fimmtudagur, júní 07, 2007

Jæja þá.
Nú er ég búin í ferðalögum. Ég fór til London, eins og fram kom hér að neðan. Gisti þar eina nótt, fór svo til Portúgal í viku og var hjá honum Oddi mínum. Við skemmtum okkur að sjálfsögðu konunglega.
Mikið roooosalega er portúgalskur bjór góður! Ég segi nú ekki annað. Ég mæli sérstaklega, sérstaklega með Superbock Tango. Svo Superbock Green. Svo Sacher. Og svo venjulegum Suberbock.
Ég varð að sjálfsögðu ekkert brún eftir Portúgal, frekar en fyrri daginn. Ég fór nú heldur aldrei í sólbað. Júnó. Bara labba úti í sólinni, en var samt helling í skjóli.
Ujáégeraðafsakaþaðaðhafaekkiorðiðbrún.
Ég náði ekki að fara á brimbretti eins og planið var að gera helling af. Sól er nánast alltaf samasem leti hjá mér. En reyndar ætluðum við Oddur oft að fara en alltaf var eitthvað sem kom í veg fyrir það. Meðal annars ölduskortur.

Já. Svo flaug ég aftur til Lísunnar minnar í London og var þar aðra nótt. Þar verslaði ég slatta. Sem og í Portúgal. Við skulum bara halda upphæðinni leyndri for the time being. En ég keypti mér þó myndavél! Og föt. Soldið mikið af fötum reyndar. En það var mjög gaman. Ég var ekki búin að gera það svoooo lengi.

Þá var það Ísland frá þriðjudegi til laugardags. Á laugardeginum fór ég til Ítalíu með papps, tvíbbs, ömms og Dóru vinkonu ömms. Það var æðislegt líka. Fyrir utan það að ég ætlaði að koma brún heim frá Ítalíu þar sem eini tilgangurinn með þeirri ferð var að liggja í sól og verða brún. Aðallega vegna þess að þetta var 75 ára afmælisgjöfin hennar ömmu, og hún nennir ekkert að standa í einhverju flakki. Sem mér þótti fínt. Til að verða brún.

Oh, no, no, no. Haldiði ekki að það hafi rignt allan tímann á Ítalíu? Just my luck, myndi ég segja.
En Lago di Como (Como-vatn) er samt sem áður yfirþyrmandi fallegur staður. Ég á ekki orð til að lýsa honum, svona foreal. Bara yfirþyrmandi.
Como vatn er eins og yfsilon á hvolfi í laginu og bærinn sem ég var í heitir Lierna, rétt hjá Lecco, var austan megin í austurlöpp yfsilonsins.
Bærinn sem er svo í horninu inní yfsiloninu heitir Bellagio og er talinn vera einn fallegasti bær Ítalíu. Og þá er nú mikið sagt. En þangað fór ég semsagt með ferju, og það var ótrúlega fallegt að sigla yfir Como vatnið. Úff.

En svo kom ég aftur til Íslands á laugardegi, eftir tvo sólardaga á Ítalíu, af átta. Að sjálfsögðu ekki brún. Neinei. En með gríðarlega fegurð greipta í hugann. Og þá vitneskju að aldrei á ævi minni hef ég smakkað betri ís en á Ítalíu! Og nú erum við að tala um mig, íssérfræðinginn.
Ég þori (á þó erfitt með) að viðurkenna að hann er betri en Brynjuís og Vesturbæjarbúðarís. Úff þetta var erfitt.

Fyrstu fréttir sem ég fékk þegar ég kom heim var að Sigrún færi til Boston á mánudeginum í níu mánuði!
Ég veit ekki hvað ég geri án hennar! Dzjís Lúís. Ég á eftir að sakna þín elsku, elsku Sigrún mín.

Núna er ég byrjuð í nýrri vinnu. Kynnisferðir. Að selja ferðir, alls konar ferðir um Ísland, bæði með leiðsögumönnum og ekki, ásamt ferðum í Bláa lónið og Flugrútuna.
Fyrst hélt ég að ég væri að fara í leiðinlega heilalausa vinnu. Svo mætti ég og fattaði að ég væri ekki að fara í heilalausa vinnu, alls ekki, en sennilega leiðinlega.
Eftir fyrsta daginn fattaði ég að ég er byrjuð í ótrúlega skemmtilegri og fræðandi vinnu sem gefur mér tækifæri til að ferðast ótrúlega mikið um landið! Og ekki skemmir fyrir hvað starfsfólkið er yndislega hresst og skemmtilegt.

Í gær fór ég í ferð um suðurströnd Íslands. Tíu tíma túr með leiðsögumanni. Sá meðal annars Reynisdranga, sem er án efa með því fallegasta sem ég hef séð.
Á morgun fer ég í gullna hringinn - Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Átta tíma túr með leiðsögumanni.
Í sumar ætla ég líka að fara í Þórsmörk og til Landmannalauga. Og sitt hvað fleira.

Frábært!

Ég veit ekki alveg hvað ég geri um helgina.
15. júní fer ég til Akureyrar til að júbílera þann 16. og vera við nokkrar útskriftir 17.
19. júní fer ég á Air tónleikana.
4. júlí fer ég til Danmerkur á Hróarskeldu. Og áðan komst ég að, mér til ómældrar ánægju, að Aníta K verður með mér í flugi! Tilviljun (og þó ekki svo mikil því við keyptum okkur báðar pakkaferð (en samt því við völdum sömu pakkaferð og keyptum hana sama dag óafvitandi að hin væri að gera slíkt hið sama)) og afskaplega skemmtilegt.
Kannski fer ég til Eyja.
Í lok ágúst ætla ég sennilega að fara til Boston að heimsækja Sigrúnu. Þá fer ég vonandi líka aðeins um Bandaríkin (New York helst).


Jæja, ég er farin að hitta fólk. Íslenskt fólk sem er skemmtilegt. Á kaffihúsi/skemmtistað sem ekki má lengur reykja á. Orræt.

Ég minni fyrrum MA-inga að kaupa sér miða á afmælishátíð MA stúdenta á http://bautinn.muna.is/. Fyrir eins árs stúdenta kostar 4500.


Ciao bella!

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008