sunnudagur, september 26, 2004

fýnelalanín er eitt skemmtilegasta orð sem ég hef á ævi minni heyrt. nokkurn tímann.

símon segir... NEI! köttaðu á þetta.
fýnelalanín segir kúkaðu drengur!

ég er búin að borða ómælanlegt magn af ís í dag.
það þýðir ekkert endilega að ég sé búin að borða eitthvað sjúkt mikið af ís, hversu heimskur er maður sem ályktar það. ég gæti til dæmis ekki borðað tvö tonn af ís (ég er ekki að segja að ég geti ekki borðað mikinn ís, það er bara ekki líffræðilega mögulegt), samt er það mælanlegt.
það sem ég á við er að ég borðaði fyrst vesturbæjarís í boxi með lúxusdýfu og daim-kúlum vegna þess að sunna kom færandi hendi (sunna systir mín stjúp), svo komu pabbi og co. heim úr sundi, einnig færandi hendi, með eitt risabox á mann handa mér og sunnu, fullt af jarðaberja- og súkkulaðiís (sem við reyndar kláruðum alls ekki), nú og síðast en ekki síst var ís í eftirmat í kvöld.
það er ómögulegt að segja hve mikið magn af ís þetta er, því tala ég um ómælanlegt magn af ís.
til að bæta upp fyrir þetta ísát (og eitt kíngsæsmars í dag líka) fór ég auðvitað í sporthúsið góða.
þar angaði allt af svita annarra manna, en það er gott fyrir skilningarvitin.

já fyrir ofan mig býr maður sem spilar mikið á píanó. ég held að mitt herbergi sé hljóðbærast á píanóspilið af öllum hlutum hæðarinnar sem ég bý á ásamt föðurmínumstjúpmóðurstjúpsysturoglitlumsexáratvíburagemlingum
semeruhálfsystkynimín.
sunnudagar eru einmitt hans helstu spiladagar. þá byrjar hann að spila klukkan tólf á hádegi og spilar þar til hann fer að sofa, með smá matarpásum ef skap leyfir.
það getur verið mjög notalegt, en það getur einnig ært mann svo að sú torstjórnlega löngun til að banka uppá hjá honum og biðja hann kurteisislega til þess að koma píanóinu mjúklega fyrir á tilteknum stað í líkama sínum þar sem sólin skín ekki, ef þið vitið hvað ég á við, blossar upp í manni svo heiftarlega að maður er við það að binda sig niður með mannshárum (sterkustu hárin) til þess eins að hemja sig.

ég á afmæli eftir ellefu daga. mig langar á hárið. mig langar í modest mouse diskinn. mig langar í kid a og amnesiac (sem einn mesti aðdáandi radiohead allra tíma, tel ég það skömm að eiga ekki þessa tvo diska með þeim. það er fyrst og fremst vegna þess að fyrst um sinn líkaði mér ekki tölvuvæðing hljómsveitarinnar. en nú hefur mér (já fyrir löngu síðan) snúist hugur og ég tilbið nánast öll lög þessara diska. mig vantar þá.). mig langar í klippingu. mig langar að vera að gera eitthvað allt annað en að vera í skóla. til dæmis ekki vera í skóla.

okey ég er farin að lesa sjálfstætt fólk.
klára bókina?
skömm.
svei.

kegs.

föstudagur, september 24, 2004

ohhenpirrandiaðþaðséenginnbúinnaðkommenta!

égerannarskominmeðnýjastefnu.húnfelstíþvíaðgeraaldreibil.segjum
baraaðlyklaborðiðhafiveriðbetraogéghafiséðbetrispacetakka.
égersamtbaraaðgefaískynaðspacetakkinnsébilaðurtilþessaðþiðhaldið
þaðogséuðekkibaraeitthvað"ohsteffýþroskastu"...afþvíhannerekkert
bilaður,þaðeralltígóðumeðþennanspacetakka,mérfinnstþettabaramjög
fyndið.afþvíégermeðmjögskemmtileganhúmor.hahaha.
þettabyrjaðisamtbaraafþvíaðégsatávinstrihöndinniminniognenntiekki
aðekkisitjaáhenniþvímérvarsvokaltáhenniogégnenntiekkiaðhreyfamig
ogafþvíégsatáhenniþávarbaraauðveldaraaðgeraekkibil.ogmérfannst
þaðgeðveiktfyndiðþannigaðéghéltþvíbaraáframþóégsénúnameðbáðar
hendur.þaðersamtalvegfrekarerfittaðveraaðskrifaáfulluognotaaldrei
spacetakkannþvíþumalfingurerþábaraóvirkurogmaðurfæralltafsvona
tilfinninguíhannaðýtaáspacetakkannþannigaðmaðurereiginlegalengur
aðskrifaánþessaðnotaspacetakkannheldurenefmaðurnotarspacetakkann.

égþakkafyrirmigíkvöldogbýðykkurgóðanótt.
það getur samt náttúrulega vel verið að hann hafi ekki farið í myndatöku skomm.

já einmitt. náttúrulega.

ég er semsagt byrjuð í líkamsþjálfun. og við fengum svaka af----slátt. slá af. það var slegið af. við vorum slegnar. beint í hausinn. nei.

skólinn er skemmtilegur. reykjavík er ágæt. semíágæt. engin akureyri en svosem ágætur staður.

í dag var vinadagur. þá á maður fullt af vinum og maður á að kynna vini sína fyrir öðrum. allir standa í hring og allir eiga að kyssa rassinn á manneskjunni sem stendur hægra megin við sig.

ég er með rosalega löngun í gulrót núna. mig langar að ná mér í gulrót inní ískáp, flysja utan af henni ysta lagið og borða hana svo. gulrætur eru nefnilega mjög góðar og sérstaklega þegar það er búið að taka ysta lagið af þeim.

já og vinadagurinn er ekki eins og ég lýsti hér að ofan.

ég veit ég er ömurlegur bloggari. ég veit ekki hvað kom yfir mig. vanalega hef ég mjög gaman að því að tjá mig. kikk.

einu sinni var ég borin útí bíl af strák sem er kenndur við spark.

braceface.

núna ætla ég að fara að lesa sjálfstætt fólk. ég ætla að klára þessa bók um helgina.

vitiði hver er ein besta mynd allra tíma? hún heitir american beauty. vá hvað hún er góð. og ég elska þegar caroline - eða mamman í myndinni sem ég man ekki hvað heitir en caroline er fast í hausnum á mér, samt finnst mér eins og það sé rangt og ég tengi þetta nafn eiginlega bara við roses með outkast (oj það minnir mig á atriði á dátanum) - segir "i will sell this house today!" og endurtekur það svo á meðan hún er að þrífa húsið hátt og lágt.
mikið rosalega mæli ég með þessari mynd, aftur og aftur, ég er ekki með töluna á því hve oft ég er búin að sjá hana. en ef þið eruð ekki búin að sjá hana þá verið þið að gera það sem fyrst.

kegs.

mánudagur, september 20, 2004

ég kann family guy stefið! það er frábært.

it seems today
that all we see
is violence in movies and sex on tv

but where are those good old fashoned values

on which we used to rely
lucky here's a family guy
lucky here's a man who
positively can do
anything that makes us

laugh and cry

he's
a
fam (i)
ly
guuuuuyyy.

en hvað þetta er frábært lag. ég og páll erum góð í því saman, við eyddum smá tíma í að læra þetta um daginn. hann kannettágítarnúna og ég er söngkonan. nokkuð gott skomm.

núna er ég byrjuð að vera dugleg að læra.

ég er farin að blogga um líf mitt og afþreyingu... það er náttúrulega viðurstyggilega ömurlegt.
en mér er alveg sama.

á föstudaginn fór ég í leikfélagsferð og hún var orgía. þessar leikfélagsferðir eru bara ein orgía. vitaskuld er elítan bara með. ég meðlimur? ójá.
ókey þetta var grín, auðvitað var þetta ekki bara elítan. en það var ekki grín með að ég væri hluti af elítunni.
grín.

laugardagskvöldið skástrik nóttin fór í að keyra einu sinni uppí kópavog, þaðan í breiðholt, þaðan niðrí bæ og aðeins um bæinn, þaðan uppí breiðholt, þaðan niðrí bæ og mikið um bæinn, þaðan uppí breiðholt, þaðan niðrí bæ, þaðan útá seltjarnarnes, þaðan í hamrahlíð, þaðan uppí breiðholt, þaðan niðrí bæ og soldið um bæinn og að lokum HEIM.
ertað grínast með þetta? nei! svona var kvöldið. fáránlegt. já það var semsagt partý uppí breiðholti og ég stundaði það að redda fólki niðrí bæ og uppí breiðholt og heim úr teiti og uppí breiðholt og trallallalla á bílnum hans páls.
einhver að reyna að segja mér að það borgi sig ekki að drekka? REYNDU!
grín... eða svona semí-grín.

já þess má geta líka að the shagon wagon varð bensínlaus á sæbrautinni á leiðinni frá kópavogi til breiðholts. já þess má geta líka að ég sjálfviljug hjálpaði til við húsþrif eftir teiti.
já þess má geta að ég var timbruð meðan á þessu stóð. já þess má geta að það er vegna þess að leikfélagsferðin var svall;
18.45: lagt af stað frá emmhá.
20.00: mætt á staðinn.
20.01: byrjað að drekka.
bras.
fyllerí.
orgíur.
trúnó.
götuleikhús (með undirritaðri í aukahlutverki sem verðskuldaði óskarsverðlaun).
00.30: ekki meira minni.
01.00: horfin.
04.00: fundin, liggjandi ofan á eigin eigum ásamt annarra á komandi svefnstað, ekki mjög lífleg.
10.30: vakin við söng: oh what a beautiful morning, oh what a beautiful day o.s.frv. - hífleikinn í ágætismagni ennþá.
11.00: þynnkan nær hámarki og heldur því næstu þrjá klukkutíma.
13.00: lagt af stað heim, enn við hámarksþynnku.
13.30: stoppað í eden í hveragerði til þess að innbyrða næringu.
14.00: þynnkan fer að dvína, en hverfur þó ekki fyrren næsta dag.

ég er farin að læra. sædabrauðsbörnin mín.

á tin ín. g sa a þ . é i ef ir s á.

crack the code thugs. nei ekki gera það...

kegs.

föstudagur, september 17, 2004

skomm. ég er veik. það er ömurlegt. ég vaknaði dáin í morgun. nei grín það er ekki hægt. en ég er með drullutussukvef og hausverk og augnaverk og hálsbólgu og HELLU! ég þoli ekki að vera endalaust stíbbluð ásamt stanslausu nefrennsli því það gerir það að verkum að maður fær hellu. djöfull sökka þær mikið.

annars fór ég í besta bað í heimi áðan. það var mega. níu kerti, ein bók, heitt vatn, gufa, kvefolía (vöðvaslakandi og góð fyrir öndunarfærin)... hvað þarf maður meira til að láta sér líða vel? kærasta? já kannski, en þeir beila... og fara í keilu. AHAHA en fyndið að þetta hafi rímað svona skemmtilega. næstum því.

það var semsagt enginn skóli í dag fyrir stefaníu. heldur bara sof og les. samt kemst ég lítið áfram í þessari bók, miðað við eðlilegt fólk. ég er allavega skriðin yfir fyrstu tvöhundruð blaðsíðurnar, loksins! þvílíkar kröfuuur sem gerðar eru til að maður geti lesið hratt. fussogsvei.

inní mér lifir nú eldheit von um að stundataflan mín sé þægileg á morgun. plís eyða og plís skemmtilegir tímar.
ég býst nú svosem ekkert við því að sú ósk rætist. það er ekki eins og þetta líf sé eitthvað í því að gleðja mann. maður verður að finna sér eitthvað svaka sniðugt til að gera til þess að spjara sig í framtíðinni. þýðir víst ekki að hugsa bara um að skemmta sér í kvöld... neinei "hugsaðu um framtíðina! lærðu núna svo þú kúkir ekki á þig þegar þú eignast börn og bú og mann með kú!"

ekki vildi bjartur fá kú.

vá hvað þetta er mikið tuð, ég hef sjaldan heyrt annað eins síðan tara var og hét. hún er reyndar ekki liðin. en hún hefur ekki búið á akureyri í tvö ár. hún flutti til reykjavíkur. sem þýðir að ég bý núna í sama landshluta og hún. tara ef þú ert að lesa þetta, viltu þá skipta við dagný og björk?
pf þær vilja nú sennilegast ekkert vera að koma hingað, allavega ekki ms. daynew sem er án efa límd við kærastann sinn. bjarkargaur býr þó í amsterdam þannig að hún gefur sér aðra hverja helgi til að koma til mín hingað í stórborgina innan gæsalappa.

-"ég er oftast kölluð tara tuð, ég tuða svo mikið... það er samt ekkert rétt sko." segir tara uppúr þurru.
-"ég er samt ekkert akureyringur. ég tala alveg með reykvískum hreim og allt... ég flutti bara hingað þegar ég var tveggja ára. mamma og pabbi eru reykvísk." segir tara með akureyrskasta hreim sem fyrirfinnst.

ok kegs.

þriðjudagur, september 14, 2004

blogga? hvað er það?

en hvað ég er glöööð. ef eitt ell er tekið úr þessari málsgrein og err sett í staðinn þá er hún orðin lygi. ég er svo glöð að ég smæla framaní heiminn og hann smælar framan í mig!

sjálfstætt fólk er mjög góð bók miðað við það sem ég hef lesið af henni! það er nú meira en margir geta sagst hafa lesið skomm.

það sem drifið hefur á daga mína er alls kostar ekki merkilegt fyrir lesendur þessarar síðu. eða maður veit svosem ekki. allavega er ég uppfull af gleði þessa dagana og það eina í heiminum sem gæti mögulega kætt mit meira en þetta væri ef akureyrskir vinir og vandamenn mættu til reykjavíkur í smá hittingu.
já hér kom smá væmni, en hver hefur ekki gott af henni, mér er spurn?

ég hef kúka ekkertmeira að segja núna og ég ætla að fara að lesa um bjart í sumarhúsum sem er þrjóskari en ég og pabbi til samans og þá er nú mikið sagt (hann er jafnvel þrjóskari en bjöggi! þá manneskju hef ég aldrei hitt, enda er bjartur í sumarhúsum skáldsagnapersóna).

ég verð samt að segja það að hann pabbi minn er einn fyndnasti maður sem lifir á þessari jörðu. ekki svona hefðbundið fyndinn eins og uppistandari sem er fyndinn. heldur bara hvernig hann gerir og segir hlutina stundum hehe. og hvað honum finnst um sumt. ég er að pælí að segja eina sögu af honum og hér kemur hún.

ég kom heim á sunnudaginn og gekk inn í öskrin í júlíu (litlu systur minni) þegar hún æpti "WOW SÁUÐI ÞETTA *hlæjhátt*!"
á því augnabliki svaraði pabbi í símann þannig að ég sussaði á hana. ég bardúsaði smá og meðan á því stóð fór júlía inní herbergi að leika sér.
ég gekk inní stofu og kom þar að pabba að blása upp blöðru (daginn eftir barnaafmæli tvíburanna, þannig að allt var fullt af uppblásnum blöðrum). ég spurði hann þá með eilítinn háðspotta í röddu ásamt brosandi andliti:
-"pabbi minn af hverju ertu að blása upp blöðru? er ekki nóg af blöðrum hérna? haha"
hann fór að mynda bros á vör (eins og átta ára barn að leika sér með barnahristu og hefur laumulega gaman að því, en það hefur komist upp um það) og svarar um hæl glottandi:
-"við vorum í keppni um hvaða blaðra færi lengst..." - þ.e.a.s. blása í blöðruna og sleppa svo loftinu úr henni þannig að hún fljúgi áfram af krafti.
á þessum tímapúnkti var hann einn inní stofu að leika sér að þessu, engin börn á svæðinu.

hahahaha. hann er svo fyndinn.

þetta var sagan af pabba mínum, og þær eru fleiri sem bíða betri tíma.

kegs.

föstudagur, september 10, 2004

ég er búin að skipta um skiptingu. og hvað þýðir þetta? jú þetta þýðir það að ég var alltaf með hárið mitt skipt vinstra megin, en núna er það skipt hægra megin. þetta gerði ég vegna þess að hárið mitt er klippt á ákveðinn máta og það er orðið svo mikill lubbi núna að það býður ekki uppá vinstramegin-skiptingu lengur.

vegna þessarar draktísku breytingar hef ég komist að því, mér til mikillar undrunar og skemmtunar, að ég er með kæk sem ég hef lengi gert grín að í fari annarra. sá kækur er að hrista toppinn frá augunum með smá svona nikki í aðra áttina.
ég komst að þessu vegna þess að núna er ég ennþá föst gamla farinu að ég sé með vinstramegin-skiptingu og er alltaf að nikka höfðinu í vitlausa átt og þarf alltaf að segja "nei úpps - vitlaus átt" og laga svo toppinn með höndunum þannig að hann vísi í hina áttina. minn kækur er því einstaklega áberandi þar sem hann er öfugur. ég er búin að vera að leggja mig fram í að æfa mig að nikka í hina áttina undanfarna daga. it takes hard work sko.

FOKK ÉG Á AÐ SÆKJA BJÖRK Á FLUGVÖLLINN FYRIR ÞREMUR MÍNÚTUM!

kegs!

þriðjudagur, september 07, 2004

stolt manneskja.

ég er komin á skrið með sjálfstætt fólk. núna er ég komin inní bókina og er orðin bitur útí bjart frá sumarhúsum. fíbbl sem hann getur verið við sumarrósina sína.
en hvað ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér fyrir að hafa loksins komið þessu í gang.

fleira sem gladdi daginn minn? uu já!
ég fór á leikfélagsæfingu skástrik leiklistarnámskeið sem var hevví stemning. rosa útrás og bara alveg óendanlega hressandi.

marar: út.
geirar: inn.

á þessu augnabliki er ég glöð ung snót í mh. og ég verð að segja að það var einstaklega gaman að fá svona hressileika á el kommentos kerfos. takk fyrir sætu (sætu er æstu í annari orðaröð) rúsínupúngarnir mínir.

nú ætla ég að segja ykkur söguna af skápnum mínum.
það var einu sinni skápur sem var keyptur fyrir herbergið fyrir ofan bílskúrinn í móasíðu 7a (mitt herbergi), því þar var enginn fataskápur.
húseigendur fluttu og eigandi skápsins (ég) fékk herbergi með skápi í. skápurinn geymdist í dimmum og rökum kjallara í tvö ár, þar til eigandinn (ég) ákvað að flytja heim til föðurs síns (míns), í herbergi þar sem enginn skápur bjó í.
þá kom að því að skápurinn var dreginn aftur upp. hann var sendur í pörtum frá kjallara stórholts 6 á akureyri, til herbergis við inngang hæðar á háteigsvegi 12.
þannig fór þó að nokkrir partar gleymdust. þar má telja herðatrjáaslá, skúffur, skrautmuni og ýmsa fleiri viðarbúta. þess skal getið að þrátt fyrir það að herðatrjáaslánna vantaði, var festingin fyrir hana til staðar.
eftir langa bið; nokkrar ferðir með hina ýmsu skápaparta til reykjavíkur; ferðir í húsasmiðjuna með herðatrjáasláfestinguna til að athuga hvort ekki fengist ný slá (óvíst var hvort hin fyndist) og nokkur símtöl til akureyrar, fékkst loks allt sameinað í herbergi skápseiganda (mitt).
þegar sláin loksins berst til eigandans, kemur í ljós að festingin hefur tapast.

bömmer sittý.

þetta var saga skápsins. þetta er sorgarsaga í gegn og ég vil fá samúðarkveðjur. pabbi minn verður að festa slánna upp með skrúfu. þetta er klárlega hræðilegt og ég get vart tári varist.

kegs.

mánudagur, september 06, 2004

ég er lúin á þessu. devil is this a difficult life. ég nenni ekki að vera hérna lengur. mig langar til akureyrar. grasið grænna hinum meginn? svo sannarlega.

svo ótrúlega ósanngjarnt að maður skuli eyða öllu lífinu í að óska þess að það væri öðruvísi.
mig langar til:
  • belgíu.
  • akureyrar.
  • ástralíu.
  • að hlusta á geisladiskana mína.
  • að geta borðað eins mikinn ís og ég get í mig látið án þess að fitna.
  • að geta borðað eins mikið súkkulaði og ég get í mig látið án þess að fitna.
  • að vera hæfileikarík.
  • að vera mjó.
  • að fara í klippingu.

lesa sjálfstætt fólk? okey fokkíng sjitt. má ég fá meiri pening? má ég taka til baka nokkur ár í lífi mínu?

já mig langar soldið líka til að kvarta undan því að fólk skuli beila á reykjavíkurferðum og ekki láta vita af því. það er ofarlega á kvörtunarlistanum mínum. ÉG ÞOLI EKKI FOKKÍNG LANDSHLUTASKIPTINGAR. mig langar að vera allan daginn með öllum sem ég elska. mig langar að vera dópisti NEI.

ég er fokkíng farin. það er ekki einu sinni msn í þessari tölvu og þetta er ömurleg mús og þetta er ömurlegur skóli. vó. semsagt skóladagar eru misskemmtilegir.

ætti maður kannski bara að gefa þessum geirum smá tækifæri? sleppa þessum mörum. ég held þeir séu baaad neews. allavega heyrir maður það úr flestum áttum. fyrir utan það að marar eru dópistar. reyndar eru geirarnir það líka. en þessir geirar eru allavega í sama landshluta.

líf, ég hata þig.

kegs.

föstudagur, september 03, 2004

já núna er ég að reyna að standa mig sem aktívur bloggari. ég mun klárlega reyna mitt besta í að standa undir nafni. það þýðir vitaskuld engan veginn að tuða í fólki um bloggleysi og standa sig svo ekki sjálfur.

sorgarfréttir: ég komst ekki inní kórinn. en ÖMURLEGT. ömurlegt ömurlegt. eins og ég hef áður sagt; ég er ekki hissa en ég er mjög vonsvikin. þetta er náttúrulega klárlega ömurlegt.

daynew is mætt on the svæð ásamt sínum heittelskaða sem elskar hana til baka.
í dag mæta burkninn og óminn. og það er náttúrulega klárlega frábært.

ég er svo þreeeytt. fjórir og hálfur tími? hörkusvefn. fjórir tímar margar nætur í röð? hörkusvefn. ég er hörð. á morgun ætla ég klárlega að sofa út. úti? nei út.
ég þarf samt að lesa sjálfstætt fólk því ég þarf að gera eitthvað drullingtuss verkefni sem dettur svo út í fyrramálið þannig að ég hef ekki tækifæri til að gera það eftir daginn í dag. ég þarf að gera verkefni úr hundraðogfimmtíu blaðsíðum og þar af er ég búin að lesa tuttuguogtvær. sem er hörku.

jæjamm,
kegs flegs - korn flegs HAHA.

fimmtudagur, september 02, 2004

jæja já.

interfíkill púnktur is skástrik ekkilengur skástrik spurningarmerki

ég er náttúrulega klárlega ekki búin að vera upptekin heldur bara löt. ég hef ekkert að segja mér til varnar.
ég fæ ekki að vera kjallarvörður! djöfull sýgur það alla íbúa norðurkjallara. ég myndi standa mig svooo vel að því væri ekki mögulega lýst með orðum. en nei, steffý fær ekki að sýna frábæra kjallarastjórnunarhæfileika.
bitur? neinei... JÚ!
ekki er þó öll von úti enn... ég VEIT ekki að ég verð ekki kjallaravörður, en mig grunar það sterklega þar sem stjórnin forðast það að segja mér sannleikann.

fyrst að staðan er svona þá er eins gott að ég komist inn í kórinn. kórinn mokar flórinn. Ú! nei ég fór náttúrulega í elítu kórteiti síðastliðinn föstudag sökum of mikils svalleika af minni hálfu.
grín.

nú sit ég bara hér, í miðgarði menntaskólans við hamrahlíð í tölvunni á endanum sem er stödd við hlið prentarans. heví svöl. svört og bleik eins og svartur og bleikur sleikibrjóstsykur.

ég er náttúrulega klárlega að fara að hjóla heim, sækja bimmann sem býr fyrir utan nýja húsið mitt, keyra hann uppí smáralind, kaupa leikhúsmiða, fara heim, bíða eftir að dagný og björk komi.

þetta verður náttúrulega klárlega mjög mikil snilldarhelgi þar sem margir akureyringar ætla að mæta híngað í minn landshluta. en hvað ég hlakka mikið til.

ég var náttúrulega að pæla. síðasta færsla helgu fyrir flutning hljóðaði svona:
"kæra akureyri
þín á ég ekki eftir að sakna"

ég held því vitaskuld fram að ég sakni akureyrar mjög mikið. ég held ég hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að ég sakna akureyrar mest lítið. það sem ég sakna er vitaskuld fólkið.
nú var ég byrjuð að skrifa lista yfir fólk sem ég sakna. ég hætti við að opinbera hann vegna þess að á svona listum er maður í mikilli hættu.
miklar líkur á að einhver gleymist akkúrat á því augnabliki sem maður skrifar listann.
nú og stundum heldur fólk að maður sakni þess en maður gerir það engan veginn, þá getur maður sært þá manneskju, þá er bara betra að leyfa manneskjunni að halda að maður sakni hennar.
nú og svo saknar maður líklega einhvers sem grunar engan veginn að maður sakni hans/hennar. þá er ágætt að opinbera það ekki og gera sjálfan sig berskjaldaðan gegn því að fólkið geti nýtt sér það að maður beri meiri tilfinningar til aðilans en hann gerir til manns.
svo er náttúrulega sá möguleiki að maður má eiginlega ekki vera að opinbera söknuð því að opinberunin getur haft í för með sér hneykslun einhvers eða særindi sökum þess að maður sakni manneskju sem maður ætti ekki að vera að sakna - heldur sára manneskjan - og þá er maður semsagt að opinbera það í leiðinni að maður sé ekki búinn að segja þessum sára frá því að maður hefur aðra manneskju til að sakna.

þetta er flókið. enda er ég flókin. en þetta þýðir í stuttu máli: ég ætla ekki að opinbera lista fólksins sem ég sakna, það er hættulegt.

ég semsagt sakna fólksins á akureyri, brynju, eyjafjarðarhringsins, karó, sófans, en þá held ég að það sé upptalið. annars gæti vel verið að ég sé að gleyma einhverju. þá skiptir það engu máli vegna þess að þetta eru allt hlutir en ekki manneskjur.

jæjamm,
bless kegs.
 

© Stefanía 2008