þriðjudagur, október 02, 2007

Hah.
Ég var að keyra heim frá lærdómssessjoni uppí skóla (nánar tiltekið "féló", vistarverum stærðfræði- og eðlisfræðinema) og leið mín lá framhjá fyndna manninum. Ekki í fyrsta skipti reyndar.

Fyndni maðurinn er reyndar veikur á geði, svo það er kannski ekki rétt af mér að hlæja að þessu, en hann er samt skondinn ásýndar, og það að hann sé veikur breytir því bara ekki neitt (þetta er ég að afsaka þessar gjörðir fyrir sjálfri mér).

Hann lítur sirka svona út:




Lýsing með mynd:
Þegar maðurinn gengur, hallar hann ávallt aftur á bak, meira en sést á myndinni (eins og hann sé að labba niður bratta brekku), með risastóra bumbu út í loftið. Hahaha.
En eins og þetta sé ekki nóg, heldur eykur hann á hláturinn með því að ganga með tunguna lafandi út úr sér (það sést kannski ekki á góðu Paint-myndinni minni), taka hvert skref mjög varlega (eins og brekkan (sem má ímynda sér að hann haldi að hann sé að labba niður) sé gerð úr lausamöl) og labba semí á ská.

Þetta er klárlega með því fyndnasta sem ég sé gerast.

Ástæðan fyrir þessu, segja sögurnar, er sú að hann telur jörðina hallast. Ef hann hallar ekki aftur á bak þegar hann gengur þá finnst honum hann vera að detta fram fyrir sig.


Það besta (sem er samt að sjálfsögðu alls ekkert gott (fyrir hann, a.m.k.)) er að stundum hallar hann svo mikið aftur á bak, af hræðslu við að detta fram fyrir sig, að þyngdaraflið togar hann einfaldlega kylliflatann niður á jörðina.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008