mánudagur, október 22, 2007

"Hin veraldlega siðfræði hefur til þessa staðið við hlið kristnu siðfræðinnar og veitt henni fyllingu. Hún hefur orðið fyrir áhrifum af anda hinnar og miðlað henni einhverju af sínum anda. Og ef hennar hættir að njóta við, óttast ég, að afleiðingin verði vesalt og auvirðilegt þrælakyn, sem flatmagar fyrir hinum æðsta vilja, sem það kallar, en getur aldrei hafið sig til hugsunarinnar um hin æðstu gæði né skilið hana."

-Jón Stúart Mill


Geggjuð helgi.
Fullt af kremi - stundum á bakvið hús.
Góðir tónleikar - of Montreal; Múm; GusGus; Ghostdigital; Bloodgroup; Mr. Silla; Fm Belfast; Chromeo; Hjaltalín; Steed Lord; Magic Numbers; og fleiri. Kann að meta hversu margar góðar íslenskar hljómsveitir voru.
Lítill lærdómur - eiginlega bara varla neinn.
Skemmtilegt fólk - áááást.
Mikið dansað - of Montreal og GusGus kipptu mest í mig.

Almennt mjög gott.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008