Ég var eitthvað að spá í að gera þetta blogg ósýnilegt, eins og ég hef gert sjálfa mig ósýnilega á Feisbúkk og emmessenn. Heilaga tímaþjófaþrenndin; feisbúkk, emmessenn og blogg. Eins og sést hætti ég við að fullkomna ósýnileika minn í heilögu þrenndinni.
Í stað þeirrar fullkomnunnar ætlaði ég að tjá mig um uppruna táknsins hjarta sem tákn ástarinnar, en hætti við það líka sökum vangaveltanna sem fram koma og setti í staðinn aðeins inn orðið hjarta.
Ég er hætt við að hætta við og ætla að bomba fram vangaveltum mínum um þetta mál.
Svo að enginn verði reiður er best að taka fram að hér fer ég ekki með neinar sérstakar alhæfingar um muninn á körlum og konum, textinn er einungis settur upp á þennan hátt til að koma á framfæri uppruna táknins hjarta fyrir ástina.
Uppruni hjartans.
Það má óneitanlega sjá svip með aflöngu hjarta og sköpum, að minnsta kosti er auðvelt að sjá fyrir sér myndtáknið sköp þróast út í hjarta. Auk lögunarinnar er liturinn. (Ég ætla ekki að setja inn myndir af þessu).
Það fyrsta sem við sjáum þegar við komum í heiminn eru kvenmannssköp (hér eftir ætla ég aðeins að nota orðið sköp, en vísa þá til kvenmannsskapa). Viljinn til að fjölga sér er innbyggður í mannkynið. Það sem karlmenn hafa því viljað frá örófi alda er að komast aftur í sköp síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að komast í sköp er að komast í færi við kvenmann. Löngun karlmanns í kvenmann (og kynlíf) má því leiða af löngun mannkynsins til að fjölga sér.
Snemma fóru menn að tjá sig með myndum. Það er mín kenning að myndtáknið sköp hafi komist á hellaveggi sem tákn um löngun karlmanns í þau (sem eins og áður segir á rætur að rekja í löngun til fjölgunar), auk þess sem lífið sem karl og kona búa til í sameiningu, kemur út um sköp. Ef kenning mín er sönn og sköp voru notuð sem tákn löngunar karlmanns í þau, er það enn fremur mín kenning að sú notkun hafi þróast út í notkun myndtáknsins skapa sem tákn um löngun karlmanns í kvenmann.
Nú er hugtakið ást í grunninn bara löngun fólks til að vera saman og (oftast) stunda kynlíf - þar sem það er sennilega nánasta og innilegasta tjáningarformið.
(Sjá innskot neðst).
Ég held því að táknið sköp hafi þróast frá því að vera tákn löngunar karlmanns í sköp (einvörðungu vegna innbyggðrar (mögulega ómeðvitaðrar) löngunar til að fjölga sér) út í að vera tákn ástar á milli karlmanns og kvenmanns, og síðar tveggja einstaklinga af hvoru kyninu sem er, og jafnvel móðurástar eða annarrar ástar í þeim dúr. Í gegnum tíðina hafi svo ofangreind þróun táknsins sjálfs átt sér stað;
táknið sköp varð að hjarta, tákni ástarinnar.
Innskot:
Þetta er reyndar tilvalið tækifæri til að koma á framfæri þeirri skoðun minni (mögulega ekki í fyrsta sinn) að ást er ekkert nema skilyrt hegðun (og allt drama tengt ástinni og kynlífi er alfarið óþarfi - svosem skiljanlegt stundum, en það er annað mál):
A hittir B, A heillast af B, heili A framleiðir gleðivaldandi boðefni (ég er enginn miðtaugasérfræðingur svo ég get ekki farið með hvaða boðefni þetta eru) vegna heillunarinnar. Þetta gerist aftur. Og aftur. Og aftur. Virkni skilyrtrar hegðunar hefur verið margstaðfest með rannsóknum (hundar Pavlovs t.d.), svo það er ekkert undarlegt að ítrekuð vellíðan A við að hitta B, kalli á löngun A til að hitta B. Ef þetta ferli (“tilfinningar”) er gagnkvæmt, er talað um að A og B séu hrifin hvort af öðru. Ef ferlið heldur áfram að ganga vel og A og B rækta góða framkomu við hvort annað svo hrifningin kemst á alvarlegra stig, er talað um að A og B séu ástfangin. Þá kemur fram löngun mannkynsins til að fjölga sér. A þykir B vænlegur kostur til barnsföður/móður (ómeðvitað eða meðvitað) og langar að stunda kynlíf með B - og vonandi öfugt. A og B verða lífsförunautar.
Innskoti lokið.
sunnudagur, janúar 11, 2009
miðvikudagur, janúar 07, 2009
föstudagur, janúar 02, 2009
Úff búin að vera slök í ræktun þessa bloggs. Ég er ekki enn búin að fá einkunn úr þessu síðasta prófi, en allt hitt er in the bank. Ánægjulegt það.
Janúar.
Röskva. Röskva. Röskva, Röskva, Röskva, Röskva, Röskva. Ekkert annað. Bera út blöð, ganga í stofur, hringja í fólk, fara í sumarbústað með Röskvuteymi, hafa gaman.
Febrúar.
Röskva. Röskva. Röskva. Kosningar - sigur með sex atkvæðum. Úff, tæpt og stressandi. Ég tók sæti í hagsmunanefnd, sem telur fimm stórgóða einstaklinga úr annars vegar Röskvu og hins vegar Vöku. Við erum búin að vera fáró dugleg.
Lokapróf í einum heimspekiáfanga. Ekki rúst, en fínt miðað við tímann sem lagður var í áfangann.
Mars.
Læra. Læra ó svo mikið. Hvolsvallarferð að passa baunalingana mína, Emmu og Lóu.
Miðlaði Rúbikkskjúb áhuganum niður á yngra fólk. Maður verður að miðla.
Fór slatta í Bláfjöll og naut mjög mikið. Sjá okkur krúttrassa:
Árshátíð Stiguls átti sér stað, þemað var fortís, plús mínus tíu. Ég og ástarpúngarnir mínir, Nalli og Fáni:
Apríl.
Stigulskosningarnar með myndun stjórnarinnar minnar; ég, Jóhanna, Erik, Arnaldur og Helgi. Stórkostlegt fólk, ég á ekki mynd af hópnum. Ég þarf að redda því. En þetta er kórónan mín:
Maí.
Próf og próflokadjamm. Með þetta:
Erik og Jóhanna með.
Sigrún átti afmæli og Sunna mætti kasólétt og fín.
Annað sumarið mitt sem starfsmaður hjá Kynnisferðum hófst, lovely.
Skilnaður hjá öðru foreldrinu og flutningar í kjölfarið.
Davíð átti Sögu.
Júní.
Sunna Dís átti Gunnar Inga.
Spánarferð með mömmu, systrum og stjúpföður. Fullt af rigningu en líka fullt af sólbruna. Pouring drinks fyrir mig og Rebekku. Bailey's þema í ferðinni. Mmmhhh.
Keyrði ein til Barcelona frá Benidorm. Það var pínu klúður, en reddaðist. Hitti Stebbu og fann dúfur.
Elsku Rebekka átti afmæli. Við fengum logandi skot frá uppáhaldsbarþjóninum okkar.
Oddur átti Katrínu.
Júlí.
Ég fór á Hróarskeldu, til Þórsmerkur með yndislegu samstarfsfélögunum mínum og á Stapa með Ásgeiri og Miriam. Þess á milli vann ég.
Mætt upp á Valahnúk. Sátt við lífið. Birtusvipur langbestur.
Fáró gaman hjá mér og Miriam.
Fáró næs hjá mér og Ásgeiri.
Ágúst.
Vinna. Og vinna. Og sjá um systkini. Sunna systir fór til útlanda að vera dugleg að læra.
Skólinn byrjaði.
September.
Nýnemaferð. Gubbandi fólk en allir hressir. Læra. Skilnaður hjá hinu foreldrinu og þar með varð ég fimmfalt skilnaðarbarn.
Tvítugsafmæli Röskvu. Ég, Ösp og Kata ákváðum að vera fáró sætar:
Október.
Afmælið mitt. Þá ákvað ég að vera jússa:
Októberfest. Fleiri afmæli. Airwaves sem ég fór ekki á. Fleiri afmæli. Haustferð og haustfögnuður Stiguls. Hvort tveggja awesome to the max. Það var nördaþema í haustfögnuðinum, ekki allir sáttir við það val og fannst þemað óþarft, en mér finnst við hafa eisað þetta:
Nóvember.
Alveg föst á milli steins og sleggju. Alltaf gaman það. Stundum er maður bara fullur. Þess utan lærði ég. Svo mikið.
Um þrítugasta nóvember segi ég ekki meira.
Desember.
Sorg. Samheldni. Ást.
Próf. Prófstress. Próflestur. Prófpirringur. Prófklepr. Próflok. Próflokadjamm.
Ég og Hákon með þetta:
Hólmfríður Helga átti Snæfríði Eddu.
Jólin með mömmu. Jólin með pabba. Jólin með fjölskyldu. Áramótin með fjölskyldu.
Mér finnst eins og allir þeir atburðir sem ég taldi upp hér að ofan hafi gerst í gær.
Ég ætla að nota þessa mynd til að lýsa árinu.
Hresst, súrt, litríkt, fullt. Það var fullt af ást, áfengi, ferðalögum, nýju fólki, gömlu fólki, atburðum og nýjungum.
Takk fyrir allt, fólk, og gleðilegt nýtt.
Janúar.
Röskva. Röskva. Röskva, Röskva, Röskva, Röskva, Röskva. Ekkert annað. Bera út blöð, ganga í stofur, hringja í fólk, fara í sumarbústað með Röskvuteymi, hafa gaman.
Febrúar.
Röskva. Röskva. Röskva. Kosningar - sigur með sex atkvæðum. Úff, tæpt og stressandi. Ég tók sæti í hagsmunanefnd, sem telur fimm stórgóða einstaklinga úr annars vegar Röskvu og hins vegar Vöku. Við erum búin að vera fáró dugleg.
Lokapróf í einum heimspekiáfanga. Ekki rúst, en fínt miðað við tímann sem lagður var í áfangann.
Mars.
Læra. Læra ó svo mikið. Hvolsvallarferð að passa baunalingana mína, Emmu og Lóu.
Miðlaði Rúbikkskjúb áhuganum niður á yngra fólk. Maður verður að miðla.
Fór slatta í Bláfjöll og naut mjög mikið. Sjá okkur krúttrassa:
Árshátíð Stiguls átti sér stað, þemað var fortís, plús mínus tíu. Ég og ástarpúngarnir mínir, Nalli og Fáni:
Apríl.
Stigulskosningarnar með myndun stjórnarinnar minnar; ég, Jóhanna, Erik, Arnaldur og Helgi. Stórkostlegt fólk, ég á ekki mynd af hópnum. Ég þarf að redda því. En þetta er kórónan mín:
Maí.
Próf og próflokadjamm. Með þetta:
Erik og Jóhanna með.
Sigrún átti afmæli og Sunna mætti kasólétt og fín.
Annað sumarið mitt sem starfsmaður hjá Kynnisferðum hófst, lovely.
Skilnaður hjá öðru foreldrinu og flutningar í kjölfarið.
Davíð átti Sögu.
Júní.
Sunna Dís átti Gunnar Inga.
Spánarferð með mömmu, systrum og stjúpföður. Fullt af rigningu en líka fullt af sólbruna. Pouring drinks fyrir mig og Rebekku. Bailey's þema í ferðinni. Mmmhhh.
Keyrði ein til Barcelona frá Benidorm. Það var pínu klúður, en reddaðist. Hitti Stebbu og fann dúfur.
Elsku Rebekka átti afmæli. Við fengum logandi skot frá uppáhaldsbarþjóninum okkar.
Oddur átti Katrínu.
Júlí.
Ég fór á Hróarskeldu, til Þórsmerkur með yndislegu samstarfsfélögunum mínum og á Stapa með Ásgeiri og Miriam. Þess á milli vann ég.
Mætt upp á Valahnúk. Sátt við lífið. Birtusvipur langbestur.
Fáró gaman hjá mér og Miriam.
Fáró næs hjá mér og Ásgeiri.
Ágúst.
Vinna. Og vinna. Og sjá um systkini. Sunna systir fór til útlanda að vera dugleg að læra.
Skólinn byrjaði.
September.
Nýnemaferð. Gubbandi fólk en allir hressir. Læra. Skilnaður hjá hinu foreldrinu og þar með varð ég fimmfalt skilnaðarbarn.
Tvítugsafmæli Röskvu. Ég, Ösp og Kata ákváðum að vera fáró sætar:
Október.
Afmælið mitt. Þá ákvað ég að vera jússa:
Októberfest. Fleiri afmæli. Airwaves sem ég fór ekki á. Fleiri afmæli. Haustferð og haustfögnuður Stiguls. Hvort tveggja awesome to the max. Það var nördaþema í haustfögnuðinum, ekki allir sáttir við það val og fannst þemað óþarft, en mér finnst við hafa eisað þetta:
Nóvember.
Alveg föst á milli steins og sleggju. Alltaf gaman það. Stundum er maður bara fullur. Þess utan lærði ég. Svo mikið.
Um þrítugasta nóvember segi ég ekki meira.
Desember.
Sorg. Samheldni. Ást.
Próf. Prófstress. Próflestur. Prófpirringur. Prófklepr. Próflok. Próflokadjamm.
Ég og Hákon með þetta:
Hólmfríður Helga átti Snæfríði Eddu.
Jólin með mömmu. Jólin með pabba. Jólin með fjölskyldu. Áramótin með fjölskyldu.
Mér finnst eins og allir þeir atburðir sem ég taldi upp hér að ofan hafi gerst í gær.
Ég ætla að nota þessa mynd til að lýsa árinu.
Hresst, súrt, litríkt, fullt. Það var fullt af ást, áfengi, ferðalögum, nýju fólki, gömlu fólki, atburðum og nýjungum.
Takk fyrir allt, fólk, og gleðilegt nýtt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)