þriðjudagur, janúar 05, 2010

Út vil ek.

Jólin eru að klárast. Prófin kláruðust og ég þurfti að sætta mig við einkunnir sem ég hefði viljað hafa hærri. Nú má segja að alltaf vilji maður meira en maður fær. Þá vil ég svara að mjög oft maður fái minna en maður á að fá (og á að sætta sig við). Almennt í lífinu. Auk þess held ég að það sé ekkert gott að sætta sig við að maður fái ekki alltaf það sem maður vill. Frekar að reyna að gera raunhæfar væntingar. Væntingarnar mínar um aðeins betri einkunnir voru ekki óraunhæfar. Sjö, áttafimm, níu og níu. Þetta hljómar betur en það er fyrir manneskju í minni aðstöðu. Kannski hljómar það ekki einu sinni vel.

Um áramótin tíðkast það hjá systrunum Ösp og Björk á Tjörn í Svarfaðardal að rétt fyrir miðnætti öskra þær burt allan pirring og allt hið slæma í lífinu sínu og skilja það eftir á árinu sem er að líða það sinnið, svo taka þær pirringslausar á móti nýja árinu.
Áramótunum sem voru að líða, áramótunum níu-tíu, eyddi ég hjá Ösp á Tjörn og Björk í Jarðbrú (sem er ekki sama Björkin og Björk á Tjörn, systir Aspar) og rétt fyrir miðnætti öskraði ég burt pirringinn með systrunum á Tjörn. Hann (pirringurinn) fól í sér hitt kynið og einkunnir. Ég var hins vegar nokkuð óundirbúin þegar að stundinni kom og held ég hafi ekki náð að fjarlægja allan pirringinn.

Ég reyni því að klára þetta hér með því að gera tilraun til að færa pirringinn frá mér yfir á veraldarvefinn:
Megi mér takast að losna við allt angur sökum einkunna/skólagengis og hins kynsins.

Þrátt fyrir fullyrðingar fyrstu greinaskila þessa fannáls ætla ég að láta Mick og félaga eiga síðasta orðs hans (fannálsins).

2 ummæli:

Unknown sagði...

það er gott að öskra burt allan pirring.
það virkar samt betur oft, finnst mér, að skrifa og skrifa eitthvap bull þangað til maður er búinn að gleyma pirringnum.
það er fínt að prjóna líka, nýtilkomið hjá mér.

gleðilegt nýtt ár annars og gaman að hitta þig um daginn.

Stefanía sagði...

Vá. Stór tilviljun: ég skoðaði bloggið þitt í gær! Mig minnti að ég hefði ekki skilið eftir athugasemd, en þegar ég sé athugasemd hér frá þér þurfti ég að gera mér sérstaka ferð inn á þitt blogg og kanna hvort ég hefði skilið eftir athugasemd.
Bylgjulengdin Birta.

Mjög skemmtilegt að hitta þig líka um daginn. Ég var ekkert að gantast með þennan hitting sem verður að vera innan skamms!

 

© Stefanía 2008