fimmtudagur, október 28, 2004

vá ég get mótað hárið á mér svo mikið.

ég fór sko í klippingu um daginn, en flestir sem ég þekki eru búnir að hitta mig síðan þá þannig að þeir vita það. nema ýkt geegt margir akureyringar sem ég þekki. samt alveg hellingur.

okeyj bæj.
hörkutól
er eitt af uppáhaldsorðunum mínum þessa stundina.
getiði ímyndað ykkur hvað það er skemmtilegt að segja það? hvað þá að segjast vera það.

mig langar til þess að vera búin með enskuverkefnið mitt.

oh.
það sem böggar mig:
fólk sem heitir eitthvað með broskalli á msn.
*hjarta* ég er sætust *blikkkarl*.

það sem böggar mig líka:
að þurfa að gera verkefni í skóla. enskuverkefni og félagsfræðiverkefni þá helst.

ef ég væri gamall karl þá þyrfti ég þess ekki. þá væri ég líka með hvítt hár.

haha ég skrifaði fyrst hvítt ár. eins og maður gæti verið með hvítt ár NEI fíbbl.

okey ég er búin að missa álitið á hversu fyndin ég er. ég held ég sé ekkert fyndin. ég er bara kúkaplebbi sem kann ekki bókmenntasögu íslands 1550-1900 og þekkir ekki helstu frumkvöðla félagsfræði og veit ekki mikið um ofurmanninn.
er ég drasl?
ég myndi segja það.

allt í einu er ég komin í bloggæðið gamla og góða.
það er gríðarlega gott að blása út (fyndið? já undir venjulegum kringumstæðum hefði ég hlegið mjög að þessu, en ég á við (heimska fólk (semigrín)) að hleypa reiðinni út með því að skrifa eitthvað rugl) á þessu blessaða blogghelvítishelvíti. um allskonar hluti sem óviðkomandi skilja ekki. þ.e.a.s. ef einhver veit allt um málefnið þá þekkir hann það, ef ekki þá skilur hann ekki neitt. getur kannski lesið á milli línanna, hver veit.

en ég veit að ungur piltur sá á msn samtali hjá unga pilti númer tvöung snót skástrik lauslát tussa sagði við unga pilt númer tvö:
-"má ég þá fá þig núna?"
og ungi pilturinn svaraði:
-"nei ég er ekki að leita."

geta í eyðurnar?
já og getið að vild en viljið vinsamlegast ekki vera að upplýsa svörin í kommentakerfinu. það er það asnalegasta sem ég veit um kúkaplebbaógeð.
það bæði tekur ráðgátuna í burtu og þar með tækifæri annarra til þess að giska í eyðurnar ásamt því að upplýsa mitt einkalíf á internetinu.

það er ömurlegt.
ég er ekki að því. ég geri það í gátum sem aðeins viðkomandi (já, þeir sem málið varðar íslenskuþroskaheftu einstaklingar (grín í minnihluta)) fatta.

vá hvað ég lít út fyrir að vera bitur eitthvað. ég veit ekki alveg hvað er í gangi. ég er alls ekki búin að vera bitur skástrik pirruð í dag. þetta er eitthvað nýtilkomið. nei ekki einu sinni nýtilkomið. ég er ekki neitt bitur skástrik pirruð. ég er hinsvegar mjög þreytt og bráðvantar svefn.

einhver að selja svefn?

ókeyj ég er hætt.

kegs.

þriðjudagur, október 26, 2004

hér kemur saga:

nei áður en ég segi söguna, þá ætla ég að tjá mitt innra tilfinningalega stríð - við sjálfa mig. eins og maður gerir á bloggi. eða sumir.
ok. ég vil tjá mig um það, að ég þurfti að lemja sjálfa mig fimm sinnum í hausinn með skrúfjárni og tvisvar í öxlina með gaffli til þess að leyfa mér að blogga núna.
i was like totally bummed out yfir því að það voru bara tveir áhugar á síðustu færslu.
hún var mjög löng og mjög áhugaverð og innihélt marga skemmtilega atburði. og fleira.
þess vegna þurfti ég að berjast við sjálfa mig um hvort ég ætti nú að gera nýja strax eða leyfa þessari að blómstra. þetta var mjög erfið ákvörðun og ég er eiginlega með smá hnút í maganum útaf þessu núna.
vonandi blessast þetta allt og færslan blómstar bara samt. annars verð ég ábyggilega smá svekkt og svona. en ég jafna mig svosem. maður hefur nú alveg lent í fáum áhugum áður.
en jæja.

sagan:
þegar ég var á loftbylgjum þá
æji þetta er svo leiðinleg saga. eða mér finnst hún mjög fyndin samt. af því mér finnst ég mjög fyndin.
AHAHAHA.
það tengist þessari sögu einmitt.
okey ég segi hana bara.
ég var á loftbylgjum og fór óvart inná kapital (segi óvart því ég þurfti að fara þangað að leita að manneskjum sem ég var að leita að (en fyndin setning haha)) og á leið minni inná klósettið þar villtist ég inní eldhús.
fyrst tók einn dyravörður og glasahreinsari á móti mér. ég hóf léttgeggjaðslega fríki og skemmtilegt samtal við hann og hann barðist við að fara að hlæja. sérstaklega þegar ég spurði hann hvort ég væri ekki fyndin.
hann var samt ekkert hlæjandi sko, honum fannst ég bara svona smá skondin, af því ég spurði hann ítrekað hvort ég væri ekki fyndin.
það er samt ekki fyndið nema ég segi "er ég ekki fyndin?" og brosi geðveikt ákaft og bíði eftir geðveikt jákvæðum viðbrögðum og hlæi smá með.
mér finnst þetta allavega alveg mjög fyndið. og satt að segja þá sit ég í eldhússtólnum fyrir framan tölvuna inní herberginu mínu og flissa að eigin kímni.

ég á eina gáfu. hún kallast KÍMNIGÁFA HAHAHA.
okey grín.
er ég ekki fyndin?
hahaha.

ég er samt í smá hlækasti núna.
ég er það samt eiginlega alltaf. ég segi þetta vegna þess að næstalgengasta spurning sem ég fæ er "af hverju hlærðu svona mikið? hvað er svona fyndið?".
sú algengasta er "er þetta alvöru hláturinn þinn?".

svo lengi sem ég er ekki lögð í einelti útaf þessu er þetta svosem í lagi.
vitiði hvað þessi málsgrein þýðir? að þetta sé ekki í lagi. vegna þess að ég er lögð í einelti útaf þessu.

okeyj bæj.
með öðrum orðum kegs.

mánudagur, október 25, 2004

loftbylgjur voru mjög skemmtilegar.
the shins glöddu hjarta mitt og sál í miklu magni.

ég brenndi mig á hendinni. ég var að baka pítsu og þegar ég tók hana út með köflótta ofnhanskanum þá dansaði ég gleðidans með sjóðheita plötuna í hendinni. í gleðidansinum fólst smá handahreyfing, sem olli því að platan rakst í ekkiupphandlegginnámérheldurhinnhlutannafhandleggnum og ég er með línulaga rautt brunasár sem veldur mér miklum óþægindum.

ojojoj. ég var að strjúka yfir sárið og húðin flettist af og núna lekur gegnsær vökvi úr línulaga brunasárinu mínu.

ég er annars komin heim í heiðardalinn (samt er það enginn heiðardalur, ég tók bara svona til orða, ég er bara komin heim til mín aftur) eftir vikufjarveru.
það var svona semifínt.

uppköst voru tíð um helgina. og nei ég er ekki að eiga við mig í þessari setningu. ég horfði á og heyrði í fullt af fólki kasta upp, bæði í heimahúsum sem og á skemmtistöðum. það var svosem ágætt.

svekkelsi helgarinnar: ég fékk ekki að horfa á hjálma. ég heyrði í þeim og dillaði mér með, en ég var upptekin við að meðtaka og deila trúnaðarupplýsingum meðan á hjálmum stóð svo að ég horfði á eyra allan tímann sem hjálmar spilaði (spilaði í eintölu því þetta er hljómsveitin hjálmar sem spilaði... sem samt heitir hún fleirtala þannig að þetta er svona... umdeilt eða eitthvað þannig, en samt ekkert vesen eða neitt skomm).
það var alveg hundleiðinlegt. sérstaklega af því að þetta samtal var ekki neitt skemmtilegt eða neitt þannig.

núna er ég gríðarlega þreytt og er að upplifa mikil eftirköst helgarinnar. þau eru: tilgangsleysi, eirðarleysi (samt ekkert svo mikið þannig, bara semi), þreyta, metnaðarleysi, leti, kvef, rám rödd, söknuður, ákvörðunartökuerfiði, óskhyggja, þakklæti, gleði, samviskubit, ánægja, lífsfylling, fyllibytta, dópisti, kynlífsfíkill, gleraugnaglámur, glámur og skrámur, brunasár, raflost og messed up hair-do.
þetta er allt satt nema fyllibytta, dópisti, kynlífsfíkill, gleraugnaglámur, glámur og skrámur, raflost og messed up do.

mig langar í mcflurry og franskar. alveg soldið mikið.
fólk hneykslast á áráttu minni til að blanda þessum réttum saman. það er rangt. ég hef alltaf rétt fyrir mér. svo er ég líka mjög fyndin. ég er fyndin.
nei sko mcdonald's franskar eru í fyrsta lagi bestu franskarnar (allavega í flokki þeirra bestu) og að dýfa þeim oní mcflurry er bara himneskt. að finna hitann af frönskunum blandast við kulda íssins og finna sætleika íssins með saltbragði og djúsíkeim franskanna samasem mjög gott.

kannski maður rölti á hesti hamingjunnar útí kringlu og splæsi þessum sveitta snæðingi á sig.

ég er að pælí að beila á að skrifa meira þessa stundina.

ég var samt að pæla í hvort ég hafi einhvern tímann skrifað það mikið að skrollstöngin á bloggglugganum hafi orðið bara hevví skinný sjeipt, eins og á mjög atburða skástrik bandstrik frásagnamiklu msn-samtali.
mér er smá sama þó þið skiljið þetta ekki, en það væri samt geðveikt skemmtilegt ef þið gerðuð það.
já og það sem fylgdi pælingunni var líka hvort einhver hefði gert það, ekki bara ég. og í framhaldi af því hvernig það væri að gera það. það væri ábyggilega mjög löng færsla. kannski er ég ekki nógu fært lyklaborð til þess að geta það.
þetta var brandari. hann er hliðstæða þess að segja fær penni.
ég er nefnilega mjög fyndin.

en jæja. ég ætla kannski að kíkja í heimspekibókina mína og gera eitthvað smá verkefni. mig grunar samt alveg helling að ég hafi alls ekki orku til þess og eigi eftir að sofna yfir lesningunni. þetta er nefnilega ekki nema semiáhugavert. ég held það eigi sök sína að rekja til óáhugaverðs kennara.
en samt ætla ég ekkert að leggja mitt undir þá ágiskun, né heldur heiður minn. ég ætla helst bara ekkert að gera þessa ágiskun opinbera. er samt búin að því með því að skrifa hana á bloggið mitt. en við erum öll vinir, það þarf ekkert að opinbera þetta neitt meira eða neitt þannig. skomm.

jæja, kegs.

mánudagur, október 18, 2004

já krakkar mínir.
ég man ekki mikið hvað dreif á daga mína í síðustu viku, en um helgina fór ég í leiklistarferð. og svo yfirgaf ég alla.
nú er ég dáin.

ok grín.

ég er með eitt geegt fyndið atriði.
ok ok.
ég var að horfa á family guy, þegar voffi er að vinna hjá gömlu bitru konunni og verður svo ástfanginn af henni, og kemur í veg fyrir að hún hengi sig.
þegar hún ætlar að hengja sig ætlar hún að hengja sig í viftu.

það væri geðveikt fyndið ef einhver myndi hengja sig í viftu því svo færi viftan í gang og þá myndi líkið svífa í hringi.
haha.

ok kannski er þetta ekkert svo fyndið.
en ég sá þetta samt fyrir mér þegar ég horfði á family guy atriðið og hló geegt mikið.

nei ok. ég er farin. að hengja mig.

kegs.

mánudagur, október 11, 2004

já.
mæting: reykjavík kl. háltfólf á sunnudagskvöldi.

ég var á akureyri. akureyri er einn besti staður í heimi. ég elska akureyri.
hvað fylgir akureyri?
-skemmtilegustu teitin (ok stundum)
-skemmtilegasta fólkið
-besti ísinn
-bestu ostabrauðstangirnar
-flottustu trén
-ástargullmolarnir

það var svo gaman að það nær ekki átt. ég fæ fiðring í magann við að hugsa um akureyri.
það var yfirnáttúrulega skemmtilegt að hitta dagný, guðjón, björk, stebba, stebba, ingu völu, odd, lísu, brynju, greifann, svein þorra, jón, jón, önnu, reginn, kára, hlyn, hákon, sverri, skúla, loga, sólveigu ásu, kristján, vidda, rakel, anítu, stebbu, auðbjörgu, margeir, þóa, nínu, arnar, ara, megas og svo framvegis.
ég hitti nokkra ekki, af því að þolinmæði þeirra var á þrotum. ekki reyndi þó mikið á hana; ég sat á tröppum fyrir utan hús sem hefur meðal annars að geyma stúdíó og tsjokkóbúð að reyna að gleðja vin á erfiðum tímum.
sumir gátu ekki beðið þar til því væri lokið.
ég segi: þau um það.
suma líka hitti ég ekki, en sá. þar á meðal guð og heimi.
nei ég sá ekki guð það var lygi.
en ég sá karen og heimi og unni og einhverja mestu fyllibyttu sem ég hef á ævi minni séð (nei þetta er mjög mikil ýkjun) og án efa einhverja fleiri sem ég man ekki eftir akkúrat núna (ekki mistúlka þetta... þetta þýðir að mér er sama um ykkur. grín).

saga helgarinnar:
- keyra til akureyrar með páli nokkrum.
- fara í homma (heimspeki- og menningarfélag menntaskólans á akureyri) teiti með björk.
- mæta óvænt til að koma mörgum á óvart og dagný til að gráta. það var mjög gaman.
- fá fullt af knúsum. fullt fullt.
- fá soldið mikinn fiðring í magann.
- rifja upp marga marga góða tíma.
- hitta megas og fá fatlafól sungið í eyrað - mjög perralega, með breyttum texta sem var persónulegri en sá upprunalegi.
af hverju fatlafól í eyrað?
megas: af hverju haltrarðu?
stefanía: því ég er nýkomin úr gipsi frá læri niðrá ökkla.
- fá far heim með lögreglu akureyrar ásamt nýjum degi (já dagný).
- vakna heima hjá dagnýju, hitta brauðbjörgu og ingu völu stuttu síðar.
- hitta guðjón, fara í brynju.
- hitta odd, leggjast í bleytu ekki meðvituð um hvers kyns vökvinn var.
- fá upplýsingar um hvers konar vökva ég lagðist í.
- fara í matarklúbb hjá björk með önnu, bergþóru, nínu og lilý.
- fara á skyttuárshátíðina.
- skemmta mér yfirnáttúrulega vel, hitta alla og fá frábærar móttökur.
- fara á klósettið á síðustu stundu, lyklabera óafvitandi.
- koma fram af klósettinu í tómt hús.
- vera læst inni í skyttustúdíó því það þarf lykla til að opna hurðina, bæði að innan og utan.
- hringja útum allar trissur til að fá lyklabera til baka og komast út.
- komast út.
- rölta hölt (haha rölta hölt) uppí tíu ellefu í fylgd með hávöxnum, dökkhærðum, mjög ölvuðum dreng, sem kallaði mig sultu.
- fara inní hús sem ég vildi ekki vera í, en vera með sumum sem ég vildi vera með.
- fá far á helgamagrastræti.
- vera með fleirum sem ég vildi vera með.
- sofa ekki (en samt smá frá tíu til hálftólf um morguninn).
- fara á greifann með guðjóni og hákoni.
- fá ostabrauðstangir frá greifanum.
- fara í brynju með páli.
- keyra til reykjavíkur með páli.

já þetta var viðurstyggilega skemmtileg helgi.

ég þakka innilega innilega fyrir mig.
kegs.

föstudagur, október 08, 2004

ekkert gips lengur.
ég losnaði við gipsið mitt í gær. á afmælisdaginn minn. ég átti nefnilega afmæli í gær.

núna er ég að fara að gera svo ótrúlega skemmtilegt. eða ég er að fara að gera doltið viðurstyggilega leiðinlegt í svona fjóra til fimm tíma svo að ég geti gert svolítið alveg fáránlega skemmtilegt eftir fjóra til fimm tíma. eða eiginlega bara alla helgina. eða svona fram á miðjan sunnudag kannski.

í spilun: bubbi - fjólublátt flauel.
hversu gott er þetta lag? mjög gott. ég fæ fiðríng í magann og þungt fyrir hjartað þegar ég hlusta á það. og líka svona ótrúlega mikið áreiti á einbeitinguna. þ.e.a.s. þegar þetta lag er á fóninum þá á ég mjög auðvelt með að gleyma því sem ég var að gera, því sem ég þarf að gera, því sem vil gera, því sem ég hef gert o.s.frv. ég bara sit og stari útí loftið og hugsa um eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað er, því svo allt í einu hrekk ég aftur í heim skyldanna og
vá ég var að fá svona núna.

ég fékk proddiggí miða í afmælisgjöf. ég fékk líka arkítektúrbók og söguatlas. ég fékk líka vettlinga. ég var næstum því búin að týna þeim áðan, annan daginn sem þeir eru í minni eigu.

ég á svo auðvelt með að týna vettlingum, ég skil ekki hvers vegna. það hefur fylgt mér alla ævi að týna vettlingum. ég á svona milljón einn vettling (þessi setning þýðir að ég eigi fullt af stökum vettlingum) því ég týni alltaf að minnsta kosti öðrum þeirra.

palli er komin bæ.

miðvikudagur, október 06, 2004

á morgun á ég afmæli.
eftir fjóra klukkutíma á ég afmæli.
7. október á ég afmæli.
eftir tvöhundruðogfjögurtíu mínútur á ég afmæli.

kardimommudropar.

mig dreymdi að pabbi hefði sagt "ég var að lesa bloggið þitt" og ég hefði snappað á hann.
var það ekki draumur annars? ég man það bara ekki.

kardimommubærinn.
ég er ekki alveg viss viss að hann heiti þetta en ég nokkuð viss.
rosalega skemmtilegur bær. ég hef komið þangað. ég hef allavega komið í eftirlíkingu sem er stödd í fjölskyldu- og húsdýragarði í noregi, rétt hjá lillesand.
alveg ágætt það skomm.

mig langar til þess að koma einni skoðun á framfæri, ótrúlegt en satt. ég er minna fyrir að segja eitthvað af viti hérna.
ég vildi að allir væru hamingjusamir.

deisjavú.
ég held ég hafi áður talað um þetta hérna. æji bla ok.

ég skil engan veginn hvers vegna fólk segir "ef það væri bara gott þá kynnum við ekki að meta það, við þurfum slæmt líka til þess að geta gert greinamun á góðu og slæmu séð að okkur líður vel."
það er núll vit í þessu sko! auðvitað er frábært ef okkur líður alltaf vel! ef okkur líður alltaf vel þá líður okkur alltaf vel! við þurfum ekkert að vita að það er til slæm tilfinning líka til að geta liðið vel!

alveg eins og þegar við smökkum ís í fyrsta sinn og finnst hann frábær, þá þurfum við ekki að vita að til er vondur ís til þess að vita að okkur finnst þessi góður. hann er bara góður.
þetta er rugl.

ef þið sjáið eitthvað athugavert við þetta þá endilega segið það, en ég hlusta ekki á "það verður að vera slæmt svo við vitum að eitthvað sé gott". það er kjaftæði. ef þið komið með þetta, komið þá með einhver rök með því.

annars þakka ég fyrir mig og kegs.

mánudagur, október 04, 2004

já maður er í draslinu.
ógeðslega endalausa rok hérna.

ég er enn fötluð. fólk kallar mig enn fatlafól.
kaldhæðni: það hanga jóga-auglýsingar uppi um allan skóla.

en hvað það væri skemmtilegt að hafa tilgang einhvers eitthvað sem héti tilgangslausa eitthvað.
til dæmis: tilgangur þessarar bókar er að segja frá tilgangslausum klósettferðum.
það væri mjög fyndið.

mjús. djús. lús. krús. hús. dús. fús. snús. mús. mjús. <- hringekja mjús. mjús er sko muse.


í gær sat ég í rúminu mínu, beint á móti speglinum á skáphurðinni minni, og talaði við sjálfa mig.
kannski er ég bara ekkert eðlileg.
ég var samt bara að grínast. mestmegnis. eða ég meina ég var ekkert að rökræða við sjálfa mig... eða spyrja mig að einhverju sem sá hluti sem spurði vissi ekki, eins og fólk á kleppi.
ég var bara að grínast.


kegs.

laugardagur, október 02, 2004

jæja krakkar mínir. þannig er það nú.

ég sit hér í mestu makindum NEI fyrir framan tölvuna, með gifs frá ofanverðu lærinu og niður á ökkla pökkla.
-ha! hvernig gerðist það?
-ég fór úr lið í hnénu.
-ojjj... hvað varstu að gera?
-ég var í jóga.

já krakkar mínir, þetta er ekki lygi, ég er í gifsi eftir jógaæfingar. en stórkostlega frábært. mér líkt? tjah, mér er spurn.

nú er ég búin að nota öll orðin sem eru fremst á lista flestra yfir orð sem þeir þola ekki.
-hver eru þau?
-jæja, já og tjah.
-sammála.

ég hef satt að segja ekkert á móti þessum orðum, ég hef bara átt samtal við þónokkra sem hafa haft það á orði hversu mikið þeir fyrirlíta þessi orð. stundum samt ekki samtal, ég hef nefnilega lesið þessa yfirlýsingu á einhverjum bloggum líka.

já hversu asnalegt er þetta (talum gifsið til að hafaða á hreinu (reyndar ef fólk hefði ekki verið búið að fatta það núna þá hefði það komist að því í næstu málsgrein svo að þessi svigi var nú ekki svo nauðsynlegur)). svo er gifsið farið að leka eitthvað asnalega niður löppina mína þannig að það heldur ekkert jafnvel við og fyrst um sinn.
-góð ending?
-já, alveg sólarhringur.

enn og aftur hef ég svikið forráðamann minn varðandi útivistartíma.
-útivistartíma? ertu ekki að verða átján ára gömul og sjálfráða eftir fimm daga, eða á næsta fimmtudag, þann 7. október?
-jú það passar.
-hvernig stendur á þessu?
-kröfuharður faðir.
-vóhóhóóó (björk-style)
-neinei, maður hefur sossumm gottafðessu.

ég elska sjálfstætt fólk. hún er alveg yndisleg. ég er reyndar ekki búin með bókina ennþá, en það mjakast áfram.
mér finnst hún samt það frábær að ég hugsa mikið um hana og langar mjög oft að hætta athöfnum mínum til þess að fara að lesa (fáar bækur sem ég get stært mig af þessu um... harry potter fer þar fyrir flokki), það bara passar ekki alltaf inní dagskránna sjáið til.
ég er líka farin að vitna í hana (held það sé bara það eina sem ég vitna í fyrir utan friends (oj en asnalegt að segja frá þessu (mér er svosem alveg sama, ég er í gifsi - ég er fatlafól))).

farin að lesa og sofa.

kegs.
 

© Stefanía 2008