sunnudagur, apríl 09, 2006

Ég er búin að læra að sviga! Haha! Það er frábærara en að skoða myndir af sjálfum sér.

Ég fór á bretti í fjórða skipti á mörgum árum síðustu helgi. Þá helgi uppgötvaði ég að það gæti alveg verið eitthvað varið í það rugl (þ.e.a.s. að stunda snjóbretti).

Í dag keypti ég mér snjóbretti á kostakjörum og Ómar gerði slíkt hið sama. Við fórum svo í fjallið til að halda uppá snjóabrettakaupin og ég svigaði! Fullt!
Ég datt líka. Fullt.

Haha.

Nú erum við svona kærustupar sem fer saman í fjallið (og kannski í framtíðinni í brettaferð í Alpana). Oh dear lord (fyrirgefið að ég skuli leggja nafn drottins guðs við hégóma, nafnið hans fer bara svo vel við fögnuð (lítur þetta út eins og ég sé trúuð? Ég er það (því miður?) ekki)).
Við erum líka svona kærustupar sem eyðir laugardagskvöldi heima að spila Scrabble, Popppunkt eða Pic/Actionary.

Krúttlegt.

Jæja. Ég ætla að fara að hafa það kósý með einn bjór og bók.

Gleði all around.

Bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008