Ég var eitthvað að spá í að gera þetta blogg ósýnilegt, eins og ég hef gert sjálfa mig ósýnilega á Feisbúkk og emmessenn. Heilaga tímaþjófaþrenndin; feisbúkk, emmessenn og blogg. Eins og sést hætti ég við að fullkomna ósýnileika minn í heilögu þrenndinni.
Í stað þeirrar fullkomnunnar ætlaði ég að tjá mig um uppruna táknsins hjarta sem tákn ástarinnar, en hætti við það líka sökum vangaveltanna sem fram koma og setti í staðinn aðeins inn orðið hjarta.
Ég er hætt við að hætta við og ætla að bomba fram vangaveltum mínum um þetta mál.
Svo að enginn verði reiður er best að taka fram að hér fer ég ekki með neinar sérstakar alhæfingar um muninn á körlum og konum, textinn er einungis settur upp á þennan hátt til að koma á framfæri uppruna táknins hjarta fyrir ástina.
Uppruni hjartans.
Það má óneitanlega sjá svip með aflöngu hjarta og sköpum, að minnsta kosti er auðvelt að sjá fyrir sér myndtáknið sköp þróast út í hjarta. Auk lögunarinnar er liturinn. (Ég ætla ekki að setja inn myndir af þessu).
Það fyrsta sem við sjáum þegar við komum í heiminn eru kvenmannssköp (hér eftir ætla ég aðeins að nota orðið sköp, en vísa þá til kvenmannsskapa). Viljinn til að fjölga sér er innbyggður í mannkynið. Það sem karlmenn hafa því viljað frá örófi alda er að komast aftur í sköp síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að komast í sköp er að komast í færi við kvenmann. Löngun karlmanns í kvenmann (og kynlíf) má því leiða af löngun mannkynsins til að fjölga sér.
Snemma fóru menn að tjá sig með myndum. Það er mín kenning að myndtáknið sköp hafi komist á hellaveggi sem tákn um löngun karlmanns í þau (sem eins og áður segir á rætur að rekja í löngun til fjölgunar), auk þess sem lífið sem karl og kona búa til í sameiningu, kemur út um sköp. Ef kenning mín er sönn og sköp voru notuð sem tákn löngunar karlmanns í þau, er það enn fremur mín kenning að sú notkun hafi þróast út í notkun myndtáknsins skapa sem tákn um löngun karlmanns í kvenmann.
Nú er hugtakið ást í grunninn bara löngun fólks til að vera saman og (oftast) stunda kynlíf - þar sem það er sennilega nánasta og innilegasta tjáningarformið.
(Sjá innskot neðst).
Ég held því að táknið sköp hafi þróast frá því að vera tákn löngunar karlmanns í sköp (einvörðungu vegna innbyggðrar (mögulega ómeðvitaðrar) löngunar til að fjölga sér) út í að vera tákn ástar á milli karlmanns og kvenmanns, og síðar tveggja einstaklinga af hvoru kyninu sem er, og jafnvel móðurástar eða annarrar ástar í þeim dúr. Í gegnum tíðina hafi svo ofangreind þróun táknsins sjálfs átt sér stað;
táknið sköp varð að hjarta, tákni ástarinnar.
Innskot:
Þetta er reyndar tilvalið tækifæri til að koma á framfæri þeirri skoðun minni (mögulega ekki í fyrsta sinn) að ást er ekkert nema skilyrt hegðun (og allt drama tengt ástinni og kynlífi er alfarið óþarfi - svosem skiljanlegt stundum, en það er annað mál):
A hittir B, A heillast af B, heili A framleiðir gleðivaldandi boðefni (ég er enginn miðtaugasérfræðingur svo ég get ekki farið með hvaða boðefni þetta eru) vegna heillunarinnar. Þetta gerist aftur. Og aftur. Og aftur. Virkni skilyrtrar hegðunar hefur verið margstaðfest með rannsóknum (hundar Pavlovs t.d.), svo það er ekkert undarlegt að ítrekuð vellíðan A við að hitta B, kalli á löngun A til að hitta B. Ef þetta ferli (“tilfinningar”) er gagnkvæmt, er talað um að A og B séu hrifin hvort af öðru. Ef ferlið heldur áfram að ganga vel og A og B rækta góða framkomu við hvort annað svo hrifningin kemst á alvarlegra stig, er talað um að A og B séu ástfangin. Þá kemur fram löngun mannkynsins til að fjölga sér. A þykir B vænlegur kostur til barnsföður/móður (ómeðvitað eða meðvitað) og langar að stunda kynlíf með B - og vonandi öfugt. A og B verða lífsförunautar.
Innskoti lokið.
sunnudagur, janúar 11, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
15 ummæli:
falleg og áhugaverð pæling.
fékk mig til að hugsa hvað það er gaman að vera skotinn. í einhverjum, ekki með byssu.
b
Áhugavert þykir mér þetta. Sérstaklega áhugavert reyndar þykir mér skoðun þín að ást sé ekert nema skilyrt hegðun.
Hvernig gerðirðu þig ósýnilega?
-erla karlsd.
Birdie: Takk. Mér finnst hún áhugaverð, en ég veit ekki með falleg. Mér finnst þetta einmitt ekki svo fallegt - heldur fremur blákalt og ég gera lítið úr ástinni og brjóstvitinu. En gott að þú sért fegurðina í því. Það er kannski bara fallegt, ekki er (sjálfs)blekking falleg.
Erlie: Já, ég sé ekki að hún sé annað. Æjégveitekki. Veit þetta einhver?
Ég bara hætti að mæta á emmessenn og gerði feisbúkksíðuna mína óvirka. Blogg er ennþá aðeins of skemmtilegt - einhvers staðar verð ég að tjá mig.
fíkill í afvötnun? ;)
msn og facebook sveipað huliðsham bendir til þess að þú hafir of mikið við tíman að gera, ég meina semsagt of lítinn tíma. Ekki öfundsvert að vera í þeirri stöðu.
lifðu lífinu hægt, með hjartað á réttum stað ;)
lifið heil stefanía
ég ákvað að byrja á því að kynna mig, ég er systir erlu karlsdóttur og fór inn á bloggið þitt af blogginu hans vilhelms.
Ég hafði mjög gaman af því að lesa þessa færslu, mér finnst þetta meika nokkuð sens. Það sem gladdi mig samt mest var að sjá að ást væri ekkert nema skilyrt hegðun. ég nefninlega var einmitt að læra mikið um þetta og pavlov og skinner núna um helgina vegna sálfræði prófs sem var í gær.
Jójójójó.. þú ert bara ekki lengur á feisinu.. ekkert bara ósýnileg, heldur ekki til staðar. Jasaa - ég ætlaði að stalka þig þar, en það gekk ekki upp.
Ég nenni ekki myspace né msn, en feisið er mitt dóp!
Þar get ég njósnað sem vitlaus sé og svalað mínum pervertisma. Þar sé hverjir eru byrjaðir saman, hætt saman eða óléttir. Mögnuð uppfinning!
Hafðu það gott mín kæra - ást héðan.
Steini: Já það má segja það. En þetta eru líka bara ótrúlega tilgangslausir tímaþjófar. Ég hef reyndar bloggað um tilfinningar mínar í garð emmessenn (http://skraebotturkraeklingur.blogspot.com/2008/09/leikurinn-leikurinn-hfst-kvld.html).
En jú, þetta er sennilega rétt til fundið hjá þér, ég hefði ekki áhyggjur af tímaþjófum hefði ég ekki nóg annað við tímann að gera. Það er samt alveg gaman. Oftast. Þá leiðist mér allavega ekki á meðan - og ég hef ekki tíma til að sökkva mér ofan í eitthvað volæði, sem er líka fínt.
En ég reyni að lifa með hjartað á réttum stað.
Júlía: Vá en gaman. Takk fyrir að brjóta ísinn. Nú kommenta ég hjá þér.
Líka gaman að þú tengir færsluna við námið. Skilyrt hegðun er alveg smá merkileg, ertu á einhvern hátt sammála ástarkenningunni?
Sunnie: Haha, nei ég veit. Ekki lengur hægt að stalka mig á feis.
Feis er deffinettlí betra en mæspeis og ég veit alveg hvað þú meinar með þessari upplýsingaþarfarfróun - en ég hef ákveðið að draga mig (tímabundið a.m.k.) í hlé frá þörfinni, hún er í raun sjúk.
Já, ég er það eiginlega. Ég hef gaman af svona pælingum. Ég er einmitt að lesa fyrir sögupróf núna og var að lesa áðan part úr samdrykkjunni þar sem koma fram kenningar um ástina, þú ættir að lesa það, það er mjög skemmtilegt.
Mér finnst eiginlega eins og þessi færsla ætti að vera með hinum kenningunum í samdrykkjunni.
ég samt er bara búin að lesa part og ég held þetta sé nokkuð langt, en samt.
Ég elska þig af öllu mínu hjárta skræbóttiKræklingurinn minn:*:*:*
miss u 2:*
Sigrún Ósk
hvernig gerir maður facebookið sitt óvirkt?
þú ert ástardeli.. sætur ástardeli.
kveðjur....... VIKTORÍA
Druslastu nú til að eyða tíma í smá bloggskrif. Mér leiðist að skrifa um dóp og heilastarf..
Vertu sæl, Sunna
Ég hef tjáð mig áður, ég sagði að þú værir rómantísk.
Það skilaði sér ekki hér, sýnist mér.
Seinna
- Vilhelm
Ég minnist þess ekki að þú hafir sagt mig vera rómantíska. En sko, þótt ég segi ástina vera skilyrta hegðun þá afskrifa ég ekki þar með rómantík. Eins og ég sagði, til þess að hrifningarferlið þróist út í ást þurfa báðir aðilar að rækta góða framkomu við hinn, það er rómantíkin.
Takk Vikki, þú ertðalíka. Þú gerir óvirkt einhvers staðar á feisbúkk, man ekki.
Takk fyrir síðast Júlía.
Takk sömuleiðis, Stefanía.
Þetta er nú meiri vitleysan.
Skrifa ummæli