miðvikudagur, mars 15, 2006

Erða blogg eða?

Hvað þýðir það ef fólk er slefandi? Þá á ég ekki við hefðbundið slefandi eins og lítil börn gera áður en þau læra að halda munnvatninu uppí munninum á sér.
Ég myndi giska á að slefandi fólk væri heimskt, í óhefðbundnum skilningi. Það er samt víst ekki rétta merkingin. Ég held að orðið slefandi geti bara haft fullt af merkingum.

Mig langar svo mikið að fara að sofa en ég á eftir að klára einn hlut og gera hluta af öðrum hlut áður en ég fer að sofa.
Það er svo langt síðan ég hef getað farið að sofa fyrir miðnætti án samviskubits. Ég bara hreinlega get ekki beðið eftir föstudeginum eftir viku og tvo daga. Þá get ég farið að sofa og sofið út daginn eftir og gert voðaleg lítið þann dag.

Líddu hraðar, tími.

Eða nei, annars, þá hef ég enn minni tíma til að gera það sem ég ber skyldur til að gera. Ekki líða hraðar, tími.

Bleeess.

*Bætt við eftirá:*

Ég get orðið brjáluð á þessum helvítis staðfestingarkóðum á blog.central! Djöfulsins ógeð! Fokkhellsjitt!
Viljiði plís taka þá út, þið sem hafið vald og gáfur til þess?

Takk fyrir.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008