þriðjudagur, apríl 18, 2006

Ok.

Ég er mjög loðin á höndunum. Ég hef alltaf verið mjög loðin á höndunum. Ég er fyllilega vön því að vera loðin á höndunum og er löngu komin yfir það að finnast það neyðarlegt og leiðinlegt. Það gerðist ekki fyrren um 12-14 ára aldur, á að giska, að ég jafnaði mig á þessum aukaklæðum handa minna - og það var eftir að ég sjálf þurfti um árabil að reyna eftir fremsta megni að sannfæra sjálfa mig um að það væri alls ekkert athugavert við þetta.
Þegar ég var enn yngri þá angraði þetta mig svo mikið að ég tók uppá því (oftar en einu sinni) að raka af mér öll hár á höndunum. Þetta gerði það auðvitað að verkum að hárvöxturinn varð meiri.

Núna, þegar ég er sátt, kemur í ljós að Ómari finnst þetta fáránlegt og ljótt og kjánalegt að ég (og stór hluti kvenkyns) sé sáttari við að vera loðin á höndunum en fótunum (sbr. að vaxa og raka á sér lappirnar). Ég hef það á tilfinningunni að það liggi við að honum bjóði við þessu (bara smá ýking).

Jæjah. Þar fór áralöng sjálfstraustsuppbygging.

Frábært páskafrí. Gott að gera ekkert í bland við bara skemmtilegt í marga daga. Smá samviskubit til staðar vegna lærdómsskorts.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008