fimmtudagur, apríl 30, 2009

Lykke Li og Bon Iver

Gjörðusvovel, Erla.



Epík, epík, epík.

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Feisbúkkfíkn.

Vááá hvað mig langar núna að fara á Feisbúkk að njósna um fólk. Vanabindandi djöfull sem feisbúkk er.
Nennir svo einhver að tjá sig við mig um þátt tuttuguogtvö í þáttaröð tvö af Gossip Girl? Tryllta, tryllta lag sem þátturinn endaði með.

mánudagur, apríl 27, 2009

Mat á fólki.

Ég hef nú, eins og í síðustu prófatíð, lokað fyrir Feisbúkk aðganginn minn. Að sjálfsögðu er það fyrsta sem ég gríp til gamli skræpótti. Skræbótti, afsakið.

Nýlega komst ég að því - nei stopp, ég komst að þessu fyrir löngu. Byrjuppánýtt:
Nýlega fór ég að velta fyrir mér að margir eru þannig gerðir að þeir meta sambönd fólks meira en gæði þess. Í því ljósi eru þeir einkar ræktarsamir við þá sem hafa mikil sambönd, en ekki jafn ræktarsamir við þá sem lítil sambönd hafa. Þetta finnst mér undarleg afstaða. Ég hef ekki sérstaklega mikil sambönd og mætti jafnvel svo að orði komast að ég hafi tiltölulega lítil sambönd. Mér er þó nokk sama um það og uni sátt við mitt þar sem ég hef gæði fólks í hávegum, fremur en sambönd þess.
Mögulega er þetta ástæða þess að ég er umkringd góðu fólki. Af þeim sem ég umgengst að einhverju ráði eru allflestir gott fólk sem hefur eiginleika eins og heiðarleika, góðmennsku, heilindi, traustverðugleika (en ljótt orð - mögulega væri fremur við hæfi að nota "að vera traustverðug/ur"), áreiðanleika og svo framvegis.
Fátt finnst mér óþægilegra en félagsskapur fólks sem ég treysti ekki (þótt ég hafi ekki upplifað það að viðkomandi svíki mig - það nægir mér að geta mér til um eða vita af því að viðkomandi eigi það til að svíkja), talar mikið/illa um aðra, setur sig á háan stall gagnvart öðrum, kemur illa fram, útskúfar leiðinlegum og svo framvegis.
Mér finnst sárt þegar fólk byggir dóm sinn á manneskju á skemmtanagildi hennar. Það er mikill munur á að vera vondur og vera leiðinlegur. Leiðinlegt fólk getur verið mjög gott fólk en lendir oft í dómhörku annarra og jafnvel útskúfun, fyrir það eitt að vera ekki þeim hæfileika gætt að geta sagt góðar sögur eða gott grín.

Ég veit ekki af hverju ég hóf þessar vangaveltur en ég segi þetta gott í bili. Nú held ég áfram að huga að Mál- og tegurfræði.

Stef
 

© Stefanía 2008