mánudagur, janúar 29, 2007

Allir í fjölskyldunni minni, pabba megin, eru veikir! Meira að segja sú okkar sem býr ekki heima, Sunna.
Ég hef aldrei lent í öðru eins. Ég svaf ekki í nótt fyrir magaverkjum, bylti mér bara endalaust á milli þess sem ég vafraði hálfsofandi inn í drauma og ofskynjanir og velti fyrir mér hvers vegna í veröldinni mér væri ekki bara óglatt svo ég gæti ælt burtu verkjunum.
Á endanum fann ógleðin mig með örfárra sekúndna fyrirvara og ég stökk inn á klósett og ældi svona þremur lítrum af vökva. Feeling better, but not well.
Þá kemur pabbi til mín og spyr hvort ég hafi verið að æla, ég svara játandi, þá tilkynnir hann mér að allir á heimilinu séu í sama ástandi. Ótrúlegt.
Um morguninn heyrum við í Sunnu, þá kemur í ljós að hún svaf á klósettinu því hún ældi svo mikið. Kerlingaranginn. Hún er ein.
Við hér á Háteigsvegi höfum allavega hvert annað til vorkunnar og þjónustu. En það er enginn á Freyjugötu, nema Sunna og magaveikin.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008