mánudagur, febrúar 05, 2007

Bloggað á sunnudeginum:

Vá, snerting er svo skrýtin í dag. Ég finn svo fyrir öllu. Ótrúlega undarleg tilfinning. Góð sko. Til dæmis finnst mér lyklaborðið á tölvunni minni ótrúlega notalegt viðkomu. Óeðlilega meðvirkt og þægilegt.
Áðan sat ég líka að læra og líffræðibókin mín var silkimjúk.

Gaman að því.

Að öðru og stórkostlegu, sem ég verð að segja frá!

Heppnin hefur verið með mér og Sigrúnu þessa helgi. Þannig var að ég keypti mér ótrúlega flott, gyllt armband á föstudaginn, á útsölu, og var himinlifandi með nýja dýr(eðaekkisvosdýr)gripinn. Ég tapaði armbandinu án þess að taka eftir því á föstudaginn og gerði mér engar vonir um að finna það aftur, eh no no!
En viti menn! Ótrúlegt en satt þá rambaði ég á réttan stað, spurði um það og það fannst! En ótrúleg hamingja.

Sigrún týndi myndavélinni sinni síðustu helgi (tvítugsafmælisgjöfin hennar frá okkur Sunnu Dís, Magga og Einari, takk fyrir pent). Við vorum búnar að leita á götum bæjarins og skemmtistöðum, en ekkert fannst.
Við köstuðum því jafnvel fram hvað það væri nú gaman ef einhver kæmi bara til hennar og segðist eiga af henni fullt af myndum, og skilaði myndavélinni hennar svo. Yeaaah riiiight. Líklegt.
Nei, nei. Haldiði ekki! Í gærkvöldi kom til hennar ónefndur, ókunnugur drengur og sagðist eiga fullt af myndum af henni. Hahahaha. ÞVÍ HANN FANN MYNDAVÉLINA! Og skilaði henni.
Æðislegt, enn meiri hamingja, því myndavélin var sannarlega dýrgripur (en ekki ekkisvomikiðdýrgripur).

Enda á mynd frá smá sttelpuhittingi á föstdeginum. Armbands-Stefanía, Myndavéla-Sigrún og CrazyDancer-Ragna:




Bleeess.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008