miðvikudagur, desember 13, 2006

I'm back from London, baby.

Það var alveg jafn gaman og ég vonaði, jafnvel vonum framar.

Ég sá Big Ben, London Eye, Buckingham Palace, ferðaðist í the Tube, verslaði, kynntist Bretum, borðaði breskan mat (samt ekki fish and chips, enda er ég með ofnæmi fyrir sjávarmeti), fór á breska skemmtistaði, talaði bresku, tók myndir af fólki sem býr í Bretlandi, fór í breska sturtu, drakk breskt kranavatn (sem var allt í lagi sko), sá breska heimilislausa menn, fékk viðreynslur frá breskum mönnum og svo margt fleira.

Ég skemmti mér svo rosalega konunglega.

Mætti þarna á fimmtudaginn alveg týnd vegna þess að ég gleymdi að fá mér svokallað Frelsi í útlöndum og gat því engan látið vita af mér. Sem betur fer var ég búin að fá lestarleiðbeiningar áður en ég fór frá Íslandi og endaði einhvern veginn á réttum stað (eftir að hafa villst á nokkrum stöðum).
Lísa tók á móti mér í lestarstöðinni í Croydon, sem er úthverfi London, í ysta svæðinu (zone 6). Þar býr hún, Hrefna og Anna. Það sem tók líka á móti mér var rosalega íslenskt haustveður; rok og rigning. Æði.
Um kvöldið var auðvitað bara djamm. Ég innbyrði eitthvað áfengi það kvöld sem olli örlitlum höfuðverk daginn eftir, og gerði svosem ekki margt á föstudaginn, fyrren djammið tók við aftur. Jebeibeh.

Puttin' some lipstick ooon á föstudagskvöldinu:




Og pigerne úti á lífinu:




Á laugardaginn verslaði ég helling fyrir ekki mikinn pening. Hef svosem alveg verslað meira, en gerði virkilega góð kaup, sem var mjög gaman.
Um kvöldið fórum við auðvitað aftur út á lífið, en í það skipti kom Aníta Hirlekar með okkur. Það var æðiii.
Svona mikill hressleiki:



Haha, Aníta á góðri stundu.


Sunnudagurinn fór svo í að túristast í London með Lísu. Þá skoðaði ég allt sem ég taldi upp efst og fór svo út að borða, voða kósí.
Við enduðum svo aftur í Croydon, á aðalstaðnum, Lloyds. Og sátum þar með hvítvínsflösku. Og fengum aðra. Og aðra. Ekki okkur að kenna.

Morguninn eftir vaknaði ég eftir heldur lítinn svefn. Pakkaði, fór útá lestarstöð og þar tók við þrír bilaðir hraðbankar og bilaðar miðasöluvélar og miðasölumaðurinn tók ekki við kortinu mínu.
Paniiiiik, takk fyrir pent. Allt sem ég var með voru tíu evrur. Þegar ég spurði hvort hann gæti tekið við evrum sagði hann "We're in London!" og horfði á mig eins og ég væri hálfviti.
Þá kom rauðhærður, krúttlegur Breti og bauðst til að borga fyrir mig miðann. Ég var geggjað ánægð og lét hann auðvitað fá evrurnar í staðinn.

Allt er gott sem endar vel. Ég komst á leiðarenda og náði fluginu mínu.

Ég er komin heim.

Takk fyrir mig, Lísa, Hrefna og Anna. Þið voruð good gestgyafes. Þrátt fyrir mörg vandræðaleg augnablik í verslunarmiðstöðum og á fleiri stöðum.
Þið fáið mig aftur í heimsókn :)

Bleeess.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008