föstudagur, apríl 06, 2007

Jú, ég fór suður. Og ég fór ekki til Ísafjarðar. Í staðinn fór ég austur. Og ég ætla að hafa það mega nice.
Ég komst að því í gær að það væri laust fyrir mig far til Ísafjarðar, en ég veiktist. Ég er slöpp. Hörð maður, nei. Það hefði verið sjúklega gaman að fara, en ég vaknaði hand ónýt í morgun og tók þá ákvörðun að sleppa því að fara norður. Ég er alveg búin á því eftir ótrúlega langa törn af litlum svefni. Þetta var alveg ágætlega erfið ákvörðun samt. En að lokum komst ég að þeirri niðurstöður að ég hefði gott af smá family time og smá do nothing time.
Nú er ég semsagt mætttil Hvolfsvallar til að slappa af heila helgi. Oh, ég get ekki beðið eftir að borða páskaegg á sunnudaginn. Og horfa á barnatímann á meðan. Eða eitthvað annað jafn mikið eðal.

Rebekka litla systir mín fermdist í gær. Hún var ótrúlega falleg. Ég set inn myndir af okkur very very soon. Við tókum okkur nokkur saman og gáfum henni myndavél. Góða myndavél sko. Þar að auki fékk hún ferð til Danmerkur og MacBook! Asskoti vel af sér vikið maður. Og nóg af aurum í þokkabót.

Jæja ég er farin að hafa það meganæs. Hafið það gott í páskafríinu. Mmmm.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008