Ég lokaði feisbúkk. Að sjálfsögðu, það er prófatíð. Þetta er fyrsta önnin mín í Háskóla Íslands sem ég er í svona þægilegum áföngum. Ókey ég veit ekki alveg. Ég myndi svosem ekki segja að þetta væru þægilegir áfangar allt - þeir hafa alveg sumir reynt á, en það er virkilega skemmtileg tilfinning að það sé engin óvissa til staðar um hvort áfanga verði náð eður ei. Ég er ekki með bókaða tíu í sérhverjum kúrs, en staðið er bókað. Það er kósí.
Það hefur nóg verið að gera á önninni - fyllilega nóg! Og sopinn var lagður á hilluna á önninni að því tilefni (enda fengum við ágætis útrás fyrir partýstuðdjamm í Noregi í sumar). En allt öðruvísi álag en aðrar annir sem ég hef upplifað í Háskólanum. Allar aðrar annir hef ég verið í kúrsum sem eru þannig að ég veit aldrei neitt hvað er að gerast og reyni endalaust að fá hluti á hreint en það gengur bara aldrei neitt.
Núna finn ég allavega smá árangur. Og ég fæ verkefnin mín til baka og er ánægð með árangurinn. Það er fáránlega awesome.
Ég er líka að kenna þessa önn. Stærðfræðigreiningu IC fyrir tölvunarfræðinema. Það er pínu pró.
Segstánda desember er ég búin í prófum. Ég hlakka til. Ég ætla að prjóna og baka. En gaman.
Stundum finnst mér ég óttalega dramatísk. Ég skil ekki alveg hvernig það getur verið. Ég veit alveg hvað það er kjánalegt að vera dramatískur, samt er ég það. Ég ræð bara ekkert við það. Svo segi ég pabba frá vandamálinu mínu, þá segir hann það sem ég vissi að hann myndi segja og veit að er rétt hjá honum: "Hættu að velta þér uppúr þessu." En samt hætti ég því ekki.
Að því tilefni skulum við hlusta á krúttlegu Fleet Foxes:
fimmtudagur, desember 03, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)