mánudagur, nóvember 20, 2006

Ahh. Svo góð helgi sko.

Kom norður í alsælu og frábærar móttökur hjá frábæru fólki. Var boðið í mat, virkilega góðan mat meira að segja. Þá tók við hvítvínssötr og stuðrall.
Vantar svona bits and bits í kvöldið og nóttina, en ég skemmti mér allavega konunglega.
Fór seint að sofa og vaknaði kl. 10 til að fara í fjallið. Nææææs sko. Geðveikt færi, ekki of margir, sól og blíða, góður snjór. Reyndar 20 stiga frost, svona frost sem frystir horið í nösunum á manni. Æðislegt, hehe. Enda nældi ég mér í eitt stykki öflugt kvef eftir laugardaginn, sem ég er ennþá að berjast við. Kvef sem veldur rauðu nefi, þurrum hálsi, erfiðleikum við átu (ekki hægt að anda og borða á sama tíma og maður verður móður), hálsbólgu (sem var að skríða í hús) og fleira. Eðalkvef.
Ákvað að halda kuldanum við og fékk mér Brynjuís eftir smá Café Amour setu. Djöfull er hann góður maður, ég var hreinlega búin að gleyma því hvað þetta bragð er svakalega ljúffengt. Nei, það er ekki beint rétta lýsingin að ég hafi verið búin að gleyma hversu ljúffengt það er. Ég vissi alveg að bragðið væri eitt það besta í heimi, en það var einhvern veginn samt aðeins farið að dofna í minningunni. Þetta var orðið miklu meira svona vitneskja um gæði bragðsins, frekar en vitneskja um bragðið sjálft. Extremely nice að rifja það upp.
Kom aftur heim í góða húsið hennar Anítu Kristjáns og fjölskyldu, sem eru með bestu gestgjöfum sem ég hef kynnst, og við tátur sofnuðum þar í sófanum yfir einhverri America's Next Top Model re-run syrpu. Ég steinrotaðist alveg og svaf í þrjá tíma eða eitthvað.
Vaknaði, fór í gott bað og hóf annað hvítvínssötr í góðra vina hópi sem bættist jafnt og þétt í þar til við yfirgáfum húsið.
Sumir í þeim hópi voru einkar æstir á tímabili, en það er bara fínt flipp (stuðlar) í tilveruna.
Stefnan: downtown, jammin'.
Fór bara ágætlega snemma heim það kvöld, allavega miðað við Reykjavíkurheimfarartíma.
Stundum alveg glatað að það skuli allir skemmtistaðir loka kl. 4 á Akureyri. Maður er vanur því að hanga niðri í bæ til 6, 7. Þá er svekkjandi að fara heim klukkan 4. Aðalmunurinn á Akureyri og Reykjavík er að útaf því að allt lokar svona snemma fyrir norðan þá eru oftast eftirpartý. Ég fíla það sko.
Vaknaði um hádegi sunnudagsins og fór aftur í fjallið.

Ég og Arnar Ómars áttum besta daginn:
-Góð syrpa í fjallinu. Ég reyndi að fara uppí Strýtu en lyftur (aðrar en stólalyftur) koma mér í svo ógeðslega pirrað skap að ég beilaði á Strýtunni og við héldum okkur við ótroðið, sumpartinn púðrað Suðurgilið. Geeeðveikt. Ég var alveg farin að hoppa svona hálfan metra eða metra upp í loftið. Hehe, góður maður. Fimmuna fyrir því.
Þann daginn var líka enn betra færi en á laugardeginum, ef mögulegt. Það var allt það góða sem ég taldi upp áðan, plús að það voru ekki nema -4°C, sem er soldið allt annað og þægilegra en -20°C. Mér leið vel allan tímann í fjallinu.
-Fórum svo í sund eftir fjallsferðina góðu og héngum í heita pottinum í svona tvo tíma að spjalla. Heeevví næs. Gott til að slaka á vöðvunum. Ég hefði samt hreinlega átt að teygja á því ég er með strengi út um allan líkama. Í alvöru, nefnið vöðva og ég get sagst vera með strengi þar.
Ok, þið vitið að þetta er ekki bókstaflegt, en ég er samt með strengi á fáránlegum stöðum. Við erum að tala um strengi á ristinni, undirframhandleggnum (ég veit ekki hvort þetta orð er til, en þið gerið ykkur samt kannski smá grein fyrir því hvað ég meina), upphandleggnum, mittinu, síðunni, hálsinum, kálfunum, öxlunum, lærunum, maganum, rassinum, bakinu, o.s.frv. Haha, geggjað.

Ég hélt áfram að eiga góðan dag:
-Mætti heim til Anítu, gipsmeistara, aftur og við tók dýrindismáltíð sem Helga og Kristján elduðuð ofan í liðið.
-Fékk mér aftur Brynjuís.
-Settist á Karó og tók gott tsjill þar. Something I've missed. Ótrúlega næs.
Flaug ekki suður fyrren í morgun.

Gerist ekki mikið betri dagur. Og bara helgi ef því er að skipta.

Ég þakka kærlega fyrir mig, allir sem að því komu að gera helgina mína góða. Þá sérstaklega íbúar Aðalstrætis 80b.

Akureyringar eru svo gott fólk, í alvöru. Maður fær bara endalaust gott vibe á Akureyri. Mér leið vel frá því að ég steig úr flugvélinni á föstudagseftirmiðdeginum og vellíðanin er ekki ennþá farin þótt ég hafi komið til Reykjavíkur fyrir tveimur klukkutímum. Ætli það tengist því ekki aðeins að það er kominn svona mikill snjór hérna í stórborginni (stór, já).
Vá, hvað mér finnst fyndið að allt hafi farið í fokk á laugardaginn þegar það fylltist allt af snjó hérna.
Haha, Reykvíkingar eru hreinlega ekki undir það búnir að taka á móti svona miklum snjó. Þeir panika bara og vita ekkert hvað þeir eiga að gera. "Snjór? Hvað þýðir það? Hvað gerum við núna?" Krúttó.

Ég fíla þetta sko. Sérstaklega ef þetta þýðir að Bláfjöll fari kannski að opna. Þá verð ég soldið mikið glöð. Hamingja.

Jæja, ég ætla að fara að vinna helgina upp í stærðfræðilærdómi. Með hor í nös, þrútið og rautt nef, hósta, og nefmælta og krúttlega rödd. Gaman. Bros.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008