Innskot:
Ég heyrði þáttastjórnendur í útvarpinu í gær nota orðatiltækið "að renna sitt skeið á enda" vitlaust. Það var semípirrandi.
Innskoti lokið.
Þeim, sem vilja minnast mín, er boðið í lummur og kaffi á sunnudaginn klukkan þrjú í tilefni afmælisins. Það verður jafnvel súkkulaðikaka.
Þeim, sem vilja minnast mín á annan hátt, er velkomið að gera það líka. Mér finnst allt í lagi þegar fólk minnist mín.
Ef ykkur vantar heimilisfang þá bara hafið þið samband.
Þetta er ég að missa stjórn á lífinu í tvítugsafmælinu mínu (í fyrra, eins og gefur að skilja):

Hver veit nema ég klúðri lífinu á sunnudaginn líka?
Spennandi...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli