Tvennar Kárason og Már Guðmundsson finnst mér alltaf jafn skemmtilegir lesningar; sá fyrrnefndi sem frábær rithöfundur og sá síðarnefndi sem ádeilumaður - en hvor tveggja hefur að bera stórkostlegt stílbragð sem gerir það að verkum að þegar ég lýk lestri vil ég alltaf lesa meira.
- Már Guðmundsson skrifaði áhugaverða grein í Morgunblaðið í dag - ég hvet fólk til lesturs.
Síminn minn fannst. Arnþór Bjarnason var með hann, að sjálfsögðu. Honum datt ekki í hug að ég væri mögulega búin að vera að leita að honum dögum saman. Sjálfur er hann símalaus svo ekki gat ég náð í hann til að staðfesta grun minn.
En hann bætir allt upp með því að hafa kynnt mig fyrir Sleese-poppi, sem er mögulega það besta sem ég nokkurn tímann fæ. Þeir sem ekki vita nú þegar vita það núna að leiðin að hjarta mínu er mjög greið í gegnum popp. Pottapopp að sjálfsögðu. Ég vinn í því um þessar mundir að mastera það að poppa upp úr smjöri, hingað til hefur olía fengið að nægja.
Mmm: smjörpopp.
Ennþámeirammmm: sleese-popp.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
ég veit ekki hvað þetta sleese popp er en það hljómar eins og það sé sveitt og ógurlega gott.
smjör popp er heilsuspillandi og gjöðveikt gott.
sérstaklega austfyrskt stælað smjörpopp ala adam
Mmmm. Það er eiginlega of slísí til að ég geti lýst því á veraldarvefnum fyrir allra augum. Ég skal segja þér frá því í einrúmi einn daginn. Ertu frá Húsavík?
Stones: Indíd. Ég hef ekki smakkað Adams popp, en ég hef fulla trú á því að Adam geti gert mjög sveitt popp.
já, ég er frá húsavík en hef samt eiginlega alltaf búið í reykjavík... eyddi bara öllum sumrum, jólum og páskum þar alla mína barnæsku svo það er soldið eins og annar heimabær.
Snílld. Ég á engan heimabæ.
Ef það er eitthvað sem mér finnst viðbjóðslegt, þá er það butterpopp... Fnykurinn af þessu *bíbb* er ólýsanlega slæm.
Vildi bara koma þessu að!
S
Mmmmm í alvöru? Mmmm mér finnst hún svo góð mmmm.
Skrifa ummæli