föstudagur, janúar 02, 2009

Úff búin að vera slök í ræktun þessa bloggs. Ég er ekki enn búin að fá einkunn úr þessu síðasta prófi, en allt hitt er in the bank. Ánægjulegt það.

Janúar.
Röskva. Röskva. Röskva, Röskva, Röskva, Röskva, Röskva. Ekkert annað. Bera út blöð, ganga í stofur, hringja í fólk, fara í sumarbústað með Röskvuteymi, hafa gaman.

Febrúar.
Röskva. Röskva. Röskva. Kosningar - sigur með sex atkvæðum. Úff, tæpt og stressandi. Ég tók sæti í hagsmunanefnd, sem telur fimm stórgóða einstaklinga úr annars vegar Röskvu og hins vegar Vöku. Við erum búin að vera fáró dugleg.
Lokapróf í einum heimspekiáfanga. Ekki rúst, en fínt miðað við tímann sem lagður var í áfangann.

Mars.
Læra. Læra ó svo mikið. Hvolsvallarferð að passa baunalingana mína, Emmu og Lóu.

Miðlaði Rúbikkskjúb áhuganum niður á yngra fólk. Maður verður að miðla.
Fór slatta í Bláfjöll og naut mjög mikið. Sjá okkur krúttrassa:

Árshátíð Stiguls átti sér stað, þemað var fortís, plús mínus tíu. Ég og ástarpúngarnir mínir, Nalli og Fáni:


Apríl.
Stigulskosningarnar með myndun stjórnarinnar minnar; ég, Jóhanna, Erik, Arnaldur og Helgi. Stórkostlegt fólk, ég á ekki mynd af hópnum. Ég þarf að redda því. En þetta er kórónan mín:



Maí.
Próf og próflokadjamm. Með þetta:

Erik og Jóhanna með.
Sigrún átti afmæli og Sunna mætti kasólétt og fín.
Annað sumarið mitt sem starfsmaður hjá Kynnisferðum hófst, lovely.
Skilnaður hjá öðru foreldrinu og flutningar í kjölfarið.
Davíð átti Sögu.

Júní.
Sunna Dís átti Gunnar Inga.
Spánarferð með mömmu, systrum og stjúpföður. Fullt af rigningu en líka fullt af sólbruna. Pouring drinks fyrir mig og Rebekku. Bailey's þema í ferðinni. Mmmhhh.

Keyrði ein til Barcelona frá Benidorm. Það var pínu klúður, en reddaðist. Hitti Stebbu og fann dúfur.




Elsku Rebekka átti afmæli. Við fengum logandi skot frá uppáhaldsbarþjóninum okkar.



Oddur átti Katrínu.

Júlí.
Ég fór á Hróarskeldu, til Þórsmerkur með yndislegu samstarfsfélögunum mínum og á Stapa með Ásgeiri og Miriam. Þess á milli vann ég.
Mætt upp á Valahnúk. Sátt við lífið. Birtusvipur langbestur.

Fáró gaman hjá mér og Miriam.

Fáró næs hjá mér og Ásgeiri.




Ágúst.
Vinna. Og vinna. Og sjá um systkini. Sunna systir fór til útlanda að vera dugleg að læra.

Skólinn byrjaði.

September.
Nýnemaferð. Gubbandi fólk en allir hressir. Læra. Skilnaður hjá hinu foreldrinu og þar með varð ég fimmfalt skilnaðarbarn.
Tvítugsafmæli Röskvu. Ég, Ösp og Kata ákváðum að vera fáró sætar:


Október.
Afmælið mitt. Þá ákvað ég að vera jússa:

Októberfest. Fleiri afmæli. Airwaves sem ég fór ekki á. Fleiri afmæli. Haustferð og haustfögnuður Stiguls. Hvort tveggja awesome to the max. Það var nördaþema í haustfögnuðinum, ekki allir sáttir við það val og fannst þemað óþarft, en mér finnst við hafa eisað þetta:



Nóvember.
Alveg föst á milli steins og sleggju. Alltaf gaman það. Stundum er maður bara fullur. Þess utan lærði ég. Svo mikið.
Um þrítugasta nóvember segi ég ekki meira.

Desember.
Sorg. Samheldni. Ást.
Próf. Prófstress. Próflestur. Prófpirringur. Prófklepr. Próflok. Próflokadjamm.
Ég og Hákon með þetta:

Hólmfríður Helga átti Snæfríði Eddu.
Jólin með mömmu. Jólin með pabba. Jólin með fjölskyldu. Áramótin með fjölskyldu.


Mér finnst eins og allir þeir atburðir sem ég taldi upp hér að ofan hafi gerst í gær.


Ég ætla að nota þessa mynd til að lýsa árinu.

Hresst, súrt, litríkt, fullt. Það var fullt af ást, áfengi, ferðalögum, nýju fólki, gömlu fólki, atburðum og nýjungum.

Takk fyrir allt, fólk, og gleðilegt nýtt.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég ekki sátt með þig, ég átti Gunnar Inga 4.júní og geturu ekki sett inn mynd af honum, en getur samt sett milljón djammmyndir pfff!

-sunnadís

birta sagði...

vá. ég er náttúrulega aðeins of heit á þessari mynd. hömmhömm.

gleðilegt nýtt steffómín. knús. b.

Stefanía sagði...

Mér finnst bara að hann hefði átt að fæðast í maí! Hann lét bíða og bíða eftir sér og ég er bara ekkert sátt við hann.

Djók. Elsk.

Birti, sömó.

steiniofur sagði...

ok vá ég þarf viku að melta þetta allt saman.

en gleðilegt samt!

Sunna sagði...

Heyrðu, okkur nöfnunum var ekki gerð nógu góð skil í þessum annars einkar skemmtilega annáli. Ég fór út 12. september. Kveðjupartýið var helgina 5.-7. sept. (man ekki hvort það var 5. eða 6. sept).

Vertu annars sæl elskan mín og takk fyrir stuttu fundina okkar um jólin - ást, S.

 

© Stefanía 2008