mánudagur, október 24, 2005

áfram stelpur

í augsýn er nú frelsi,
og fyrr mátti það vera,
nú fylkja konur liði
og frelsismerki bera.
stundin er runnin upp.
tökumst allar í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það.

en þori ég vil ég get ég?
já ég þori, get og vil.
en þori ég vil ég get ég?
já ég þori, get og vil.


og seinna munu börnin segja:
sko mömmu hún hreinsaði til.
já seinna munu börnin segja:
þetta er einmitt sú veröld sem ég vil.


áfram stelpur standa á fætur
slítum allar gamlar rætur
þúsund ára kvennakúgunar.
ef einstaklingurinn er virkur
verður fjöldinn okkar styrkur

og við gerum breytingar.
atkvæði eigum við í hrönnum
komum pólitíkinni í lag
sköpum jafnrétti og bræðralag.

áfram stelpur, hér er höndin
hnýtum saman vinaböndin
verum ekki deigar dansinn í.
byggjum nýjan heim með höndum
hraustra kvenna í öllum löndum
látum enga linku vera í því.
börnin eignast alla okkar reynslu,
sýnum með eigin einingu,
aflið í fjöldasamstöðu.

stelpur horfið ögn til baka
á allt sem hefur konur þjakað
stelpur horfið bálreiðar um öxl.
ef baráttu að baki áttu
berðu höfuðið hátt og láttu
efann hverfa, unnist hefur margt.
þó er mörgu ekki svarað enn:
því ekki er jafnréttið mikið í raun,
hvenær verða allir menn taldir menn
með sömu störf og líka sömu laun?


lag: gunnar edander. texti: dagný kristjánsdóttir og kristján jónsson

flott lag.
góður dagur.

endilega lesið textann. hann er flottur.

bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008