miðvikudagur, júlí 11, 2007

Besta kvót í heimi:

"Þú finnur hvergi meiri frið en á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku, nema kannski í kirkju." - Óli Palli, útvarpsmaður á Rás 2.


Djöfull var fokkíng gaman. Það var vel blautt, og lífið var erfitt, en lífið var samt svooo gott. Svo margir góðir tónleikar.
Topp: Björk, Arcade Fire, Muse og Flaming Lips. Red Hot Chilli Peppers komu líka svo vel á óvart. Ég er ekki mikil aðdáandi þeirra, en þeir voru awesome. Svo góð sóló.

Ég var góð á því alla hátíðina. Alltaf blaut stígvél. Alltaf skítug. Ekkert tjald í einkaeign. Það drukknaði mjög snemma.

Ég mætti á miðvikudeginum og átti að vera með Söru í tjaldi. Við keyptum okkur tjald á 1500 kjeell, sem átti að þola 300 millimetra, en lifði ekki af greyið.
Svo fór þó að ég fann ekki Söru, né neinn sem var með henni, og var týnd fyrstu tvo dagana. Það sem bjargaði mér var að ég var búin að mæla mér mót við góðan mann sem ljáði mér hlut af sinni dýnu og sínu tjaldi fyrstu tvær næturnar.
Takk fyrir það.

Ég fann Söru loksins á föstudeginum, það var mikil, mikil hamingja. Ég er ekki frá því að nokkur gleðitár hafi fallið - þrátt fyrir að hinar búðirnar hafi verið fullar af fögrum og skemmtilegum Íslendingum sem allir tóku vel á móti mér.
Eftir það var ég eiginlega á tveimur svæðum. Ég geymdi dótið mitt á gamla svæðinu, þar sem ég átti ekki tjald á því nýja (það drukknaði mjög snemma og Sara sagði mér frá því svo ég fékk að geyma búslóðina í hinu tjaldinu), en gisti svo á nýja svæðinu.

Það gerðist oft að maður týndi öllum, en þá fann maður sér bara nýjan félaga, hvort sem hann var íslenskur eða af erlendu bergi brotinn.


Einn, tveir og saga:
Það rigndi staaanslaust í 24 tíma á fimmtudeginum. Mér hafði einhvern veginn tekist að halda mér alveg þurri þangað til ég var að sofa og var mjög ánægð með það þar sem fólk var almennt að kvarta undan blautum stígvélum og slíku. En þá var ég að labba fyrir aftan tjaldið mitt og sá poll. Tók fyrsta skrefið mjög varlega og það var allt í lagi, svo ég tók næsta ekki svo varlega, en þá kom í ljós að þetta var hola sem náði mér upp að hné og olli því að ég hrundi ofan í holuna upp að mitti. Ekki svo þurr lengur. Og eiginlega bara ekkert þurr eftir þetta út alla Hróarskeldu.
Excelleeeent.


Já. Þetta var æði. Indeed. Og ég á ógeðslega mikið af skemmtilegum myndum sem ég á eftir að henda inn á netið bráðum. Í alvöru, ég ætla.

Og takk, svo margir, fyrir æðislegan tíma. Especially:
Logi, Sara, Sverrir, Robbi, Helga, Skúli, Logi annar, Íslendingarnir á B-svæði, Arnar Ómars, Axel Åge, Baldur, Böbbi, Egill og svo margir, margir aðrir, m.a. Þórgnýr, en samt ekki.
Djók, en samt ekki.
Takk fyrir frábæra hátíð kids.

Baless.

*Viðbóóót*
Pé ess. Það var ekki neitt í heiminum betra en þegar ég komst í sturtu heima hjá mér eftir drulluhátíðina. Ég eyddi hálftíma í að skrúbba mig hátt og lágt. Ég þvoði hárið á mér fjórum sinnum, notaði kornamaska, þvottahanska, bakskrúbb og fótaraspara (ef það orð er til, en þið vitið sennilega hvað ég meina).
Eftir sturtuna þurrkaði ég mér, bar á mig body lotion með góðri lykt, nuddaði tásurnar mínar með fótakremi og fór í mýkstu sokka í heimi sem fylgja fótakreminu. Svo fór ég að sofa í uppáhaldsnáttfötunum mínum, sem eru bleikköflóttar náttbuxur með stærsta gati í heimi á rassinum (en ég get samt ekki hent þeim, þær eru svo lovable) og risastór bleikur Todmobile bolur sem er klipptur til þannig að hann er ekki með neinar ermar eða þröngt hálsmál.

Ég svaf frá 14.00 til 18.30 á mánudeginum (heimkomudeginum). Vakti til miðnættis. Svaf þá til 13.00 daginn eftir (þriðjudagur). Fór að sofa um 3.00 (aðfararnótt miðvikudags). Svaf til 17.30 daginn eftir (miðvikudagur), með u.þ.b. klukkutíma vakipásu.

Do the math.

En mér hefur í alvöru sjaldan liðið betur en þegar ég fór að sofa eftir dekrið mitt á mánudaginn. Oh so nice.
*Viðbót lokið*

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008