mánudagur, nóvember 02, 2009

Yann Tiersen

Þessi tími árs hefur svo undarleg áhrif á mig.

Undanfarnar vikur hafa verið tiltölulega dramatískar á fjölda vegu. Það er langt síðan svona margt hefur dunið á. Held ég. Þá er ég svosem ekki að vísa í neitt alvarlegt, bara nokkur atvik sem hefðu mátt fara öðruvísi. Þegar ofan á það bætist skammdegið og endalausa álagið í skólanum verð ég hálf þróttlaus.
Í mér býr útþrá og tilbreyting.

Mér finnst Yann Tiersen fanga þessar tilfinningar. Tilhugsun um eitthvað frábært, angurværð minninga en jafnframt eitthvað þungt á sveimi. Undarlegt.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008