fimmtudagur, mars 08, 2007

Já, ég er klárlega brjáluð. Ég var bara fjarlægð af ónefndri síðu vegna biturðar hinna meðlimanna út í of litla virkni af minni hálfu. Mér finnst það ömurlegt og glatað og ég er sár. Rugl.

Fyrsta lag:
Ég vissi ekki að alvarleiki málsins væri svona mikill. Ég hélt að þetta blogg væri meira uppá gamanið en hefniaðgerðir og mér finnst klárlega að ég hefði átt að fá a.m.k. eina viðvörun áður en til svona rótrækra aðgerða var gripið. Algerlega óréttlátt.

Annað lag:
Ég var stofnandi félagsins í þá daga þegar það var stofnað og það að ég sé ekki majorly virk í nýstofnuðu bloggi þess gefur klárlega ekki rétt til þess að fjarlægja nafnið mitt úr meðlimum félagsins! Ég er ennþá hluti af félaginu þrátt fyrir að vera ekki bullandi virk í bloggsíðu þess.
Ekki var Óli Stef fjarlægður af landsliðssíðunni af því að hann bloggaði aldrei og kommentaði aldrei. Enda hefði það verið fáránlegt! Eins fáránlegt og þetta er!

Þriðja lag:
Ég er helling búin að kommenta (á a.m.k. 50% færslnanna sem sjást á upphafssíðu félagsins) og ég gerði skemmtilegustu færslu í heimi - og rökin fyrir brottrekstri eru að ég hafi "aldrei kommentað" og "ekkert bloggað". Obiously not true. Ég viðurkenni að færslan var ekkert sérstaklega löng og innihaldsrík, en hún var þó. Og síðast þegar ég vissi var eitthvað ekki ekkert og helmingur ekki aldrei.

Ég er sár, sár segi ég. Og mér finnst þetta asnalegt. Og fáránlegt eip. Og diss. Og algerlega alltof harkalegar refsiaðgerðir og engan veginn leiðin til að virkja mig! Mætti halda að umræddar manneskjur hefðu alist upp Bandaríkjunum (sbr. alltof harkalegar refsingar og oftar en ekki í virkilegu ósamræmi við glæpinn).

Hringið í mig þegar þið eruð í stæ603, stæ703, líf103, efn103 og eðl103 - í tveimur skólum - ásamt því að vinna, hjálpa helling til heima og eiga félagslíf.
Þá er ég ekkert að deyja úr spenningi í að eyða þessum tveimur mínútum á dag (já, ýkjun að sjálfsögðu, but you get the point) þar sem ekkert bíður mín (og þó bíður alltaf eitthvað, eins og hjá öllum, alltaf) í að uppfæra síðuna.
Og hvarflaði það að ykkur að mér fyndist þið standa ykkur ágætlega í að sjá um þetta og að ég treysti ykkur fyrir þessu? No, no.

Og, ónefndur meðlimur sem var dónalegur áðan, ekki halda að ég hafi ekki skoðað síðuna í mánuð, ég skoða hana reglulega, mjög reglulega, ég bara er ekkert alltaf að skoða meðlimaskránna, þar sem ég býst ekkert sérstaklega við að þar verði mikil breyting á!

Ég puffa á svona bannsett rugl og vitleysu! (Já, upphrópunarmerki)!
Djöfuls.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008