miðvikudagur, desember 06, 2006

Jæja. Prófunum lokið. Fæ ábyggilega ekki að vita neitt fyrren um 19. desember. Gaman að hanga í lausu lofti. My favorite feeling.

Fer til London á morgun. Vá, en ótrúlega spennandi. Ég hlakka til að gera ekki neitt nema hafa gaman í fjóra heila daga! Engin ábyrgð, bara skemmtun. Oh, svo næs sko. Gleði? Ég held það.

Ég er orðin mæspeis nörd. Ég verð að halda aftur af mér að kíkja ekki á mæspeis á hverjum degi. Þvílíkur tímaþjófur. Og allt sem maður er að gera er að njósna um líf annarra. Hvers vegna hver er að segja hvað og svona. Ótrúlegt. Svo er allt í einu liðinn klukkutími. Já, já. Svona er þetta.

Ferskar fréttir (sem eru svosem ekki ferskar en ég gleymdi bara að segja frá þeim):
Björk ætlar að kenna mér á fiðlu. Haha. Júlía Sif, litla átta ára systir mín, er líka að læra á fiðlu. Við verðum saman inní herbergi að spila falskan dúett. Og Halldór Sörli, tvíburabróðir hennar, verður í næsta herbergi að æfa sig á saxófóninn. Það verður stuð á mínu heimili. Lovin' it.

Mig langar til að vera fyrir norðan um áramótin.
Vill einhver hýsa mig? Mér finnst líklegt að ef einhver þekkir mig það mikið að hann er tilbúinn að hýsa mig þá veit hann annað hvort e-mailið hjá mér (sem er líka hérna til vinstri á síðunni) eða gsm-símanúmerið mitt, eða getur hreinlega kommentað hérna eða á mæspeisið mitt.
Þannig að I'm all yours, people. Just say the word.

Jæja, ég er farin að sækja London-flugmiðann minn. Næææs.

Bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008