föstudagur, mars 05, 2004

mmm ljúft. skólinn búinn klukkan hálftólf á föstudagsdegi. beint uppí vaffemma þar sem að vinka stebba hiphop yfir gryfjuna gerði mér glaðan dag. heim svo að borða afganga af bjúgunum, karteflunum og uppstúfnum upphitaða í örbylgjuofninum gladdi daginn minn ennþá meira. í dag fékk ég litlu systur mína til að kúka yfir réttinn til að fá smá fjölbreytni. en núna er ég sprungin, því að ekki nóg með að ég hafi borðað of mikið af bjúgum, karteflum og uppstúf, heldur drakk ég svona fimmtán lítra af undanrennu. þetta er rosalegt. gott samt.

and i know there'll be no more tears in heaven

frábært lag fyrir frábært fólk!!! VEIJ! jæja ég er farin að sofa svo ég verði nógu hress eins og kex á eftir til að knúsa!

oj knúsa þetta minnir mig á knús í krús. það er það ljótasta. ömurleg auglýsing! maður ákveður að fá sér bollasúpu, þá vaknar blátt loðið skrímsli með ekkert höfuð, engan búk, engar labbir, engin brjóst, ekkert typpi, bara hendur og bringu. maður fer að gera allt klárt fyrir bollasúpuna, hita vatn, opna bollasúpupakkann, hella duftinu útí vatnið og hræra vatninu og duftinu saman. á meðan stekkur skrímslið af stað og hleypur eins og hendur toga og finnur vettvang bollasúpunnar með nefinu sem það hefur ekki eða eyrunum sem það hefur ekki eða augunum sem það hefur ekki. svo einmitt þegar fyrsti sopinn er að læðast inn fyrir varir manns stekkur ömurlega bláa skrímslið uppá mann og fer að knúsa mann! "knús í krús" með ömurlegri auglýsingaröddu.
það er semsagt verið að líkja tilfinningunni sem maður fær þegar maður drekkur bollasúpuna við tilfinninguna sem maður fær þegar ógeðslegt hóruunga ljótt blátt loðið skrímsli úr gerviefnum stekkur uppá mann og byrjar að knúsa mann og nudda mann, semsagt tilfinningunni: "ahhh ég er að verða geðveik!!!" mmm þá langar mig ennþá meira í þessa ljótu bollasúpu! (nei!)

en hvað um það, bara ein af ógeðslegu staðreyndum lífsins.
have it good folks. blebb.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008