laugardagur, apríl 29, 2006

Ég setti loksins inn nokkrar myndir krakkar mínir. Frá tvítugsafmælinu hennar Hildar Harðar á Húsavík, þar sem þemað var glimmer/gay - mæli með því að þær séu skoðaðar, haha. Þar er Gay pride í hámarki - og frá grillinu í Kjarnaskógi í gær. Vá hvað það var ógeðslega gaman. Þemað var hamingja. Hoho. Fullt af hamingjumyndum.

Kvöldið:
-Kjarnaskógur kl. hálfsex í ótrúlega frábæru veðri.
-Fyllerí hefst.
-Mikill og góður matur grillaður, allt frá pylsum og hamborgurum að humri og kjúklingabringum.
-Heim klukkan hálftíu, meira áfengi - ennþá sól á himni.
-HomMA partý hjá Arnari klukkan hálftólf. Troðið útúr dyrum, plötuspilari og góð tónlist. Awesome. Fullt af skemmtilegu fólki.
-Dátinn downtown Akureyri. Ég fékk mitt fyrsta danstrans. Vá, ég hef ábyggilega aldrei á ævi minni dansað jafn mikið og villt. Svo gaman sko.
-Hláturskast með góðu fólki fyrir fyrir utan Stjörnusól - hamingja í hámarki.
-Eftirpartý fyrir tvo heima hjá mér. Awesome.

Takk fyrir kvöldið allir. Vá. Sérstaklega Ómar, Ösp, Ari, Hildur Franklín, Aníta, Jonni, Guddimagg, Sara, Hildur Harðar, Stefán Þór, Stefán Jökulsson, Siggi Ólafs, Addi Kan, Arnar, Ásgeir, Lilja, Sverrir og svo margir margir margir aðrir.

All riiight. Já og munið að tékka á myndunum; neðstu tveir linkarnir hérna við hliðina.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Ok.

Ég er mjög loðin á höndunum. Ég hef alltaf verið mjög loðin á höndunum. Ég er fyllilega vön því að vera loðin á höndunum og er löngu komin yfir það að finnast það neyðarlegt og leiðinlegt. Það gerðist ekki fyrren um 12-14 ára aldur, á að giska, að ég jafnaði mig á þessum aukaklæðum handa minna - og það var eftir að ég sjálf þurfti um árabil að reyna eftir fremsta megni að sannfæra sjálfa mig um að það væri alls ekkert athugavert við þetta.
Þegar ég var enn yngri þá angraði þetta mig svo mikið að ég tók uppá því (oftar en einu sinni) að raka af mér öll hár á höndunum. Þetta gerði það auðvitað að verkum að hárvöxturinn varð meiri.

Núna, þegar ég er sátt, kemur í ljós að Ómari finnst þetta fáránlegt og ljótt og kjánalegt að ég (og stór hluti kvenkyns) sé sáttari við að vera loðin á höndunum en fótunum (sbr. að vaxa og raka á sér lappirnar). Ég hef það á tilfinningunni að það liggi við að honum bjóði við þessu (bara smá ýking).

Jæjah. Þar fór áralöng sjálfstraustsuppbygging.

Frábært páskafrí. Gott að gera ekkert í bland við bara skemmtilegt í marga daga. Smá samviskubit til staðar vegna lærdómsskorts.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Mér finnst eins og ég sé alltaf að blogga eða tala um staffadjamm. Það er líka svo mikið um þau á uppáhaldsvinnustaðnum mínum. Veij. Takk fyrir gærkvöldið, Buzz people.
Greifinn, krakkar, mæli með honum.

Ég fór í fjallið í dag. Færið var ömurlegt og það var fáránlega mikið rok - ég fór reyndar ekki fyrren klukkan fimm. Það var enginn snjór, þetta var bara klaki.

Brettaferð, þriðjudaginn 11. apríl 2006:
Ég byrjaði á því að detta á bossann og vegna klakans var það alveg pínu vont. Eftir það "kantaði" ég, eins og Hafdís mín (Greifayfirmaðurinn minn) vill kalla það; það er þegar hliðarkanturinn á snjóbrettinu rekst niður og maður svífur um stund, pompar svo nokkrum sinnum og endar með því að renna smá spöl. Við það fall fann ég ekki fyrir vinstra hnénu mínu fyrst um sinn. Haha, en steikt. Jæja.
Á þessu stigi máls var ég orðin svona smá óörugg og eiginlega bara pínu pirruð á brettinu mínu, færinu og sjálfri mér fyrir að standa mig ekki eins vel og daginn áður (kenni færinu algjörlega um þessi óhöpp).
Þá, skyndilega, einn, tveir og "kant" númer tvö - afturábak (kabarutfa)! Ég fékk tímabundið flughæfileika og flaug með bakið á undan niður brekkuna, pompaði í tíunda veldi með rassinn í klakann og fann bakið á mér braka upp allan hrygginn, lið fyrir lið, þar til einn hressilegur lokahnikkur kom á hálsliðinn. Á meðan og aðeins eftir að ég fann fyrir hverjum einasta hryggjarlið smella, rann ég og valt í smástund (þið gerið ykkur grein fyrir því að smá stund í tilfellum vandræðalegra misstiga og alvarlegra slysa er u.þ.b. 2-10 sekúndur - þessi smástund var t.d. svona tvær).
Ég endaði kylliflöt á maganum í miðri brekku.
Í ljósi þess að strákur sem ég þekki bakbrotnaði á snjósleða í gær (takið eftir því að núna er eftir miðnætti svo það var tæknilega séð í fyrradag - ekki það að það skipti neinu máli), fólk hefur slasast illa á snjóbretti, ég var orðin lemstruð eftir fyrstu tvö dettin (samkvæmt minni orðabók er krúttlegt að taka sagnorð og breyta því í nafnorð) sem ég lýsti og ég var orðin pirruð og hrædd um eigin líkama, lá ég grafkyrr áfram í brekkunni, hágrátandi því ég var svo hrædd um að ég væri bak- eða hálsbrotin og ef ég hreyfði mig gæti ég lamast eða dáið.

Gott, Stefanía. Ef Ómar hefði ekki komið og sannfært mig um að ég væri bara vænisjúk og það væri allt í lagi með mig, þá lægi ég ábyggilega ennþá uppí Hlíðarfjalli með frosin tár og ekka.

Mér líður ágætlega núna fyrir utan smá eymsli í hnjám og rófubeini og óbærilega stífan háls.

Ótrúlegt hvað hugarástand, áhyggjur og andleg líðan getur látið mann gera eða gera ekki (ég stóð t.d. ekki upp og hélt áfram að leika mér á bretti eins og ég hefði vel getað og átt að gera - haha).

En hvað það er gott að vera í páskafríi.

sunnudagur, apríl 09, 2006

Ég er búin að læra að sviga! Haha! Það er frábærara en að skoða myndir af sjálfum sér.

Ég fór á bretti í fjórða skipti á mörgum árum síðustu helgi. Þá helgi uppgötvaði ég að það gæti alveg verið eitthvað varið í það rugl (þ.e.a.s. að stunda snjóbretti).

Í dag keypti ég mér snjóbretti á kostakjörum og Ómar gerði slíkt hið sama. Við fórum svo í fjallið til að halda uppá snjóabrettakaupin og ég svigaði! Fullt!
Ég datt líka. Fullt.

Haha.

Nú erum við svona kærustupar sem fer saman í fjallið (og kannski í framtíðinni í brettaferð í Alpana). Oh dear lord (fyrirgefið að ég skuli leggja nafn drottins guðs við hégóma, nafnið hans fer bara svo vel við fögnuð (lítur þetta út eins og ég sé trúuð? Ég er það (því miður?) ekki)).
Við erum líka svona kærustupar sem eyðir laugardagskvöldi heima að spila Scrabble, Popppunkt eða Pic/Actionary.

Krúttlegt.

Jæja. Ég ætla að fara að hafa það kósý með einn bjór og bók.

Gleði all around.

Bless.

föstudagur, apríl 07, 2006

Við unnum!

Í dag er ég búin að gera minnst í heiminum. Í dag svaf ég líka í fimm klukkutíma. Vá.

Hér kemur saga:

Ég er að vinna alla helgina og komst ekki með í menningarferð vegna þess. Ég er að vinna um páskana og þarf að fara ein á Akureyri ef ég fæ ekki frí. Það er vegna þess að fjölskyldan mín býr í Reykjavík og fjölskyldan hans Ómars á Egilsstöðum og hann verður hjá sinni um páskana. Tár.
Hver á þá að fela páskaeggið mitt? Sáraég.

Já. Það getur verið gaman að skemmta sér með vinnufélögum sínum. Kannski þeir geti falið páskaeggið mitt?

Ég skemmti mér konunglega á síðasta starfsmannadjammi (það er óþarfi og óviðeigandi að taka fram hvaða dag það átti sér stað, þeir vita það sem eiga að vita). Eftirpartý og rúnt og tvíhöfði og ávaxtatóbak og myndir og gamlar myndir og tælensk klámblöð og rastahúfa og svo margt fleira. Ekki má gleyma; mjög skemmtilegt fólk. Ójá. Heim klukkan sjö.

Ég ætla að fara að gera ritgerð, vona ég.

Til hamingju Ásgeir, Magni og Tryggvi. Stórkostleg frammistaða.
 

© Stefanía 2008