mánudagur, ágúst 23, 2004

jæjamm. fyrsti skóladagurinn í dag. hann var bara mun skemmtilegri en á horfði. ég á strax þykjó kærasta. en það var samt bara brandari. en það var samt fyndið. og já uuu ég sit á sviðinu í norðurkjallara... svöl eða? hmm já!

nei svona virkar þetta víst í emmhá. ég er ekki alveg komin með þetta á hreint ennþá. allavega veit ég að fatahengisborðin eru ekki hátt sett og norðurkjallari er það.

nei já eftir fyrsta skóladaginn þá líst mér bara mjög vel á emmhá svokallaðan. ég frétti að þar ætti ég að vera með helgu í skóla. HELGAAA. hún er frönsk.

vá hvað ég er orðin leiðinlegur bloggari. ég hef ekkert að skrifa um. ælælæl. kambur. það er fjall. á gjögri.

já u fyrir þá sem vilja vita er planið helst að koma norður næstu helgi. það verður alveg mega. megadjamm að vanda. og svo aftur í september. dagný verður að hýsa mig. nú eða annar. sem er sætur. sætur eins og sykur. nei hann er sætur eins og villt skógardýr sem borðar menn í morgunmat.

þessi helgi var annars svakó. maður var smá skammaður. af föður og gangandi. áfengið kannski í aðeins meira lagi. en síðan hvenær hefur það gert nokkrum mein?
ég átti nú samt eina villtustu nótt lífs míns nóttina fyrir mennó. nei grín. ekki satt. ekki satt. lygi.
ú nú vitiði ekki hvort ég sagði þetta svona oft af því ég var að leggja áherslu á það að ég hafi ekki átt villtustu nótt lífs míns nóttina fyrir mennó eða hvort ég sagði þetta af því ég átti hana og ég sagði að grínið væri ekki satt, svo sagði ég að það væri ekki satt, svo að það væri lygi. þannig að spurningin er:
átti ég villtustu nótt lífs míns nóttina fyrir mennó?
spurning... sennilega ekki samt.

menningarnóttin var ekki mjög sérstök. dóp is all around durururururu (sungið við lagið love is all around). það er alveg ömurlegt maður. dópíngdóp.

jæja núna ætla ég að fara að svara ímeilinu sem dagný sendi mér. það var frábært að fá ímeil frá þér. geggjað skemmtilegt ímeil. ég elska þig.
(bara svona þakka fyrir það opinberlega... sýna hversu mikið ég elska þig)

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008