þriðjudagur, nóvember 27, 2007




Þetta er Alfred North Whitehead.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Það er eitthvað skrítið að gerast í höfðinu á mér núna. Ég veit ekki alveg hvað eða hvers vegna, en það er ekki þægilegt.
Kannski (vonandi) verður það farið á morgun. Kannski ekki.
Ég kem ekki fingrum á hvað það er sem lætur mér líða ekki-vel. Ég segi ekki-vel frekar en illa því ekki-vel hljómar betur.
Kannski er það vinavanrækjun (orð? Ég efast). Meira en líklegt.
Kannski eru það viðurstyggilegu Matlab skiladæmin sem ég var að reyna að gera fyrr í kvöld sem gerðu mér grein fyrir vanfærni minni í forritun. Einnig líklegt.
Kannski eitthvað annað.

Ég hugsa að ég eyði meiri hluta vöku minnar brosandi eða hlæjandi - og ég geri ráð fyrir að flestir sem þekkja mig geti tekið undir það. Þannig líður mér best. Enda hef ég gert mér grein fyrir að jákvætt hugarfar er lykillinn að vellíðan. Allavega í mínu tilviki.
Það er einstaklega erfitt að vera í vondu skapi. Vont skap vindur upp á sig svo skapið verður alltaf verra og verra. Meðan á vondu skapi stendur er allt sem um ræðir neikvætt, svo fleiri og fleiri hlutir skapa pirring.
Ég kann heldur ekki að vera í vondu skapi. Til dæmis að því leiti að ef ég er í vondu skapi þá kann ég ekki að fela það, svo ég get ekki einu sinni komið í veg fyrir að vonda skapið mitt bitni á öðrum. Það finnst mér hugsanlega verst.

Þá dettur mér í hug veggplatti sem hékk uppi á vegg heima hjá mér (mömmu megin) þegar ég var yngri. Á honum stóð texti sem hljóðaði eitthvað á þá leið:

"Guð [eða eitthvað annað sem við á] hjálpi þeim sem reyna að skemma vonda skapið mitt í dag."

Ég skildi þetta ekki þá, en ég skil það núna.
Oft er reyndar gott þegar einhver reynir að skemma vonda skapið manns - þótt það fari alfarið eftir aðferðum. Að reyna að skemma vonda skapið með húmor er ekki góð aðferð. Stuðningur og hvatning er sennilega besta og öruggasta leiðin. Sá sem notar þá leið við að skemma vont skap einhvers þarf sennilega ekki á guði (eða neinu öðru) að halda. Hann fær uppsker líklega bara gleði. Ef ekki frá eiganda vonda skapsins, þá í formi þeirrar ánægjutilfinningar sem fylgir góðmennsku við náungann.

Ég ætla að vera jákvæð á morgun og stuðla þannig sjálf að mínu góða skapi.
 

© Stefanía 2008