þriðjudagur, desember 09, 2008

Jæjájájajajáájajá! Fyrsta prófið á morgun, annað prófið á fimmtudaginn, þriðja prófið á mánudaginn, fjórða og síðasta prófið á fimmtudaginn eftir rúma viku, svo búið! Þá er út að borða og fyllerí. Á föstudeginum er eitthvað og fyllerí. Á laugardeginum er jólaglögg og fyllerí. Á sunnudeginum er almenn þynnka. Mmm allt skrifað í nútíð þrátt fyrir að þetta sé allt í nánustu framtíð. Það angrar mig reyndar þegar fólk skrifar þátíð eða framtíð í nútíð. Sérstaklega þátíð samt.
Dæmi:
-Þá geng ég bara inn á þau í sleik! Og hann segir: "tvöfalltvaff té eff! Kanntekkjaðbanka stelpa?". Ég náttúrulega bara panika og labba út aftur.

Þetterekkert rétt! Því hún gekk inn og hann sagði og hún panikaði og labbaði.

Ayllavayga (allavega, með bandarískum hreimi (hreimur, um hreim, frá hreimi(?), til hreims). [Innskot: ég heyrði orðið rödd fallbeygt á rangan hátt í útvarpinu fyrr í kvöld. Meira að segja í barnaþætti. Er ekki krúsjal atriði að við kennum börnunum rétta fallbeygingu? Fjandansskramb.]
Ég er búin að vera svo lítið dugleg að það nær engri átt. Ég veit ekki hvaða átt það nær nokkurn tímann að vera lítið duglegur þ.a. það er kannski lítil áhersla að tala um að það nái ekki átt hversu lítið duglegur maður hefur verið. Ég hef allavega mjög lítið verið dugleg.

Ókey nei, ég er búin að vera fáránlega dugleg, bara við allt nema að læra. Á síðasta sólarhring er ég búin að fara til engiferbrauðs-/heits súkkulaðis-/kveðjuveislu ("heits súkkulaðisveislu" oj ha? Hversu ljót orðasamsetning? Tillögur að betri?), hengja upp jólaskraut, laga til, þrífa klósettið, þrífa eldhúsgluggatjöldin, sofa smá, læra í svona sjö klukkutíma samtals (sem er fáránlega slakt á tuttuguogfjórum tímum í prófatíð), svara könnun sem ég fékk senda heim, elda lasagne (lesist: lasaggne, ekki lasanja), ræða við pabba, svara tölvupósti, gera kaffi, fara í svo fáránlega góða sturtu mmm (eins og allar sturtur eru - sturtur eru svo góðar), máta skó, setja upp jólaseríur og aðventuljós, horfa á Dexter þátt, gera meira kaffi og þvo þvott.
Ekki í þessari röð og ekki algerlega tæmandi listi (er t.d. búin að bursta tennur og fleira líka).

Ridiikjúluuus. Hvernig getur þetta gerst í hverri einustu prófatíð? Nú hef ég upplifað þær ansi margar (var einmitt að telja þær áðan - fjöldi anna eftir grunnskólaútskrift (þær prótatíðir flokkast ekki með) var ein af spurningunum í ofangreindri könnun) og ég virðist ekki enn hafa lært að skipuleggja annirnar hjá mér þ.a. prófatíðir séu ekki svona mikið fokk, og enn síður hef ég lært að skipuleggja prófatíðir þ.a. þær séu ekki svona mikið fokk, og síst af öllu hef ég náð sjálfsaganum sem þarf til koma í veg fyrir að prófatíðir séu svona mikið fokk.
Skrambansfjand.

Þrátt fyrir að ég eyði tímanum í svona mikla vitleysu, gæti ég samt ekki eytt honum í eitthvað annað, skynsamlegra og skemmtilegra, eins og að mæta á kóræfingar eða -tónleika - því þá myndi ég gera það og allt ofangreint, svo ennþá minna en þessir sjö klukkutímar færu í lærdóm.

Íííjááá. Nú fer ég og reyni að læra (fyrir prófið sem ég fer í á fimmtudaginn - hef ekki meiri tíma fyrir höndum til að læra fyrir prófið á morgun ef ég vil ná fimmtudagsprófinu). Svo ætla ég að fara að sofa, vakna snemma og halda áfram að læra, mæta í próf, halda áfram að læra, fara að sofa, vakna snemma, halda áfram að læra, fara í próf, byrja að læra fyrir prófið á mánudaginn, nú og svo framvegis.

Partýstuðflippjeeess!

Attlæbless.

Pé ess. Besta intró í sögu heims (takið sérstaklega eftir atriðinu með appelsínunni, tryllt atriði):

3 ummæli:

birta sagði...

já. ég er alveg að skölla mína prófatíð sjálf. er t.d. núna að taka alnáttung fyrir sögupróf sem ég veit að ég er að fara að fá hörmulega einkunn á því ég er ekki búin með efnið og klukkan er 3. ekki eins og ég sé að reyna samt... er bara að lesa blogg og horfa á friends og eitthvað bullbullbull!

garg

svo þykist ég geta farið á háskólann á næsta ári. fokkass.

annars kann ég virkilega vel að meta "fjandansskramb" og það mun án efa óvart detta inn í orðaforða minn eins og svo mörg góð orð sem ég heyri...

b

Stefanía sagði...

Ég er líka ennþá vakandi og klukkan er hálffjögur. Ég er búin að gera svo miiiikið bull. Hefði betur farið að sofa í stað þess að telja sjálfri mér trú um að ég myndi læra í alla nótt. Kemur ég!
Já elska fjandansskramb. Og en hvað ég hlakka til að fá þig í HÍ görhl!

johannth sagði...

Mér finnst best þegar blásararnir gægjast inn í augnablik.

 

© Stefanía 2008