fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Um það bil tóm rafhlaða. Stutt blogg.

Palli á afmæli á morgun. Mega gaman. Verð að halda uppá áfangann með honum og það geri ég með glöðu geði, en ég er samt að fara í bæði lokaprófin mín á mánudaginn. Sjæse man. Ég á eftir að reikna svo mikið.
Ég er búin að reikna allt einu sinni, bara yfir önnina, en núna er komið að því. Fæ ég tíurnar mínar? Hopefully.

Ég á pottþétt eftir að blogga skrilljón sinnum yfir helgina. Geri það alltaf í prófatíð. Ef prófatíð getur kallast, tvö próf og bæði sama dag. Veit ekki sko.

Um helgina ætla ég að segja feis við djammið. Feis djamm. Ég ætla að segja feis við bakkus. Feis bakkus. Ég ætla að baða mig í stærðfræði. Ég vakna, læri stærðfræði, borða, læri stærðfræði, baða mig (í stærðfræði), læri stærðfræði, sef (bara smá og bara á nóttunni (og þá dreymir mig stærðfræði)).

Helgina eftir það ætla ég til London. Þá ætla ég að segja feis við skólann og prófin og stærðfræði. Þá ætla ég að vera búin að fá tvær tíur. Ég get, ég ætla, ég skal. Feis stærðfræði.
Í London ætla ég að segja hæ aftur við djammið og bakkus. Ég ætla líka að segja hæ við yfirdráttarheimildina mína, lítið hæ. Fyrst og fremst mun ég segja hæ við Lísu. Hún ætlar að kynna mig fyrir bresku djammi. Eðaldjamm. Vonandi fæ ég líka að segja hæ við Anítu Hirlekar. That would be nice.

Helgina eftir það ætla ég að vinna, og djamma. Bæði, já. Helgina eftir það eru jól. Vá.
Hah, ég fékk jólatilfinninguna mína. Ég er farin að fá hana æ oftar. Hún er fín sko.

Ég vona að dissið mitt hafi virkað. Hvaða diss? You'll never know.


Smá dansmynd í lokin. Tvítugsafmælið mitt, ég að missa það við Peaches. Peaches er krúttleg. Vekur upp hjá mér krúttlegan dans.



Easy, girl.


Já, og elsku Akureyringar. Viljiði fara að koma suður aðeins? Væri voða gaman sko.

Bleeess.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008