þriðjudagur, mars 07, 2006

Úff ég hef þurft að hemja mig svo mikið undanfarið í fannálum. Mig langar svo að tjá mig um svo margt og svo persónulegt, sem kemur kannski ekki öllum þeim við sem lesa bloggið mitt.

Það dynja á svo miklar breytingar í lífi mínu og hátterni. Ég er orðin heilög.
Nei, grín.
Ég á helling af ást sem ég vil endilega dreifa um svæðið. Ég er líka endalaust glöð. Ég held að það sé vegna þess að ég finn innilega fyrir góðum afleiðingum áðurnefndrar (þarsíðasta færsla) naflaskoðunar. (Naflaskoðun er ótrúlega skondið orð með kjánalega merkingu).

Ég er ein af þeim sem stend mig nánast alltaf að því að efast um heilindi fólksins í kringum mig. Ég túlka líka oft pirring fólks sem persónulega árás á mig. En viti menn, undanfarið hefur það bara voðalega lítið, jafnvel ekkert, angrað mig.
Ég held að það sé vegna þess að ég þarf ekki á heilindum manna að halda lengur, nema þeirra sem ég þekki mjög vel og veit hversu heilir eru. Ég treysti ekki lengur fólki sem hefur ekki gefið mér góðan grunn að trausti. Ég treysti ekki lengur fólki sem hefur gefið mér einhverja ástæðu til vantrausts. Fyrst og fremst treysti ég ekki lengur á fólk sem hefur ekki gefið mér góðan grunn að trausti. Þetta gerir lífið hreinlega auðveldara, vegna þess að þá er engin þörf á að treysta á neinn nema sig sjálfan. Það er langbest að treysta ekki á neinn nema sjálfan sig vegna þess að ég veitég sjálf get allt sem ég vil, ef viljinn er fyrir hendi. Klisjur eru klisjur af ástæðu sjáið til.
Hið síðara, þetta með að hafa ekki lengur áhyggjur af því að ég hafi gert eitthvað á hlut fólks ef það sýnir mér ekki glaðlegt viðmót á móti mínu innilega brosandi fasi (jú, víst, ég er alltaf glöð (uu)), held ég að hafi lagast vegna aukinnar trú á mér sjálfri og vegna þess sem ég var að tala um áðan, ég þarf ekki á öðrum að halda. Þar af leiðandi þarf ég ekki á samþykki annarra að halda ef ég veit að ég gerði ekkert.
Ég firri mig nú reyndar ekki því að þurfa stundum á samþykki annarra að halda. Ég er kræf á álit annarra, en gleði mín stendur ekki lengur og fellur með gleði annarra. Það er stórkostlegt.

Þetta vil ég þakka þeim Ölmu námsráðgjafa, Sigrúnu, Ómari, pabba mínum kæra, Sunnu Dís og multifleira fólki. Takk allesammen.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008