sunnudagur, maí 06, 2007

Ég var klárlega í léttasta stærðfræðiprófi í heimi á mánudaginn.
Nei það er lygi.
Og ég eisaði það.
Nei það er líka lygi.

Ég er búin í þremur prófum. Ég er ekki búin að vera dugleg. Svo langt frá því. Ég tapa ekki (það þýðir ég fell ekki), en ég vinn samt ekki (ég fæ ekki tíur). Það verður jafntefli (það þýðir að einkunnirnar verða á bilinu sjö til níu).

Vangavelta:
Að vera grátt leikinn.
Er maður þá leikinn á gráan hátt, eins og illa leikinn, t.d. því leikurinn er á gráu svæði eða það er grátt að vera svona illa leikinn?
Eða er maður leikinn þar til maður grætur?

Ef það er hið fyrrnefnda, þá er lífið að leika mig mislitt. Sumir litirnir eru alveg hressir, rauðir jafnvel, eða gulir. En sumir litirnir eru frekar litlausir, eiginlega bara gráir. Dökkgráir. Ég er ekki alveg sátt við dökkgráan eins og er.
Það er reyndar aldrei ásættanlegt að vera grátt leikinn af lífinu. Maður á ekki að leyfa lífinu að leika sig grátt.
Lífið nefnilega snýst ekki um hvað kemur fyrir eða hver atburðarrásin er. Það snýst um hvernig tekist er á við það sem kemur fyrir og hvernig spilað er úr atburðarrásinni. Ég get alveg staðhæft það og efast ekki um að margir geta staðfest, að allt er betra ef litið er á það jákvæðum augum. Það er bara þannig. Jákvæðni er algjör life saver. Í alvöru.

Og núna er ég eitthvað kjánalega ósátt við hvernig ég er að takast á við atburðarrásina. Ég er að leyfa lífinu að mála mig gráa. Ég gæti allt eins rétt lífinu gráa litinn og opnað mig eins og litabók.
Kjánalegt að vita af því en vera ekki búin að stoppa það.

En hressu litirnir eru samt awesome. Ég tek þeim fagnandi.

Prófin búin 11. maí. Nætur í pabbahúsum verða í lágmarki í þónokkurn tíma frá þeirri dagsetningu. Ég ætla til Akureyrar. Svo ætla ég til útlanda, nokkurra. Svo ætla ég að flytja
að heiman yfir sumarið. Þá ætla ég að búa með Lúcíu. It will indeed be very very awesome.
Það er one bright color sem lífið er að leika mig.

Weeell. Ég er farin að sofa. Eða eitthvað þannig. Ég er þreytt. Þreytt eftir að hafa verið fáránlega dugleg í allan dag. Ekki að læra, eh no no. Heldur að vera úti að hlaupa, labba, vera í fótbolta, hoppleik, sláleik, a-s-n-i-.-i-s og þess háttar.

Virkilega góður dagur.
Pabbi kominn heim frá Kína.
Leyndarmál komin upp á yfirborðið.
Sólin farin að skína reglulega.
Sundferðir farnar að gefa freknur.
Þolinmæði og skilningur ríkjandi.
Fólk að koma til Íslands og fólk að koma til Reykjavíkur.
Útlönd framundan.
Plenntí of löv.

Já, frekar gott bara, myndi ég segja.
Hver var að tala um grátt eiginlega?

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008