mánudagur, október 17, 2005

feeling good.

ég er mjög brosandi í þessum töluðu orðum.
björk og ómar gera mig glaða á þessari sekúndu.
hey.
björk hringdi í dag og ég gleymdi að hringja?
eða hringdi ég og gleymdi að hringja?
eða gleymdi hún að hringja?

já ég man núna hvernig þetta var. ég skulda sko engum fokkíng símtal (grín ég er ekki svona hörð).
ég sakna þín samt björk. þú ert æðisleg.
(ég veit alveg að ég get sagt þetta hérna á fannálnum (tekið úr heimspekitíma í dag (ásgeir, ari og tryggvi fatta) og björk fær samt að vita þetta. bæði útaf því að ég held hún viti alveg að mér finnst hún frábær og líka útaf því að ég veit að hún les fannálinn minn á endanum).

ómar gerir mig líka glaða.
hann er svo skemmtilegur.
vitiði hvað? ég er geggjað ánægð að hafa hann. ég vona að allir upplifi svona ást einhvern tímann á ævi sinni. nema þeir sem eru vondir, þeir eiga það ekki skilið.

vá hvað ég er væmin. en eins og alltaf er mér alveg sama.

mig langar svo að gera eitt sem ég hef gert áður en ég þori því ekki því það er svo hættulegt. ekki líkamlega, það er bara hætt við að særa fólk.
kannski veit einhver hvað ég er að tala um. ég efast samt um að nokkur fatti hvað ég er að rugla.

hey af hverju tala ég ekki í stikkorðum. ég les geðveikt fá blogg sem eru ekki skrifuð í stikkorðum. þess vegna ætti ég kannski að skrifa í stikkorðum - svo einhver lesi bloggið mitt.

þetta er svo hress færsla! en gaman.

ég held að belle&sebastian séu að spila smá hlutverk í gleði minni. svo hressandi diskur maður (ég er að tala um the boy with the arab strap - ef einhver skyldi vilja ná í hann og/eða hlusta á hann til að skilja gleði mína).

það kennir mér einn kennari sem skrifar svo rangt að ég veit ekki hvað ég heiti. ég veit það samt. but you know.
hann skrifaði t.d. eyturlyfjaneysla í dag. ojbara.

ég kann svo að meta fóbíu hildigunnar fyrir rangt stafsettum orðum.
ég er með þessa fóbíu líka. hún er ekki í eins miklu magni og sokkafóbían mín eða tyggjófóbían mín samt.
ég reyni yfirleitt að hemja mig í oj-um, hildigunnur gerir það ekki. það er gaman. það er gaman þegar sannleikurinn í stafsetningu og fallbeygingu kemur fram.
ég hika nú samt sjaldnast við að leiðrétta fólk.
ég hetjaheld að nokkrir geti staðfest það.

vá i'm on a role.
role minnir mig á rolla.
sem er það sama og kind.

ég ætla að kötta á þetta í dag.
allavega á þessu augnabliki, hver veit nema maður bloggi bara aftur á eftir?
tjah, kemur í ljós.

ég faldi óviðeigandi forskeyti í textanum (ekki dónalegt, bara passar ekki inní setninguna eða við orðið).
sá sem komst í gegnum alla færsluna er þetta orð.

þakka áheyrnina.
ókeyjbæjeðakegs? (gamla góða kveðjan mætt aftur).

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008