Búin að vera geggjað dugleg að horfa á 30 Rock og borða pappír (nei, en Jenna gerir það til að megra sig - ég borða bara súkkulaði og popp og ís og grænmetislasagna og salad (þarattlæ ég er búin að ræða þetta áður, það er allt í lagi að borða sjúklega mikið í prófatíð)).
Ég virði svo Tinu (já ég ætla að fallbeygja bandaríska nafnið "Tina" sem það væri íslenskt - ég kýs að gera það) Fey. 30 Rock eru ridikk (ætla líka að leyfa mér að skrifa ridikk) fyndnir þættir og Tina er deffó (kúl) búin að ryðja einhvers konar braut - ég á bara eftir að átta mig á því hvaða braut það er nákvæmlega. Hún virðist vera svo venjuleg (af því ég trúi því að allir séu í raunveruleikanum eins og þeir virðast vera þegar þeir leika skáldaða persónu í gamanþætti (reyndar er þessi byggð á henni sjálfri, held ég)) en samt svo fyndin! Og falleg en samt ekki gervifalleg eins og svo margar frægar leikkonur þurfa að vera til að komast áfram, því konur eru oft ekki jafn fyndnar og karlar (eða húmorljós þeirra nær a.m.k. oft ekki að skína, ef það er einhvers staðar falið), þess vegna þurfa þær að vera fallegar í staðinn, svo einhver nenni að horfa á þær.
Ég var að velta þessu fyrir mér um daginn og er komin með hálfkákskenningu sem er ekki fullgerð, og ekki heldur rökheld (eins og fokheld eða vatnsheld, nema rök). Áður en ég fer með kenninguna er ágætt að taka fram að þegar ég tala um konur og karla á ég við einhvers konar staðalímynd þeirra.
Það hefur verið minna um kvenkyns gamanþátta- og -myndahöfunda í gegnum tíðina, a.m.k. fyndna slíka. Konur hafa meira verið í að skrifa ástar- og dramaskáldsögur, og ekkert svo mikið í að vera fyndnar. Konur hafa á sér mjúka stimpilinn og karlar hafa á sér harða stimpilinn, þ.a. dramamyndir og -þættir eru stílaðar á konur, en hörkumyndirnar og -þættirnir eru stílaðar á karla. Undir hörkuflokkinn fellur svartur húmor, sér í lagi kaldhæðni og fönníbíkösittstrú-húmor, svo þar sem karlar tengja betur við karla en konur (og konur tengja betur við konur en karla), hafa karlar aðallega staðið í skriftum slíkra þátta, og konur ekki svo mikið.
Þessi tegund húmors virðist stefna í að verða ráðandi (kannski er það bara í mínu umhverfi - en ég held það sé ekki þannig (án þess í alvöru að vera viss)) og er ekki lengur húmor sem er mun meira stílaður á karla en konur. Hins vegar eru karlar ennþá ráðandi á markaði handritshöfunda af þessu tagi og virkilega fáar (sem ég veit um a.m.k.) konur sem ráðast á þennan garðinn (til þæginda skulum við kalla þær konur Tinur - og köllum karlana Tona).
Tilgáta1: Ekki er til jafn mikið magn af Tinum og til er af Tonum.
Almennt, þegar framboð er lítið er eðlilegt að hámarksgæði finnist ekki í jafn miklu magni og þegar framboð er mikið (fákeppni)(hlutfalls-/höfðatölupæling, eruðimeð?). Svo þar sem til er meira af Tonum en Tinum má draga eftirfarandi ályktun:
Tilgáta2: Ekki er til jafn mikið magn af fyndnum Tinum og fyndnum Tonum.
Ef við gerum ráð fyrir að tilgáturnar séu sannar, má segja það eðlilegt að það sé erfiðara fyrir fyndnar Tinur að verða í hávegum hafðar heldur en fyndna Tona, því samkvæmt tölfræði/líkindafræði er líklegra að þáttur sem sjónvarpsstöð kaupir slái í gegn sem gamanþáttur ef höfundur hans er Toni - svo líklegra er að sjónvarpsstöð kaupi þátt eftir Tona en Tinu (einföld bestun, krakkar). Þá (þegar þátturinn hans hefur verið keyptur) er auðvitað líklegra að Toninn slái í gegn heldur en Tinan.
Tilgáta3: Gamanþáttur sem við fílum er líklegri til að vera eftir Tona en Tinu
Vegna tilgátnanna þriggja held ég að konur séu hræddari við að athuga hvort þær geti orðið fyndnar Tinur heldur en karlar við að ath. hvort þeir geti orðið fyndnir Tonar (sem meikar samt ekki sens ef það er rétt hjá mér að fyndnu Tinurnar séu bara færri, en ekki hlutfallslega færri); maður vill ekki verða Tina/Toni nema maður geti orðið fyndin/n Tina/Toni, því ef maður er Tina/Toni án þess að vera fyndin/n, sinnir maður eiginverki sínu sem Tina/Toni ekki vel, og er eiginlega bara misheppnuð/aður Tina/Toni.
Tilgáta4: Konur þora síður að fara út í Tinu-bransann en karlar að fara út í Tona-bransann.
(Og það af órökréttri ástæðu).
Nú kemur órökstuddur partur, sem er eins og stendur bara óskhyggja:
Ég held að það séu fullt af mögulegum fyndnum Tinum til, sem eru ekki orðnar Tinur vegna þess að þær treysta sér ekki í erfiðari leiðina að garðinum. Það sem ég er að reyna að segja er að vegna staðalímynda held ég að konur þurfi að fara erfiðari leið að garði gamanþáttaritunar en karlar. Ég held á sama tíma að Tina Fey hafi rutt leiðina mjög mikið.
En svo gagnrýna konur konur mest, svo þær eru alltaf sín eigin fyrirstaða. Ef einhverjir munu koma í veg fyrir ruðning kvennaleiðarinnar inn í garðinn þá eru það konur, sem vilja ekki gefa öðrum konum of mikið kredit.
Is it?
Svo getur auðvitað vel verið að konur séu einfaldlega ekki jafn fyndnar og karlar, en þá er Tina Fey bara einstaklega svöl (sjúklega vel heppnuð einstök Tina) og dýrkun mín á henni ekki óréttmæt.
Aftur að Tinu Fey; hún er geðveikt oft "sjúskuð" (ég setti gæsalappir því hún er náttúrulega aldrei sjúskuð, hún er auðvitað alltaf búin að fara í gegnum mega meiksessjón, en er stundum gerð sjúskuð þar) og alltaf borðandi (eins og ég) (lýsingarháttur nútíðar, næs), fáró fyndin - og virðist vera svo venjuleg kona, en ekki einhver ofurkona. Hún er eiginlega bara nýja ædolið mitt.
Jack Donaghy hlægir mig (eins og grætir mig, nema andstæðan) einna mest:
Næsta mynd sem ég sé (fyrir utan þær sem RÚV eða aðrir mata mig af) verður Mama Baby. Þessi titill hljómar svo hræðilega, og ég veit ekki alveg með söguþráðinn - ég reyni að lesa sem minnst af aftanáspóluhulsturstextum því þeir gefa alltaf aðaltwistið í myndinni upp - en ég er að spá í að treysta á Tinu. Ég reyni frekar að velja myndir eftir leikstjórum, handritshöfundum, leikurum eða umsögnum. Stundum er það samt ekki í boði, og þá vel ég eftir aftanáspóluhulsturstextum.
Vá svo langur fannáll. Varstu hetja og komst í gegn?
Eitt loka:
Ég sá mesta hlohl-kvikmyndaatriði sem ég hef á ævi minni í kvöld (kannski var ég með svefn-/lærdómsgalsa) - í sænsku kvikmyndinni Kops. Watch it. Síríusslí; skylduáhorf! (Ég sá reyndar bara endann á myndinni og á því sjálf eftir að uppfylla skylduna, en ég ætla að gera það!)
Attlæ farin að sofa, laufabrauðsgerð á morgun.
Góða nótt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
KOPS er náttúrulega ein fyndnasta mynd sem ég hef séð.
Klokken er mange, du er taget til fange.. - á dönsku en á að vera á sænsku! Sjittt, fór í bíó á hana í DK 2003. Ætti eflaust að dusta rykið af henni og sjá hana aftur - PÆLING.
Digga Tinu Fey, hún er fyndin!
Já ég verð að sjá hana alla. Hér með jólamarkmið Sunnie. Horfum á þessa mynd saman. Helst væri ég til í að heyra tryllta hláturinn hennar mömmu þinnar með, haha.
eg komst ekki i gegn,
en horfði samt á myndbandið.
er of þunnur fyrir langt blogg.
Kæra fokkfeis, búin að blogga BARA FYRIR ÞIG. Bloggið fjallar meira að segja um próf og prófatíð. Ásamt þó umkvörtunum mínum um skólann minn, sem er jú daglegt brauð í bloggum mínum. Ahhh, svo lýsi ég þrusu djammi og því hve ég hlakka til að koma heim! Jebb - tryllt blogg hér á ferð.
p.s. ég er game í Kops. Sá fyrri mynd þeirra bræðra (þeir sem gerðu myndina er s.s. bræður) með mömmu líka í Regnboganum og ég skammaðist mín svakalega, því mamma hló svo offensively allt of hátt! Ahhhh good times..
S
Ari: Haha tryllt. Þynnka er alveg gild afsökun fyrir að lesa ekki langt blogg. En ég ánægð með að þú reyndir og horfðir á myndbandið.
Sunnie: Hahaha! (Þetta hahaha var tileinkað sögunni af þér og mömmu þinni í bíó). En hvað þú kættir mig, ég var komin í verulega vont skap (sjá í næsta bloggi held ég bara).
Ég tékka á blogginu þínu.
Skrifa ummæli