mánudagur, desember 04, 2006

Crazy eyes.

Afmælið hans Palla var stemmari. Þetta var afmælisgjöfin mín til hans:



Þetta ásamt bók frá 1939 um uppruna flugvéla. Gaman að því. Fyrir óglögga get ég sagt frá því að hann er sumsé upprennandi flugmaður.
Í afmælinu var mikið glens og gaman. Ég fékk mér áfengi þónokkurt, jafnvel meira en góðu hófi gegnir miðað við aðstæður (stærðfræðipróf mánudaginn eftir). Ég fór allavega ekki niður í bæ, sem getur talist gott fyrir fólk eins og mig sem á erfiðara með að halda niðri hvötum sínum þegar það er í glasi (hvatirnar verandi að vilja fara niður í bæ).

Smá lærdómur á laugardaginn og um kvöldið fór ég að vinna.
Ég lenti í virkilega ágengum og óþægilegum viðskiptavini sem ákvað að þetta kvöld skyldi hann fá númerið hjá mér. Ekkert illa útlítandi strákur, ef hann hefði ekki verið útsprautaður af sterum, búinn að liggja í ljósum og dýfa hárinu á sér ofan í bleikiefni. En það sem gerði mig algerlega afhuga var hegðunin.

Einn, tveir og saga:
Þegar ég fór á borðið hans til að hreinsa diska, sem ég þurfti að gera þónokkrum sinnum þar sem þetta var þrírétta jólahlaðborð (nokkrar ferðir til að hreinsa forréttadiska, nokkrar til að hreinsa aðalréttadiska og örfáar til að hreinsa eftirrétta (þá eru allir orðnir svo saddir að þeir fara bara eina ferð)) þá starði óþarflega hann og brosti svona: "How you doin'..."-brosi. Haha.
Þegar líða tók á kvöldið og flestir búnir að innbyrða þónokkuð magn áfengis, þ.m.t. hann, þá greip hann í mig, togaði mig niður til sín og munnurinn hans nálgaðist óþægilega hratt og mikið þar til ég náði að bograst einhvern veginn undan hendinni hans.
Þar sem ég hörfaði þá ákvað hann að hann skyldi frekar prufa að nota aðra leið en beint í kossinn, og bað um númerið mitt, sem ég neitaði auðvitað að láta hann fá.
Eftir ítrekað suð þá heimskaðist ég til þess að játast með trega. Sagðist skyldu skrifa það niður, en hvarf svo bara og ákvað að forðast hann það sem eftir væri kvölds og hélt bara áfram salhreinsuninni.

Nei, nei, stekkur ekki strákstaulinn á fætur og eltir mig í átt að barnum á einni ferð minni um salinn. Þar ítrekaði hann bónina um símanúmerið sem ég þar með harðneitaði að láta hann fá, þrátt fyrir tilraun hans til að sannfæra mig um að hann væri mun skemmtilegri edrú. (Á þessu stigi var hann kominn með ákveðna kjálkahegðun sem ég hef einmitt séð hjá manni sem er mér mjög kunnugur þegar sá maður drekkur gríðarlegt magn áfengis, haha (you know who you are)).

Já. Skýr skilaboð? Ég held það.
But, no. Hann yfirgaf varla mikið meira en tveggja metra sjónlínu frá mér restina af kvöldinu. Sem var sem betur fer ekki langur tími reyndar.
Á þessu ferli spurði hann mig m.a. um nafn, sem ég tilkynnti honum ranglega að væri Jóhanna.
En toppurinn var samt þegar hann tilkynnti mér (stelpunni sem var að taka aðra vaktina sína í vinnunni) eftirfarandi:
"Ég var sko að vinna hérna einu sinni, ég veit alveg hver þú ert..." *blikk*

Kemur.

London eftir þrjá daga. Næææs.

Farin að læra fyrir stæææ. Bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008