maður notast við þeirra template, sem ekki eru í boði ef ég nota minn eigin, nema ég færi út í forritun sem ég nenni ekki að læra. Núna get ég t.d. sett fyrirsagnir á færslurnar - en það var ekki í boði þegar ég byrjaði að blogga - fyrir segs árum! Það eru virkilega níu dagar í segs ára bloggafmæli!
Fyrir utan fyrirsagnirnar, sjást nú líka gamlar færslur, en þær hurfu af einhverjum ástæðum í eitt skiptið þegar ég breytti hátéemmell-kóðanum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná þeim aftur. Þær eru nefnilega sögulegt fyrirbæri - dramatísk þroskasaga tánings.
Innskot: Ég gleymdi að segja frá stærstu breytingunni: Ég lagði niður Haloscan og tók um blogger kommentkerfi! Tryllt. Innskoti lokið.
Ég veit ekki hvort þá færslu má ennþá finna á meðal þessara færslna eða hvort ég eyddi henni, en eitt sinn skrifaði ég færslu um hversu reið og sár ég væri út í pabba og að hann væri frekur (tánings-syndrome). Það var í þá daga þegar ég gerði mér ekki grein fyrir áhrifamætti internetsins - auðvitað fann pabbi færsluna og varð reiður, og ég varð sár, og hann varð sár, og ég sagði fyrirgefðu og svo urðum við vinir aftur og ég endaði með að flytja til hans. En svo strauk ég að heiman og fór á Airwaves. En kom heim viku síðar. Svo flutti ég að heiman og varð stór stelpa. En svo saknaði ég pabba og flutti aftur til hans. Hann sagði mér að ég ætti ekki að vera í Röskvu, ég ætti að vera í Vöku, og hætta þessari vitleysu sem það er að borða ekki dýr. Svo fluttum við að heiman saman og þar lét hann undan og eldaði handa mér grænmetislasagna.
Hættið nú í verkfalli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Okei, nú kemur hreinskilið mat.
Það á eftir að taka svona 1-3 daga að venjast bláa litlum. Hinn liturinn fannst mér mjög fallegur.
Hinsvegar er blár alveg lýsandi fyrir þig SJÁLFSTÆÐISPLEBBADRULLA (feitt grín) - hér stökk ég í hlutverk brjálaðs mótmælanda sem samt sem áður segir bara svona hluti án þess að vita í raun hvað það er að vera sannur sjálfstæðimaður "bara þúst, stuðla að kreppunni og eyðileggja heilbrigðiskerfið".
Ég samt veit ekki um neina svona týpu, en hún er samt skemmtileg í hausunum á mér. Ég kalla þennann gaur Sosk-a, S.O.S.K.(a).
En aftur í hreinskilna matið.
Fyrirsagnir, nice (þá getur maður skilið betur færslurnar, soski leggur alltaf takmarkaðan skilning í allt nema það sé matað ofan í hann og því meiri upplýsingar því auðveldara á hann með að mynda sér skoðun á hlutum).
Gamlar færslur, nice (þá getur maður staldrað lengur við hér ef soska leiðist, soski þrífst á internetinu).
overall er þetta góð breyting, en liturinn eins og ég segi.. gæti tekið tíma.
Hættum í verkefnafalli líka, það er leiðinlegt.
okei, lol.
ég hét "hugsanlega er ég Ingvi Jón" á msn áðan... og nú er kommentið mitt stílað sem komment frá Ingva Jóni, það var ómeðvitað. ég fyllti bara inn staðfestingarkóðann og ýtti á enter, sem þýddi að ég kommentaði sem "google/blogger" og í ljósi þess að ég bjóeinusinnitilgmailaccount sem er ingvijon69@gmail.com og nota hann til að komastinnáorðabók.is þá hef égveriðinnáhonum og ég veitekkihvaðoghvaðoghvað, þetta erbaararararara lol.
Hahaha.
Já ég var með fjólubláan fyrst, en breytti svo í bláan. Ég veit ekki hvort hann fær að halda sér. Yfirleitt þegar ég breyti held ég áfram að fínpússa næstu daga...
En gott að breytingarnar eru óverol góðar.
til lukku með nýja lúkkið. segir maður það?
mér fannst minisagan af þér og pabba þínum best. sjitturinn. þú varst rebel.
Mér finnst þetta fínna - sorrý! Fílaði aldei bleik/brúna litinn.. Fyndist þetta ENN betra ef væri fjólublátt - það ku nefnilega vera minn uppáhalds litur. Hmmm bara svo það komi fram.
- Vaka smaka, pabbi veit betur! Ahahah, ég trúi samt eiginlega ekki að hann hafi reynt að færa þig yfir í VÖKU... ohhh, hann er svo fyndinn!!
Hlakka til að knúsa ykkur og kjafta þegar ég kem heim.
B.t.w. hvernig verða jólin? Ég fer í verkfall ef við mamma og krakkarnir verðum ein á jólunum. Ég breytist í bilaðan reglusjúkan Asberger einstakling, þegar kemur að breytingum á jólunum.. Fusss og svei, svo neita ég að bæta úr eigin rigidity!
Gangi þér vel í prófunum elskan mín. Hugsa til þín!!!
S
Já er það ekki bara prýðilega vel við hæfi, Dangý? (Tókstu eftir því? Mér finnst það lol.) Og æ nó.
Það er ekkert að fyrirgefa, mjög gott að breytingarnar séu til hins betra en ekki verra (batnandi manni er best að lifa og allt það).
Og æ nó aftur. Hann er alveg lol.
Haha ég veit að þú ert reglusjúk um jólin. Þetta verða mega undarleg jól. Mega.
Takk elski - hugsa til þín líka. Ferð þú ekki í einhver próf?
gamli bannerinn var líka skelfilegur.
þetta er betra.
og já góð saga af pabba.
Skrifa ummæli