föstudagur, febrúar 02, 2007

Jæja kæru vinir. Og ekki kæru vinir. Og kæru ekki vinir. Allir bara.

Ég reis uppúr flensu. Í kjölfar ælupestarinnar komu hiti og beinverkir. Það er að hjaðna. Ég spái því að á morgun verði ekkert eftir.

Brjálað að gera í skólanum í næstu viku. Ég ætla ekki að segja hvað er að gera því það er oft ekkert skemmtilegt að lesa þegar fólk skrifar: "Ég á eftir að gera fimmtán skýrslur, fara í sex próf og gera þrjár og hálfa ritgerð, allt fyrir föstudaginn."
Stundum er það samt skemmtilegt. Ég held það sé skemmtilegt ef maður vill vita um námsstöðu viðkomandi. Það er reyndar alveg líklegt að einhver sem les bloggið mitt vilji vita eitthvað um námsstöðu mína, ég á alveg ættingja sem lesa það. Yndislega ættingja meira að segja.
Töff og væmið.

Allavega, ég vil frekar koma með góðar fréttir og einkunnir úr því sem ég gerði en að tuða um það sem ég á eftir að gera. Þótt það sé mikið.

Ég hef tekið ákvörðun. Haha, ég hef ekki tekið þessa ákvörðun í langan tíma, sem er kannski fáránlegt.
Ég ætla ekki að djamma um helgina. Og það er engin brjáluð ástæða fyrir því (fyrir utan hvað það er sjúklega mikið að gera í skólanum (eða skólunum öllu heldur)), sem eru kannski mestu fréttirnar; ég verð róleg þrátt fyrir að allt vísi mér annað.
Það bíður mín meira að segja girls' night out og þorrablót. Ég sleppi því fyrrnefnda og verð róleg á því síðarnefnda. Ég þarf hvort eð er ekki brennivín til að skola niður hákarlinum þar sem ég hef ekki í hyggju að fá mér svoleiðis.

Jamms. Fréttirnar eru réttar. Stefanía verður heima um helgina. Ekkert Prik, enginn Bar, enginn Kaffibar, enginn Sólon, engin Vegamót. Ekkert. Bara líffræði-, eðlisfræði-, efnafræði- og stærðfræðibækur.
Sennilega næ ég samt ekki að skoða allar bækurnar, en einhverjar. Og ég ætla að skoða þær í marga klukkutíma.

Ég ætla líka að fá mér ís um helgina. Vesturbæjarbúðarís (það er skemmtilegra að skrifa (og segja) vesturbæjarbúðarís en Melabúðarís (ég veit reyndar ekki einu sinni almennilega hvað ísbúðin heitir, en þið vitið hverja ég á við)). Hver veit nema ég fái mér bara ís núna á eftir! (Samkvæmt málfræðireglum hefði átt að vera spurningarmerki þarna en ekki upphrópunarmerki). Nei, í kvöld frekar, eftir mat. Ef ég fer ekki að vinna.

Bleeess.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008