Ég hef undanfarið velt fyrir mér réttmæti fullyrðingarinnar um að fegurð sé ekki hæfileiki. Mögulega kemur þessi fullyrðing til af því að fegurð byggir að mestu leyti á sýnilegri (feitletrað) erfða"heppni". Auðvitað má rækta fegurð, eins og annað. Ef henni er illa viðhaldið þá getur hún auðveldlega dvínað og ef henni er vel viðhaldið þá getur hún dafnað (a.m.k. er oft auðveldara að taka eftir viðhaldinni fegurð). Þrátt fyrir þetta er mjög erfitt að verða virkilega (staðlað) fallegur ef ekki kemur til ákveðin erfðasamsetning. Þetta veit fólk. Þ.e. að útlit byggir að mestu leyti á erfðum.
Ástæðan fyrir því að ég geri við þetta athugasemd er einmitt að margt sem telst til hæfileika er ekki endilega eitthvað sem allir (skáletrað) geta orðið framúrskarandi í. Til að mynda íþróttafólk, tónlistarfólk og akademískt fólk. Innan hvers þessara sviða finnast tveir einstaklingar sem hafa lagt svipað mikið á sig - en annar þeirra er einfaldlega betri. Sennilega hefur þetta eitthvað að gera með erfðir (umhverfi líka, auðvitað - en a.m.k. erfðir að einhverju leyti). Þrátt fyrir þetta dregur fólk síður í efa hæfileika einstaklinga á þessum sviðum en hæfileika einstaklinga í fegurð.
Ég held þess vegna að nýtilkomin afstaða mín sé að hægt sé að vera hæfileikaríkur í fegurð. Fólki finnist bara eðlilegra að vera hæfileikaríkur í einhverju þar sem erfðir hafa ekki jafn sýnilegt hlutverk.
laugardagur, apríl 09, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
góðar pælingar, ég hef líka verið að pæla í þessu, hvað er það sem stjórnar staðlari fegurð hvers tíma, eru það bara peningar og frægð? er einhver undirliggjandi fítusar sem gerir það að verkum að okkur finnist einhver fallegur eða ljótur, eins og af hverju erum við með hár á hausnum, af hverju? hvaða gagn gerir þetta hár? af hverju eru ekki allir sköttir já eða eru bara með jafnmikið hár um allan líkamann. kannski var þetta til að verja okkur fyrir sólinni, en svo varð þetta eitthvað kyntákn. Heilbrigt og fallegt hár, já svo verða margir kallar sköllóttir sem almennt er talið óaðlaðandi, ég meina kannski vitað hvað velur skalla, en afhverju? láta konur vita að þessi sé orðin svo og svo gamall, ekki gott sæði?
en það er gaman að velta þessu fyrir sér
Mér finnst líka magnað að sjá og finna hvernig útlit á fólki breytist með persónuleika þeirra þegar maður kynnist því betur, ein falleg stelpa sem ég man eftir sem varð bara ugly vegna fílu, sjálfmið og þröngsýn. hvað í fokkanum er í gangi marrrrrrrrrrr
Skrifa ummæli