Þetta er búinn að vera hræðilegur rúmur sólarhringur, að nokkrum góðum atriðum frátöldum. En fyrir einmitt tuttuguogátta tímum síðan (klukkan fjögur á föstudeginum) gekk ég út úr dæmatíma í Tvinnfallagreiningu og sá ekkert annað fyrir mér en allan lærdóminn sem ég á eftir að sinna þar til 18. desember er liðinn - en við mér tóku helvítis verkfræðingar sem voru á leiðinni í vísindaferð!
"Hvurs lags hneisa er það að fara á ábyrgðarlaust frítt fyllerí korteri fyrir próf? Hvort segir þetta meira um vinnuálag í náminu þeirra eða forgangsröðun þeirra?" hugsaði ég.
Afbrýðisama ég varð afspyrnu reið vegna þessa (óþarflega mikið augljóslega - tvinnfódæmatíminn var líka erfiður) og lét það bitna á öllum í kringum mig. (Ég var einmitt að renna yfir gamlar færslur um daginn og las þar eigin frásögn af því hversu illa mér tekst að láta eigin reiði ekki bitna á öðrum þegar hún er til staðar - það er ennþá vandamál).
Mig langar að vera að tryllast úr gleði og skemmtun og sleik en ekki læra alla klukkutíma. Og þetta bölvaða endalausa drall sem hleðst upp virkar ekki sem hvatning til að sinna því, heldur er því öfugt farið; mér fallast hendur.
Mmm allavega, þetta angraði mig mikið, þannig að þegar kom að kvöldmatartíma tók ég boði Fána Jök og eldaði með honum grænmólasagne (eina sem ég borða þessa dagana virðist vera - fyrir utan ís og popp auðvitað).
Eftir lasagne fór ég heim í faðm pabba og var buguð fram að svefntíma - og horfði á fyrrnefndan (alts°a (pirrandi að bollan fari aldrei yfir a-ið í Linux) í síðustu færslu) 30 Rock þátt og endinn (er það ekki endir/um endi/frá endi/til endis og endi/um enda/frá enda/til enda?) á Kops.
Verður betra:
Í morgun vaknaði ég með flensukeim sem pabbi hefur smitað mig af, svo lesturinn fyrir heimspekiverkefnið sem ég ætlaði að vippa fram áður en ég færi í laufabrauðsgerð í faðmi fjölskyldunnar, tók sirkabát þrefaldan þann tíma sem hann hefði gert án flensukeims - og ég er ekki enn búin með þetta verkefni - það verður verkefni kvöldsins.
Þegar ég ákvað að skella mér af stað út á Álftanes að verkefninu óloknu fór bíllinn ekki í gang. M, gaman. Ég reyndi að hringja og redda og hringja og redda, en það reddaðist ekki. Þá ýtti ég honum af stað, ein (það var hlohl), hoppaði svo undir stýri (líka hlohl), en fattaði þegar hann var kominn á fulla ferð niður brekkuna í Úthlíð að það er auðvitað ekki hægt að ýta sjálfskiptum bílum í gang, þeir þurfa að vera í park til þess að þeir fari í gang. Tryllt.
Mér tókst þá með erfiðismunum að smeygja honum inn í langsum stæði, þótt litlu munaði að ég klessti á bílinn fyrir framan - þar sem stýri og bremsur á bílum sem eru ekki í gangi eru mjög stíf.
Þar sat ég pirruð og leið og buguð og hringdi fleiri reynaðredda-símtöl, þar til pabbi góði kom heim og lánaði mér bílinn sinn, svo ég komst að gera laufabrauð. Það var awesome, skar út S fyrir mig og Ó fyrir pabba.
Sökum þess að ég var sein í laufabrauðsgerð (fyrst um þremur tímum vegna verkefnisins, svo um einum og hálfum tíma vegna bílavesens) dvaldist ég lengur við á Álftanesi en áætlað var og var komin í Kennó (Menntavísindasvið HÍ) - til að fara á tónleika í boði Aspar - klukkan sjö, í stað segs. Þar tók Ösp við mér og sagði:
"Ég vaar að klára..."
Ég hélt ég færi að gráta - en ég gerði það ekki af því að ég er svo hörð. Í staðinn skemmti ég mér yfir atriðunum sem eftir voru, kom svo heim og kláraði þessa bitru, bitru færslu sem ég byrjaði á í dag á meðan ég beið eftir að pabbi kæmi heim með bílinn.
Hugljúf og hressandi saga.
---
Aftur kom sjúklega löng færsla. Þú ert hetja ef þú last í gegn. Og enn meiri hetja ef þú last (eða lest núna) líka færsluna fyrir neðan. Hetja.
Hann er líka hetjan mín:
Gaman að sjá hann syngja og stjórna á sama tíma - fyrir utan hversu fáránlega fallega hann syngur.
-Stef.
*Eftiráinnskot*
Þrátt fyrir fáró leiðinlegan dag ákvað ég að reyna að gera heiminn að betri stað og tók upp í bílinn tvo íslenska táningsdrengi á leiðinni af Álftanesinu. Þeir voru illa klæddir í nístingskulda að reyna að komast í Hafnarfjörð svo ég keyrði þá auðvitað áleiðis, alveg svona tíu mínútna (er ég að ýkja?) akstur á áttatíu kílómetra hraða - fullt af ísköldu labbi sem þeir sluppu við.
Ég sagði þeim að pay it forward - vonandi gera þeir það.
Karma, krakkar.
*innskotilokið*
laugardagur, nóvember 29, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
ég las allt þetta blogg og líka tinu fey bloggið fyrir neðan. gaman að sjá fleiri sem dýrka tinu fey, hún er svo sjúklega mikið fyndnust! lova hana heví mikið í Mean Girls sem er ein fyndnasta mynd allra tíma (hunsaðu bara lindsay lohan).
ég lova líka fólk sem bloggar jafnmikið/meira en ég.
Ég lova þig!
æj krútt. hata svona daga, þeir eru margir svoleiðis í nóvember.. en svo kemur desember og þá koma jólin, jei! tökum okkur lærdómspásu einhverntímann á næstu dögum og fáum okkur ís!
ELSKAN, jólin eru handan við hornið og þá verður gaman. Við skulum ekki stressa okkur gjafaveseni, það er bara leim eins og málin standa í dag! Sumir dagar eru bara fox-glataðir og það er einstaklega eðlilegt að verða veikur í prófum. Stressið er í hámarki og þá á líkaminn einstaklega erfitt með að díla við utanaðkomandi innrás! Er einmitt að læra um ónæmiskerfi heila og mænu. Það er spennó!
Gangi þér vel mín kæra.
S
ég er að veslast upp í sjálfsumvorkunn og örvæntingu.
þessi langa færsla fékk mig til að gleyma því
takk fröken steffbje
jeg las af . og hafði gaman af. sá þig ljóslifandi fyrir mér að renna þér niður götuna á stífum dauðum bíl. hló smá innra með mér
þu ert hetja!
uuuu allt meinti jeg, ekki af.,,, vandró
Ösp: ÞÚ ert krútt.
Sunna: Já, það er vit í því... Takk sömó.
Helga: Haha. Já það var gaman.
Takk sömó. Tótallí.
Skrifa ummæli