fimmtudagur, mars 23, 2006

Jæja. Ég mætti í skólann í dag. Það var ekkert merkilegt. Allt í lagi svosem.

Ómar er rauðhærði sambýlingurinn minn.

Hann man ekki:
-eftir að loka skáphurðum
-eftir að ganga frá sokkunum sínum
-eftir að ganga frá hlutunum á réttan stað inná baðherbergi
-eftir að ganga frá lyklunum sínum á góða staðinn
-hvað hann gerir við lyklana sína
-margt sem hann er beðinn um að gera
-uppskriftir
-eftir að ganga frá handklæðum
-eftir að ganga frá fötum (óhreinum og hreinum)

Hann á um alla íbúð:
-glös
-sokka
-handklæði
-yfirhafnir
-alls konar drasl sem hann spáir ekki í að ganga frá
-föt

Hann kann vel að meta:
-morgunkornið Gullkorn
-samlokur
-hamborgara
-lasagne
-sjónvarpsþáttinn Arrested Developement
-bjór
-White Russian
-kvikmyndina The Big Lebowski
-tónlist af ýmsu tagi
-appelsínusafa
-ananas
-skyr
-að fara í sturtu og fara beint uppí rúm án þess að þurrka sér
-sjónvarpsþættina Family Guy og American Dad
-nef (einkum dýranef og mitt nef)
-mig :) (score)

Hann kann ekki svo vel að meta:
-Hagkaup (hann vann þar)
-fólk sem rignir uppí nefið á
-The O.C. og Desperate Housewives
-Nip/Tuck (vegna ógeðsins)
-þegar tölvan hans virkar ekki
-að fara í sturtu á morgnana

Hann er frábær vegna þess að:
-hann segir mér að ég sé sæt
-hann segir mér að ég sé falleg
-hann er fyndinn
-hann er fróðleiksmoli í tónlist
-hann pyntar mig á krúttlegan hátt (aðallega kitl)
-hann gefur frá sér ótrúlega fyndin og krúttleg hljóð
-hann getur gleymt því að annað fólk sé á staðnum og látið eins og lítið barn eða krúttlegt dýr
-hann vildi að hann gæti breimað til að sýna hvað honum líður vel
-hann elskar að kúra með mér
-hann er rauðhærður


Krúttó.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008