laugardagur, maí 14, 2005

stundum finnst mér lífið svo ótrúlega skrýtið.

áðan var ég að keyra og mér fannst bara eitthvað vanta einhvern veginn. ég get ekki alveg útskýrt það. samt er ég svo ótrúlega hamingjusöm og ég gat ekki varist því að hugsa hversu frábært lífið er.
væmið? mér er alveg sama. (þetta er sko nýja mottóið mitt).

mér finnst ekki eins og ég sé að fara að flytja til akureyrar á morgun. af því ég er bara að fara ein! engin fjölskylda með og ekki neitt. vá þetta er svo stórt skref.
vinkona mín er líka búin að kaupa sér íbúð. mér finnst það bara ótrúlegt.
tíminn líður svo fáránlega hratt! ég verð tvítug eftir rúmt ár... það er svo skrýtið.
sumt fólk alveg hlær að mér þegar ég tala um að ég sé að verða tvítug eftir rúmt ár en síðasta árið er búið að líða svo sikk hratt að ég veit ekki hvað ég heiti (þetta sagði ég í samhengi við það að það er bara rúmt ár þar til ég verð tvítug og fyrst að síðasta ár er búið að líða hratt þá býst ég ekki við öðru en að það næsta geri það líka (já tíminn líður hraðar og hraðar eftir því sem maður eldist)).

bla.

ég vona bara að það verði gaman fyrir norðan. og ég efast reyndar ekki um það. enda er ég hörkutól sem kýlir fólk. já. nei?

kannski eru þessar pælingar bara eftirköst gærkvöldsins; heilinn minn bara súr og framkallar einhverja svona vitleysu.
það var samt mjög gaman í gær. ég, sigrún og sunna hittumst loksins eftir langan tíma. ömurlegt að við loksins hittumst þegar ég er að fara. jæjah. þannig var það nú.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008